Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 76
m að er ekki fast að orði kveðið þegar sagt er að
landsmönnum hafi brugðið í brún þegar í hádegis-
fréttum útvarps um miðjan febrúar síðastliðinn
var lesin upp ásökun Simon Wiesenthalstofnunar-
innar á hendur íslenskum ríkisborgara um þátt-
I töku í stríðsglæpum í Eistlandi. Stríðsglæpir nas-
ista í síðari heimstyrjöldinni eru einhverjir þeir
hrikalegustu sem menn geta hugsað sér. Þessir at-
V burðir áttu sér stað og það sem gerir þá ef til vill
enn óhuggulegri er að þeir gerðust ekki í fjarlæg-
um löndum heldur hér í Norður-Evrópu og það
fyrir tiltölulega stuttu síðan. Hörmungunum hefur
hvað eftir annað verið lýst á hrikalegan hátt í kvikmyndum og
bókum þannig að flestir gera sér nú grein fyrir þeim óhugnaði
sem átti sér stað. Þótt ofsóknir á hendur Gyðingum í síðari
heimstyrjöldinni hafi verið hrikalegar eru þær því miður ekk-
ert einsdæmi, starfsemi mannréttindasamtakanna Amnesty
International hefur flett ofan af mörgum hrottafengnum at-
burðum hin síðari ár. En því má ekki gleyma að menn hafa
verið ranglega ásakaðir um glæpi, stóra og smáa. Má þar til
dæmis benda á réttarhöld yfir nasistaforingjanum ívani
Grimma sem hefur morð hundruða manna á samviskunni. Nú
bendir margt til þess, þrátt fyrir vitnisburð fólks sem lifði af
ofsóknir nasista, að maðurinn sem undanfarið hefur setið í
fangelsi í ísrael fyrir þessa glæpi, sé ekki ívan Grimmi. Mál
Eðvalds Hinrikssonar er frábrugðið máli þessa manns, því Eð-
//
Aldrei kom það fyrir að
hann legði hendur á mig,
bróður minn eða systur.
Aldrei, " segir Atli og
horfir beint í augun á mér.
vald hefur aldrei neitað því að hann væri Evald Mikson. Hann
hefur hins vegar neitað því að hafa framið þá glæpi sem hann
hefur verið sakaður um, fyrst í vitnaleiðslum árið 1946 í Sví-
þjóð, síðan af KGB árið 1961 og nú af Wiesenthalstofnuninni.
Edvald flúði til Svíþjóðar frá heimalandi sínu Eistalandi ár-
ið 1944, skömmu áður en Rauðiherinn hertók landið að nýju
eftir fjögurra ára hernám Nasista. Svíar töldu ekki sannað að
Eðvald hefði ekki gerst sekur um stríðsglæpi meðan hann
starfaði í stjórnmálalögreglu landsins og því álitamál hvort
bæri að veita honum landvistarleyfi. Að ósk Edvalds sjálfs var
efnt til vitnaleiðslna í málinu þar sem þrjátíu vitni, að honum
sjálfum meðtöldum, voru leidd fram. Ekki var um eiginleg
réttarhöld að ræða því vitnaleiðslunum var einungis ætlað að
auðvelda stjórnvöldum að taka ákvörðun. Engin eiginleg nið-
urstaða fékkst í málinu, Eðvald var ekki framseldur en var vís-
að úr landi skömmu síðar. Það var síðan nánast fyrir tilviljun
að faðir Atla settist að á íslandi. Talið hefur verið að hann
hafi ætlað að fara frá Svíþjóð til Venesúela en Atli ber það til
baka og segir föður sinn hafa ætlað til Bandaríkjanna. Skipið
sem hann sigldi með, Rosita, strandaði hins vegar í Innri
Njarðvík á leiðinni. Eðvald varð íslenskur ríkisborgari árið
1955.
Þegar einstaklingur er borinn jafn þungum sökum og þeim
sem Eðvald er borinn nú, verður vart hjá því komist að skuggi
falli einnig á aðstandendur hans. Atli segir gífurlegt álag hafa
hvílt á fjölskyldum þeirra systkina þessar síðustu vikur. Sig
svíði sárt undan því að þurfa að horfa upp á þjáningar sinna
nánustu, því á þessum heimilum sé grátið meira og minna á
hverjum degi. Stuttu áður en við tókum tal saman ræddi Atli
við Önnu systur sína í síma en hún var grátandi eftir að hafa
hlustað á hádegisfréttirnar. Níu ára sonur hennar brotnaði
saman þegar hann heyrði ásaknir um fjöldamorð og nauðgun
á hendur afa sínum í útvarpi daginn sem fréttin var birt. Jó-
hannes sem er elstur þeirra systkina er búsettur í Skotlandi, en
fylgist engu að síður mjög grannt með framvindu mála. „Sjálf-
ur er ég ofsalega stressaður yfir því að geta ekki verið hjá
pabba í öllum fréttatímum, því hann misskilur oft það sem
sagt er og nær ekki að meðtaka allt. Ég reyni að hlusta á alla
fréttatíma til þess að vera undirbúinn þegar hann hringir í mig
til að fá skýringar á því sem sagt var. En það tekst ekki alltaf,
lífið verður að ganga sinn vanagang, ég þarf að fara í vinnu og
sækja æfingar. Á kvöldin fer ég til hans og held áfram að út-
skýra. Ég get ekki neitað því að ég er hræddur um að pabbi
kikni undan þessu oki, hann er hjartveikur og maður veit ekki
hvort hann heldur þetta út. Hann er að brjóta heilann um
þetta allan sólahringinn og hvílist mjög lítið. Hann langar til
að geta komið fram í fjölmiðlum og tjáð sig um málið en hann
á enga möguleika. Þeir eru ekkert að hlífa honum. Hvert orð
sem hann segir virðist vera túlkað á neikvæðan hátt. Mestar
áhyggjurnar hefur hann af því hvernig þetta komi niður á
barnabörnunum og hvort þau verði fyrir áreitni í skólanum.
Hann er ekki búinn að gleyma því hvað Jóhannes bróðir minn
þurfti að ganga í gegnum þegar þessar ásakanair komu fram
árið 1961 en þá var hann tíu ára. Sjálfur var ég bara fjögurra
ára og vissi lítið hvað var að gerast.“
Sumir draga í efa réttmæti þess
og tilgang að eltast við atburði
sem gerðust fyrir hálfri öld þar
sem líklegt sé að erfitt verði að
sanna sekt eða sakleysi með
óyggjandi hætti. Aðrir benda á að
ásakanir um stríðsglæpi séu þess
eðlis að þá beri skilyrðislaust að
rannsaka. „Ég get ekki séð til-
ganginn með því vera að taka mál-
ið enn einu sinni upp, nú fimmtíu
árum síðar. Annað hvort er þetta
bara hreinn kvikindisskapur eða
skortur á þroska. I upphafi var
markmiðið með þessum rannsókn-
um hjá Wiesenthalstofnuninni
góður og gildur, meðan verið var
verið tryggja að glæpir nasista gleymdust ekki, en nú virðast
þeir fyrst og fremst vera að þessu til að halda stofnunni gang-
andi þannig að hún hafi eitthvað að gera. Það eru síðan ís-
lenskir fjölmiðlar sem taka málið upp. Hvað ætlast þeir fyrir
með þessu? Ætlast þeir kannski til þess að fólk fari að mála
hakakross á húsið hjá mér eða á peysurnar á litlu krökkunum
mínum, barnabörnum pabba? Á hann að ganga með haka-
kross á enninu? Þeir vilja stimpla hann og eru búnir að því.
Sem betur fer hafa íslendingar svo mikinn viðbjóð á svona
framkomu að flestir taka upp málstað okkar. Ég segi fyrir mitt
leyti, hvað hefði gerst ef þessir sömu fréttamenn hefðu notað
tíma sinn og peninga til að vinna að málum tveggja lítilla ís-
lenskra ríkisborgara sem nú eru í Tyrklandi? Þær væru komn-
ar heim. Þessir fréttamenn hljóta að trúa því að pabbi sé sekur
því að þeir geta ekki unnið svona einhæft nema að trúa eða að
minnsta kosti vona að hann sé sekur.“ Atla er mikið niðri fyrir
þegar hann talar, enda vart við öðru að búast. Hann viður-
kennir að það sé erfitt að tala af yfirvegun um þessi mál. Hann
tekur sem dæmi sjónvarpsviðtal sem Stöð 2 átti við hann
nokkrum klukkustundum eftir að ásakanirnar komu fram.
„Ég var ennþá alveg dofinn eftir áfallið og mundi ekkert'hvað
ég hafði sagt eftir á. En ég hefði ekki trúað því að óreyndu að
þetta yrði eins og í bandarískri sakamálamynd, að ég yrði
spurður að því hvort ég væri hundrað prósent viss um sakleysi
föður míns. Hverju bjóst fréttamaðurinn við að ég myndi
svara?“
Atli telur að rétt hefði verið að bíða með að hella þessum
ásökunum yfir föður sinn þangað til mál skýrðust, búið væri
að fjalla um það og hugsanlega dæma í því. „Þá gætu þessir
76 HEIMSMYND