Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 24

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 24
smáfréttir DROTTNING NÆTURLIFSINS núlla. rauðhærða þokkadísin sem er þjónn á Café Romance hafði veg og vanda að samkvæmi sem haldið var til heiðurs Báru Sigurjónsdóttur nýlega í tilefni af sjötugs- afmæli hennar. Eins og kom fram í síðasta blaði var Bára stödd í St. Mor- itz á afmælisdaginn en við heimkomuna ákváðu vin- krýnd drottning næturinnar. Leiki aðrir það eftir. Bára Sigurjónsdóttir í hófinu á Café Romance ásamt vinkonum sínum og tengdadætrum. konur hennar að halda boð fyrir hana sem kæmi henni algerlega á óvart - surprise party - eins og það heitir á ensku. Bára stóð víst í þeirri meiningu að hún væri að fara út að borða á Café Óperu (sem er við hliðina á Café Romance) ásamt nokkr- um vinkonum sínum. Búið var að skreyta sal- arkynnin öll í stíl við Báru, allt bleikt, bleikar slaufur, bleik kerti og skreytt hásæti fyrir Báru. Ungur herramaður tók á móti henni og færði henni uppáhaldsdrykkinn henn- ar, Chivas Regal, og í þeim miði skáluðu vin- konurnar við hana. En ólíkt því sem ætla mætti drekkur Bára ekki bleikt kampavín, aðeins lífsins vatnið whiskey. Þær sungu afmælissönginn og krýndu hana síðan með pompi og prakt: Drottn- ingu nœturlífsins. Bára segir að næturlífið hafi haldið henni ungri. Karl Örvars söng Bláu augun þín, Báru til heiðurs og nokkur fleiri lög. Því næst var sest að borðum og snæddur þrí- réttaður kvöldverður. Eft- irrétturinn, glæsileg af- mælisterta í formi bleikrar barbídúkku á bleikum botni, var krýnd stjörnu- ljósum og kertum. Þá kyrjaði starfsfólk hússins afmælissönginn. Fjörið var mikið. Þær sem sátu til borðs með Báru voru Ingibjörg Dungal og dóttir hennar íris, Ester í Pelsinum. Hulda systir Báru, Ástríður Andersen sendiherrafrú, Birna Hafstein, Dúa Friöriks Kristín kona Rolfs Johansen, Erna og Lóló sem starfa hjá Báru, Þóra Hrönn og Dolla tengdadætur hennar, Svava í Sautján. Lóló og Hermína og Brynja Nordquist svo flestar séu taldar upp. Fleiri bættust síðan í hóp- inn eftir borðhaldið, þar á meðal synir hennar en einn sonur hennar á að hafa sagt í gríni: „Mamma, það er ekkert skrýtið að þú lítir svona vel út það geymist allt svo vel í vínanda." Bára kunni svo vel við kórónuna og borðan sem hún skrýddist að hún lét þau orð falla að í þessum búningi vildi hún síðar láta kistuleggja sig. Söngvari hússins söng að lokum frá Snúllu til Báru: You are the Sun- shine of My Life - lag hins blinda Stevie Wond- er - en gestir þessa skralls voru með galopin og glampandi augu fram í morgunsárið.B Sest að kvöldverði í Saint Mortiz, Bára og Þóra Hrönn. Drottningin í hópi vina sem fylgdu henni til St. Mortiz til að halda upp á afmælið þar. Frá vinstri eru Brynja Nordquist, Þóra Hrönn, Bára, Karl í Pelsinum, Ester og Dolla tengdadóttir Báru. nœstunni 24 HEIMSMYND VIN OG FITA ú má búast við því að fólk fari að slaka á í mataræði. Islend- ingar hafa ekkert farið of geyst í þeim efnum eins og Ameríkanar, sem vilja taka allt með trompi, tryllast úr stressi yfir áhyggjum af kólesteróli og eiga met í hjartasjúkdóm- um. En undan- farin ár, áratug, hafa Bandaríkja- menn reynt að draga úr neyslu á kjötmeti og lagt áherslu á aukna neyslu grænmetis - án þess að heilsufar þeirra hafi tekið sýni- legum breytingum. Nú opnar maður vart bandarískt fréttarit án þess að tal- að sé í öfundartón um mataræði Frakka, ítala og annarra Miðjarðar- hafsbúa. „Hverjir liggja í smjöri og osti án þess að fitna? Hverjir háma í sig gæsalifur og ná tíræðisaldri með eins klingjandi kransæðar og kristal? Hverj- ir drekka vín með hádegismat, kvöld- mat og eru sælli og hraustari en nokkur Kani?“, spyr Newsweek nýlega. Svarið er Jean Q. Publique - hinn franski Meðaljón. Forsaga þessa máls er að stórblaðið New York Times fór að velta upp fréttum um að feitmeti á borð við gæsalif- ur væri hollt fyrir hjartað. Sjón- varpsþátturinn '60 minutes (sem er á Stöð 2) tók til umfjöllunar mataræði Frakka og lága tíðni hjartasjúkdóma þar, þrátt fyrir feitmeti og rauðvínsdrykkju. I kjölfarið fór gæsalifur að seljast í Bandarfkjunum eins og kornflögur og hillur vínbúða tæmdust? Frakkar drekka næstum tífalt meira vín á rnann en Bandaríkjamenn en tíðni þeirra sem deyja úr hjartasjúk- dómum er næstum helmingi minni. Fjöldi Frakka sem deyja af völdum krabba er hins vegar hlutfallslega mun meiri. Svo fréttirnar um gæsalifrina og rauðvínið má skoða í víðara samhengi.B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.