Heimsmynd - 01.04.1992, Qupperneq 78

Heimsmynd - 01.04.1992, Qupperneq 78
menn stimplað okkur og borið fram allar þær ásakanir sem þeir vildu. Það er rangt að skjóta fyrst og spyrja svo, eins og þeir gera.“ Atli telur að þrátt fyrir þær upplýsingar sem frétta- menn hafa grafið upp að undarförnu og stangast á við það sem fram kemur í æviminningum föður hans hafi ekkert nýtt komið fram síðan 1961 sem réttlæti aðförina að föður sínum. „Það liggja í raun engin sönnunargögn fyrir, það er ekkert sem við höfum í höndunum frekar en aðrir sem getur sannað sekt eða sakleysi. Bókin, Úr eldinum til íslands, er vitnisburð- ur pabba. Hún er mjög vel unnin, og kemur bráðlega út í end- urbættri útgáfu á ensku. Það verður mjög fróðlegt fyrir fólk að lesa nýju útgáfuna því þar koma fram ýmsir atburðir og nöfn, líka íslensk, sem pabbi vildi ekki vera að tína til í fyrstu.“ Á æskuheimili Atla snérist heimilislífið meira og minna um íþróttir því líkt og foreldrarnir, sem bæði höfðu verið afreks- fólk í íþróttum, notuðu börnin mestan sinn frítíma til æfinga. „Mamma keyrði okkur alltaf á æfingar meðan við vorum yngri og bæði hún og pabbi mættu á flesta leiki sem við spiluð- um. Á þessum árum fannst manni það heldur leiðinlegt, því þau voru oftast einu foreldrarnir sem mættu, en eftir á sér maður hvað þetta veitti í raun mikinn stuðning.“ Atli fylgdi í fótspor bróður síns, komst ungur í meistaraflokk Vals og landsliðið, gerðist síðan atvinnumaður erlendis og varð að lokum fyrirliðið landsliðsins. Félagar úr knattspyrnunni segja þá bræður hafa verið mjög kappsfulla og iðna og snemma orð- ið ljóst að atvinnumennska myndi eiga við þá. Flestum kemur þó saman um að framan af hafi þeir verið mjög ólíkir. „Búbbi, geta það nú?" eins og Jóhannes var alltaf kallaður, var röff týpa og lét illa að stjórn. Hann var fljótur upp og skammaði þá alla nærstadda jafnt, dómara, leikmenn og þjálfara, en hann var líka fljótur að fyrirgefa og gleyma. Atli var hins vegar alltaf ljúfur í skapi og mjög þægilegur í umgengni,“ segir Árni Njálsson þjálfari hjá Val. Atli segir engan meting hafa verið milli þeirra bræðra enda talsverður aldursmunur á þeim. Jóhannes hafi hins vegar verið duglegur að drífa sig á æfingar og ekki hikað við að setja ofan í við sig þegar þeir spiluðu saman landsleiki. Flestir þeirra sem spjallað var við kváðust hafa leitað til Eð- valds vegna meiðsla og bera honum vel söguna. „Hann hafði alltaf tíma fyrir mann, þótt maður ætti ekki pantað og tók lítið fyrir,“ segir Árni Njálsson. Árni kann ágæta sögu af Eðvaldi sem hann segir lýsa því hvað hann gat verið harður í horn að taka. „Stuttu eftir að ég kynntist honum var hann að þjálfa upp körfuboltalið hjá ÍR sem var þá nýstofnað. Eftir að hafa lagt á sig mikla vinnu og fyrirhöfn hafði honum tekist að koma upp nokkuð góðu liði. Þegar hann komst síðan að því að fjórir eða fimm úr hópnum reyktu rak hann þá alla undir eins úr liðinu, þótt það þýddi að þá væru aðeins þrír menn eft- ir og að hann þyrfti að byrja upp á nýtt.“ Annar fótboltamað- ur úr Val, segir „Ætli Eðvald hafi ekki verið mesti svarkurinn af þeim feðgum, hann var harður af sér og ætlaðist til þess sama af öðrum.“ Það er margt sem er að brjótast um í huga Atla, hann leitar skýringa og bendir á galla í málatilbúnaðinum. „Fólk má ekki gleyma því að það er verið að fjalla um atburði sem eiga að hafa gerst fyrir fimmtíu árum og ásakanir sem byggðar eru á upplýsingum úr bók sem kom út í Sovétríkjunum fyrir þrjátíu og einu ári síðan. Af hverju eru íslenskir blaðamenn gerðir út til að leita uppi skjöl og vitni í málinu? Ég get ekki annað en bent á að ef KGB tókst ekki að finna gögn sem dugðu til að fá mál pabba tekið upp á sínum tíma, hvernig eiga þá íslenskir blaðamenn að geta það nú? Ef þeim tókst þetta ekki með allt sitt batterí á bak við sig, þá kemur ekkert nýtt fram í málinu í dag.“ Þeir fréttamenn sem hafa verið að rannsaka málið að undanförnu hafa stuðst við gögn úr ríkisskjalasafninu í Tallin sem þar til fyrir skömmu var haldið leyndum. Það bera þó að hafa í huga að KGB hafði alla tíð aðgang að þessum gögnum. Það sem kemur nú fram í fréttaflutningi vissu KGB-menn alla tíð. Atli spyr einnig hvernig það megi vera að íslenskir frétta- menn finni vitni sem KGB gat ekki haft upp á. Hann hallar sér afturábak í stólnum og verður hugsi en heldur síðan áfram. „Ásakanirnar á hendur föður mínum eru þær mestu sem bornar hafa verið á nokkurn íslenskan þegn. Það er ekki verið að tala um peninga eða fjársvik, heldur um nauðgun og morð á tugum eða hundruðum manna og kvenna.“ Atli hefur til þessa forðast að taka sér þessi orð í munn en þegar hann hef- ur sagt þau leynir reiðin í svipnum sér ekki. „Þetta eru óá- byrgar fréttir, mannorðsmorð, ekki bara eins manns heldur fjölskyldu hans og afkomenda um alla framtíð. Verða barna- börn föður míns, börn mín og systkina minna að berjast við sömu ásakanir síðar?“ Líkt og Eðvald hefur Atli miklar áhyggjur af börnunum sem botna oft lítið í því sem er að gerast. Hann segir frá því þegar hann heyrði son sinn, níu ára, ræða við skólafélaga í símann og var að reyna að svara spurningum um afa sinn. „Afi, hann borðar ekki fólk, hann borðar bara venju- legan mat eins og við,“ heyrði hann son sinn segja. „Það er ekki hægt að ímynda sér hvað áhrif þetta mun koma til með að hafa á börnin en það virðist öllum ná- kvæmlega sama. Þau trúa þessu vitanlega ekki upp á afa sinn, segja að þetta sé allt lygi, en þau eru samt endalaust að spyrja og skilja ekki afhverju þessir menn eru svona vondir að vera að skrifa svona ljóta hluti um afa þeirra sem þeim finnst svo vænt um og er svo góður við þau. Það er átakanlegt að horfa á þennan gamla mann umkringdan barnabörnum sínum og við hliðina liggja blöð þar sem blasa við risafyrirsagnir þar sem hann er ásakaður um hrottafengna glæpi.“ tli hefur verið hægri hönd föður síns, vakað yfir honum, talað við hann um það sem hefur verið að gerast og rifjað upp liðna atburði. Hann segir föð- ur sinn hafa mikla þörf fyrir að tala. „Ég var hjá honum allar nætur eftir að ásakanirnar komu fram og fer alltaf til hans á kvöldin og sit hjá honum til eitt eða tvö á næturnar. Ég reyni eins og ég get að hughreysta hann en hann spyr í sífellu hvað þeir menn vilji sem birti svona ásakanir. Sjálfur er pabbi viss um að hann verði aldrei dæmdur því eins og hann segir verður aldrei hægt að sanna neitt á hann.“ Atli segir föður sinn ekki hafa séð neitt af þeim pappírum sem fundist hafa að undanförnu ög að hann muni ekkert eftir þessum manneskjum eða því að hafa skrifað undir handtökuskipanirnar. „Hann segist einfaldlega ekki kannast við þetta fólk og ég trúi honum.“ Atli bendir réttilega á að faðir hans hafi aldrei farið leynt með það að hafa unnið sem lögreglumaður í stjórnmálalögreglu Eistlands, PolPol, og síðar undir þjóðverjum í fangelsi í Eistlandi. „Fang- elsið var yfirfullt af fólki sem hafði verið handtekið og það var meðal annars hans hlutverk að skrásetja fangana. Pabbi hafði „Ef KGB tókst ekki að finna gögn sem dugðu til að fá mál pabba tekið upp fyrir þrjátíu árum, hvernig eiga íslenskir blaðamenn að 78 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.