Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 95
Hann og starfslið hans höfðu greiðan að-
gang að rannsókninni og nýttu sér þær
upplýsingar í vörninni. Hann hafði öll
nauðsynleg gögn til að útbúa sína eigin
útgáfu af málinu. Hann sneið sína sögu
og öll svör sín að þeim gögnum sem þeg-
ar voru til staðar.“
Patricia kennir Moiru Lasch, saksókn-
aranum, í engu um hvernig fór. „Ég dái
hana og ég var stolt af henni. Moira og
ég höfum náð góðu sambandi. Mér þykir
vænt um hana. Hún kom á heimili for-
eldra minna að kvöldi þess dags þegar
dómurinn var kveðinn upp ásamt eigin-
manni sínum. Hún var uppnefnd klaka-
drottningin við réttarhöldin, en þetta
kvöld grét hún og hélt utan um mig. Ég
er þess fullviss að Lupo dómari hafði
horn í síðu Moiru.“
Dunne spurði Patriciu á hvaða tíma-
punkti, umrætt kvöld síðastliðið vor,
William Smith hafi tekið stakkaskiptum
og orðið sá óþverri sem hún lýsir.
„Mér stóð enginn stuggur af honum í
fyrstu. Hann spurði hvort ég vildi koma
að synda. Ég syndi ekki. Maginn á mér
er slitinn eftir barnsburð. Mig langaði
ekkert til að stinga mér til sunds enda
vatnið ískalt. Og ég hugsaði: Af hverju
vill þessi náungi fara að synda? Hann
byrjaði að hneppa buxunum sínum frá.
Mig langaði ekkert til að horfa á hann í
nærbuxunum svo ég sneri baki í hann.
Því fylgdist ég ekki með honum þegar
hann afklæddist. Það var orðið framorð-
ið og ég ákvað að halda heim á leið enda
hann á leiðinni í sund. Ég hélt upp tröð-
ina í átt að tröppum. Þá var gripið í fót-
legginn á mér . . . Ég reyndi að slíta mig
lausa frá honum. Það hefði átt að vera
næg vísbending fyrir eðlilega og skyn-
sama manneskju: Ekki gera þetta! Hann
hafði virkað svo indæll en allt í einu
heldur hann mér fastri. Hann er lagstur
ofan á mig. Hann meiðir mig.“
Dunne spyr hana næst hvort hún hafi
þá ekki samþykkt að hafa mök við
Smith. „Ég samþykkti engin kynferðisleg
mök. Ég kyssti hann en sá koss var
hvorki rómantískur né fullur af einhverj-
um fyrirheitum. Ég lít ekki svo á að koss
sé ávísun á nauðgun.“
Patricia segir sögu Smiths um að hann
hafi ávarpað hana með nafninu Cathie
út í bláinn. „Ef hann er að segja sann-
leikann, afhverju gerði hann það ekki
strax frammi fyrir lögreglunni. Hann
beið í níu mánuði og hlustaði eftir hverju
orði frá mér til að geta spunnið upp sína
útgáfu af rnálinu."
Úrskurðurinn í máli Patricu Bowman
gegn William Kennedy Smith urðu henni
gífurleg vonbrigði. Þó svo enginn hafi
búist við því að hún ynni málið þá sýndi
hún mikið hugrekki að ákæra einn af
meðlimum frægustu fjölskyldu Banda-
ríkjanna. Hafi William Kennedy Smith í
raun nauðgað henni hefur hún á vissan
hátt unnið sigur. Mál hennar sýnir í
hnotskurn að fyrir fé er hægt að fá
margt, meira að segja réttlætið getur
gengið kaupum og sölum. Sé William
Kennedy Smith saklaus af þeim ákærum
sem hún bar hann hangir sá skuggi engu
að síður yfir honum sem fortíð hans gef-
ur vísbendingu um. Það er einkennilegt
að fyrir réttinum skuli fortíð fórnar-
lambsins hafa verið tíunduð en konum
sem voru tilbúnar að bera vitni gegn
Kennedy Smith ekki hleypt að. Spy-
tímaritið bandaríska er um þessar mund-
ir að gera rannsókn á kvennamálum
Smiths og herma heimildir að í áranna
rás hafi hann misboðið tugum kvenna.
Og þótt kviðdómurinn hafi ekki fengið
að hlýða á mál þeirra eru þær til stað-
ar.l
Trú mín. . .
framhald af bls. 91
gott gengi í ferðalögum, en líka til að
klekkja á einhverjum, vinna bug á krafti
óvinanna. Þá var hann beinlínis framinn
í þeim tilgangi að vera vopn á óvininn og
gera honum illt eða eyðileggja ásetning
hans.
Seiðurinn var líka notaður við lækn-
ingar eins og tíðkast enn í dag þó að það
heiti öðru nafni: fyrirbænir og huglækn-
ingar. Þetta er alveg sami hluturinn,
menn ákölluðu góðar verur og vættir og
leituðu aðstoðar. Og svo var annað sem
ekki var beinlínis trúarlegs eðlis en það
var að tína grös. í því fólst kunnátta líka
og það höfðu konur mikið með höndum,
bæði að tína þau og sjóða úr þeim lyf.
Það hefur ábyggilega verið mikil þekk-
ing í þeim efnum. Það virðist eins og
lækniskunnáttu hafi jafnvel hrakað á
seinni öldum frá því sem var til forna og
kann að vera að einhver andúð frá kirkj-
unni hafi átt þátt í því. Það hafi þá verið
talið heiðin athöfn að sjóða grös, eins-
konar kukl, og því týnst mörg kunnátta.
Konur virðast hafa haft lækningar
meira með höndum. Þær voru trúfræði-
legs eðlis, snerust þá um það að leita
styrks hjá náttúruöflum og voru beinlínis
hvítur galdur. Síðan kemur til nákvæmni
og handlagni kvenna, að lækna sár og
hreinsa þau, hjálpa konum í barnsnauð
og annað slíkt. Hinsvegar er einnig getið
um karla sem lækna, enda vitað úr okkar
samtíð að sérhæfileikar á þessu sviði
geta komið fram jafnt hjá körlum og
konum.
-Þetta hefur þá verið mikið afl sem
konur réðu yfir?
Já, þarna voru þær í miklu hlutverki
og þær konur sem kunnu skil á þessu
nutu verndar og virðingar í samfélaginu.
Stundum kom þó fyrir, ef þetta gekk úr
hófi og menn höfðu gert mikið illt með
seiðnum, valdið manndauða á sjó eða
landi, að einhverjir gripu í taumana og
galdrakonur voru teknar af lífi í heiðn-
um sið.
-Heldurðu að konur hafi þá ráðið yfir
meiri þekkingu en síðar varð, til dæmis
getað takmarkað barneignir með grös-
um?
Ég veit ekki hvort það var hægt hér á
Norðurlöndum, það er mjög líklegt þó
að ekki sé getið um það beint. En slíkt
var til að konur gátu komið í veg fyrir
frjósemi með grösum til forna. Oftar var
þessari kunnáttu samt beitt til að auka
frjósemi eða gera konur frjóar sem
höfðu ekki getað átt börn. Éinnig að
hjálpa til við barnsburð, þar virðist hafa
verið til mikil kunnátta. Og eins furðu-
mikil í sambandi við lækningar á sárum,
þar hefur einmitt jurtaþekkingin komið
að gagni við að sótthreinsa sár. Þess eru
dæmi frá þessari öld að læknir úti á landi
sem ekki hafði sótthreinsandi lyf til að
gera að sárum fór upp fyrir tún og sótti
dýjamosa og lagði við sárið, það reyndist
hið besta sótthreinsunarefni. Allt þetta
er til í náttúrunni og þekking á þessu
hefur verið mikil til forna, bæði til mann-
eldis og lækninga. Ég þekkti til dæmis
vel hvað hægt er að gera með lauk sem
er sótthreinsandi og sumt settu menn of-
an í sig til að lækna magakvilla og brjóst-
þyngsli og annað sem sótti á fólk og gerir
enn í dag.
Nú, og sumt var líka gert úr jurtum
sem var kannski ekki beint lækningarlyf
en notað til að bæta skaplyndi manna,
sem sagt að brugga mjöð. Stundum varð
hann svo sterkur og mikið notaður að
hann spillti skaplyndi manna, það þekk-
ist nú enn!
-Viltu segja mér eitthvað frá draum-
unum og hvernig þeir endurspegla lífið
og hið yfirskilvitlega?
Á heiðnum tíma lögðu menn mjög
mikla rækt við drauma og mikil virðing
var borin fyrir þeim sem voru ber-
dreymnir, það gátu verið bæði konur og
karlar. Mönnum þótti það ákaflega mik-
ils virði ef þeir gátu orðið eitthvað vitrari
af því sem þeir lásu út úr draumum. Eins
og í dag dreymdi menn þá fyrir atburð-
um, veðri og smátíðindum og það kemur
fram í sögunum að draumar hafi stækk-
að og aukist fyrir stóratburði. Þess getur
víða í gömlum sögum að menn dreymdi
mikið fyrir voveiflegum tíðindum, sér-
staklega orustum, sem virkuðu mjög
sterkt á hugarfarið þegar ljóst var að
þetta myndi dynja yfir. í Sturlungu og
eins á kristnum tíma dreymir menn mik-
ið fyrir stóratburðum, sérstaklega er það
áberandi fyrir Örlygsstaðabardaga, og
þeir draumar sem eru mikið varðveittir í
stuttum vísum eru ákaflega heiðnir í
sinni merkingu. Mér finnst það einkenni
á þessum fyrirburðadraumum í Sturl-
ungu hvað þeir eru heiðnir, bæði í orða-
lagi og myndum. Þar er gjarnan um að
ræða sýn, menn sjá tröll eða torkenni-
legar vættir í draumnum, stundum
mannshöfuð, og þessi fyrirburður fer
með vísu, ógnvekjandi vísu sem bendir
til þess sem framundan er. Ég sé enga
ástæðu til að rengja það því sagan er
skrifuð af samtíðarmanni, Sturlu Þórðar-
syni, sem var meira að segja þarna við-
staddur og tók þátt í bardaganum, svo ég
haldi áfram að tala um Örlygsstaðabar-
daga. Hann hafði mikla trú á draumum
HEIMSMYND 95