Heimsmynd - 01.04.1992, Page 75

Heimsmynd - 01.04.1992, Page 75
Atli Eðvaldsson lýsir baráttunni við hlið föður síns sem sakaður er um stríðsglæpi í síðari heimstyrjöldinni og þeim þrautum sem fjölskylda hans hefur þurft að þola. Hann sakar fjölmiðla um mannorðsmorð og spyr hver tilgangur þessara ofsókna á hendur föður sínum sé. Hann er Faðir minn „Ég var hjá honum allar nætur eftir að ásakan- irnar komu fram og fer alltaf til hans á kvöldin og sit hjá honum til eitt eða tvö ánæt- urnar. " Atli mætir til leiks að því er virðist öruggur og yfirvegaður, en þegar við hittumst aftur nokkrum dögum seinna má sjá á honum merki þreytu og kvíða þótt hann beri sig vel. Stöðugt er verið að draga fram ný gögn í máli föður hans, Eðvalds Hinkrikssonar, sem nú er ásakað- ur í þriðja sinn á fimmtíu ára tímabili um að hafa drýgt stríðsglæpi í síðari heimstyrjöldinni. Þjóðin þekkir Atla Eðvaldsson sem ódrepandi baráttujaxl og landsliösfyrirliða til margra ára. Nú heyr hann annars konar baráttu, mun persónulegri, sem hann sjálfur segir tæplega hægt að vinna sigur í. Mannorö föður hans hafi þegar verið eyðilagt og þar með fjölskyldu hans og afkomenda. Hann spyr hver tilgangur- inn sé? Hann ásakar fjölmiðla um að hafa sýnt ósanngirni og dóm- hörku. Því meira sem hann talar um atburði liðinna vikna má sjá hvernig reiðin brýst fram og baráttuandinn nær tökum á honum. Atli er sannfærður um sakleysi föður síns. Hann hefur stutt dyggilega við bakið á honum og sýnt ótrúlegt úthald í þessum hremmingum. Hann tekur þó fram að sér fyndist það engin skömm að brotna saman undir því álagi sem fjölskylda hans hafi þurft að þola að undanförnu og lýsir því hvernig hann var að því kominn að bresta í grát þegar hann horfði upp á aldraðan föður sinn reyna að skilja spurningar fjögurra frétta- manna sem helltu sér yfir hann og gerðu grín að honum í laumi þegar hann gat ekki svarað þeim á fullkominni íslensku. eftir LAUFEYJU ELÍSABETU LÖVE HEIMSMYND 75

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.