Heimsmynd - 01.04.1992, Side 83

Heimsmynd - 01.04.1992, Side 83
Skautahlaup var eins konar þjóðaríþrótt Reykvíkinga þó að ekki tæri fram formleg skautakeppni fyrr en 1909. Myndin er tekin vestur um Tjörnina. Tvilyftu húsin til hægri eru Suðurgata 13,12 og 10, en að baki þeirra má sjá gömlu kirkjuna í Landakoti. Lengst til vinstri er Skólabærinn (Suðurgata 26). EINHVER GÆTI ORÐIÐ HEIMSMEISTARI Með auknu fjöri í verslun, viðskiptum og iðnaði á fyrstu ár- um 20. aldar komu fjölmargir útlendingar til starfa í Reykjavík og höfðu sumir þeirra alist upp við íþróttaiðkun í heimalönd- um sínum og jafnvel verið afreksmenn í íþróttum. Petta voru ungir menn, oft ógiftir, sem steyptu sér út í félags- og skemmt- analíf í höfuðstaðnum og höfðu mikil áhrif á jafnaldra sína ís- lenska. Einn þessara manna var Norðmaðurinn L. H. Múller frá Niðarósi sem réðist til starfa sem verslunarmaður við Brauns- verslun „Hamborg“ í Aðalstræti 9. Hann varð síðar einn af þekktustu kaupmönnum Reykjavíkur. Á árunum 1907 til 1908 átti L. H. Múller mestan þátt í að hleypa nýju lífi í Skautafélag Reykjavíkur. Hann sagði í viðtali við ísafold í desember 1908 að hann vildi láta Islendinga gerast að nýju afreksmenn í skautaíþróttinni og fyndist engin goðgá að nefna það að ein- hver Islendingur gæti áður en langt um liði orðið heimsmeist- ari í skautahlaupi. Sagðist hann vilja láta efna þrívegis til veð- hlaupa á skautum þá um veturinn og hafa þar almennilegan útbúnað fyrir þá sem vildu sýna íþrótt sína eða temja sig við hana. Vildi hann láta lýsa upp Tjörnina, ef tunglskin brygðist, og hafa þar veitingatjald og hljóðfæraslátt. Formaður félagsins var þá dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði sem varið hafði dokt- orsritgerð um íþróttir fornmanna. Nú voru hendur látnar standa fram úr ermum, girt af stórt svæði á Tjörninni, komið upp tuttugu svokölluðum rómversk- um lömpum til lýsingar, slegið upp tjaldi þar sem hægt var að fá kaffi og geyma föt sín í. Selt var inn á svæðið og lék Lúðra- félag Reykjavíkur á horn sín til skemmtunar. Safnaðist þarna fjöldi bæjarbúa, einkum af yngri kynslóðinni. Ekki gekk þó allt hljóðalaust fyrir sig eins og Þjóðólfur gat um á nýársdag 1909: „Eitt kvöldið sérstaklega gerðu unglingar nokkurn óskunda á skautasvæðinu og börðu á drengjum þeim er þar voru til umsjónar. Einn þessara óróaseggja var nýlega sektaður af lög- reglunni um 18 krónur, hafði hann ruðst inn á skautavöllinn án þess að borga aðgöngueyri og gert þar spell. Hyggst stjórn félagsins að beita fyllsta strangleika eftirleiðis við þá er ryðjast borgunarlaust inn á svæðið eða gera félagsmönnum þar óþæg- indi á annan hátt.“ MÚGUR OG MARGMENNI Á FYRSTA SKAUTAKAPPHLAUPINU Hinn 31. janúar 1909 var efnt til meiriháttar skautakeppni á Tjörninni, þeirrar fyrstu í sögunni, og mikið haft við. Keppt var í fjórum aldursflokkum og stjórnaði L. H. Múller keppn- inni. Dómendur voru þeir Sigurður Thoroddsen verkfræðing- ur og dr. Björn Bjarnason, en tímaverðir þeir Andreas Bertel- sen, forstjóri Klæðaverksmiðjunnar Iðunnar, og Carl. F. Bar- tels, úrsmiður á Laugavegi 7. Læknir keppninnar var Matthías Einarsson, Lúðvík Lárusson verslunarmaður var brautarvörð- ur en ræsir Ágúst H. Bjarnason magister. Hringteljendur voru bankamennirnir Þorsteinn Jónsson og Jón Halldórsson. Þá hafði Ingibjörg Guðbrandsdóttir leikfimikennari það hlutverk með höndum að leiðbeina blaðamönnum. Þjóðólfur skýrði svo frá: „Veður var mjög gott þennan dag, vægt frost og logn. Kapp- hlaupabrautin var sporöskjumynduð hringbraut og afgirt allt í kring með stöngum og vír. Um klukkan tvö safnaðist múgur og margmenni á skemmtistaðinn og fengu blaðamenn og ýms- ir boðsgestir sæti á bekkjunum innan vébandanna. En rétt áð- ur en kapphlaupin áttu að byrja varð það hljóðbært að Lúðra- félag Reykjavíkur hafði neitað að leika á hornin. Gerði það skemmtuninni allmikinn hnekki og varð úr rekistefna er þann- ig lauk að Lúðrafélagið skilaði bænum aftur hornunum og kvað félagið vera úr sögunni með því að bæjarstjórnin hafði klipið af styrk þeim er það hafði sótt um. Mæltist þetta tiltæki félagsins miður vel fyrir og heyrðist enginn mæla því bót.“ Mesta athygli vakti keppnin í flokki 18 ára og eldri en vega- lengdin sem þar var hlaupin var þúsund metrar. Fyrstur varð Sigurjón Pétursson glímukappi, síðar kenndur við Álafoss, annar Magnús Tómasson, er síðar kallaði sig Kjaran og varð HEIMSMYND 83

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.