Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 84
einn af þekktustu stórkaupmönnum Reykjavíkur, en þriðji
Magnús Magnússon stýrimannaskólakennari, síðar togara-
skipstjóri og útgerðarmaður. I yngsta flokki vann Adolf Lár-
usson, í næstyngsta Páll Nolsoy Patursson frá Færeyjum og í
næstelsta Eyþór Tómasson, síðar Kjaran. Herluf Clausen fékk
aukaverðlaun fyrir fimlegt hlaup.
HANDAVINGSIÐ VAR LÝTALEGA MIKIÐ
ísafold gagnrýndi slaklega stjórn á keppninni og sagði að
nokkuð hefði vantað á að stjórnendum væri hlýtt og væri það
ekki ný bóla í Reykjavík: „sumar meyjar jafnvel sýnt af sér þá
heldrimennsku að spígspora á skautum á sjálfu skeiðsvellinu
og skeyta ekki margítrekuðum
skipunum um að fara burt. -
Ekki tiltökumál þótt stórhöfð-
ingjar sumir hefðust líkt að.
Þeir eru hátt upp hafnir yfir lög
og reglur og lotningin fyrir
þeim svo takmarkalaus að ekki
má orða við þá að hlýðnast sett-
um reglum."
ísafold sagði ennfremur:
„Formaður félagsins, dr.
Björn Bjarnason, birti úrslitin
síðar um daginn á Tjörninni og
stjórnin afhenti verðlauna-
mönnunum gripina, en mann-
fjöldinn tók undir fagnaðaróp.
Formaður minntist nokkrum
orðum þessa atburðar, fyrsta
skautakappfarar hér á landi,
þótt í smáum stíl væri, og bað
áhorfendur ljósta upp árnaðar-
ópi fyrir skautalistinni.
Þá var dansað nokkuð (á
skautum) um kvöldið, tvenn
friggjarspor [lancier] með meiru
og þaðan farin armganga hring-
inn í kringum skeiðsvellið. Þá
heim.“
Blaðið bætti við:
„Það má heita stórmikill
skautahraði að fara 500 stikur á
ekki lengri tíma en 64 sekúnd-
um svo sem sá gerði er hraðast
rann (Eyþór Tómasson) þegar
þess er gætt að svellið var síður
en ekki ákjósanlegt og engum
hraðskautum til að dreifa, en
skautakappför annars staðar
ekki borin við öðru vísi en á
þeim. Það verður naumast sagt
að nokkur þeirra skautakapp-
anna, hafi runnið tiltakanlega
vel handavingsið lýtalega mikið
í stað þess að hafa hendur á
baki. En það er vitanlega skautunum að kenna (hraðskauta-
leysinu) og þar næst óvana. Svo að það er annmarki sem á fyr-
ir sér að hverfa furðufljótt.“
Næsta ár var mikið líf í skautahlaupinu. Veturinn 1909 til
1910 gaf Braun kaupmaður, húsbóndi L. H. Miiller, hálfrar
álnar háan silfurbikar til verðlauna handa þeim er fræknastur
yrði við kapphlaupin. Sigurjón Pétursson varð fyrstur til að
vinna hann. Annar kaupmaður í bænum, Th. Thorsteinsson,
gaf vandað drykkjarhorn til að keppa um á öðru móti.
DANSAÐ TIL ÁTTA UM MORGUNINN
Það sem háði auðvitað framgangi skautaíþróttarinnar í
Reykjavík var rysjótt veðurfar og suma vetur viðraði sára-
sjaldan þannig að hægt væri að efna til skautakapphlaups. En
Skautafélag Reykjavíkur var orðið eitt fjölmennasta félag bæj-
arins og varð brátt vettvangur hvers kyns skemmtana annarra.
Á sumrin var farið í útreiðatúra og oftar en ekki efnt til dans-
leikjahalds. Á þrettándanum 1911 hélt félagið til dæmis fjöl-
mennan dansleik á Hótel Reykjavík og var dansað til klukkan
átta um morgunin. Um vorið var annar dansleikur á vegum fé-
lagsins og var þá einnig dansað fram á rauðan morgun. Ingólf-
ur sagði: „Það munu hafa verið fáir sem ekki sáu sólina, er
þeir fóru heim í háttinn þann morgun, svona um líkt leyti og
aðrir skikkanlegir menn fara á fætur.“
Þegar kom fram á árið 1912 skipuðu stjórn félagsins eftir-
taldir einstaklingar: Olafur Björnsson, ritstjóri Isafoldar, sem
var formaður, Hallgrímur Benediktsson kaupmaður, Ingibjörg
Guðbrandsdóttir leikfimikennari, L. H. Muller verslunarstjóri,
Sigríður Björnsdóttir jungfrú
(systir Ólafs formanns) og Jón
Halldórsson bankaassistent.
í byrjun janúar 1912 hélt
Skautafélag Reykjavíkur veg-
lega 20 ára afmælishátíð. Efnt
var til blysfarar og ljósagangs á
hinum nýja íþróttavelli á Mel-
unum. Lagt var af stað með
blysin frá Austurvelli klukkan
sex síðdegis á sunnudegi og
haldið þaðan áleiðis vestur á
Mela „með synfón og básúnum
og trumbum.“ Þegar komið var
suður á íþróttavöll var flugeld-
um skotið og sýnd alls konar
ljósadýrð en hryssingslegt og
kalt veður dró þó úr skemmtun-
inni.
„FASHIONABLE NEWS“
Á þrettándanum var svo
skautafélagsballið og er til
skemmtileg lýsing á því úr blað-
inu Ingólfi. Undirfyrirsögn
greinarinnar er „Fashionable
News“. Sá sem skrifar kallar sig
Ingimund en það mun vera
Kristján Linnet sem þá var þrí-
tugur piparsveinn og starfandi
lögmaður í Reykjavík. Hann
skrifaði margar skopgreinar
undir þessu nafni og orti gam-
anbragi. Einna þekktastur
þeirra var Ó, Nikkólína sem
lýsir vel hinum kankvísa tíðar-
anda. Kristján varð síðar sýslu-
maður í Skagafirði og bæjarfó-
geti í Vestmannaeyjum og er
forfaðir Vernharðs Linnets út-
varpsmanns og djassunnanda,
Jóhönnu Linnet söngkonu,
Hlífar Svavarsdóttur ballerínu
og Guðrúnar Svövu Svavars-
dóttur myndlistarmanns. Hann segir í upphafi greinar sinnar:
„Allt unga fólkið, sem ekki enn er vaxið upp úr að skemmta
sér, er í Skautafélaginu. Það stendur á sama þó menn kunni
ekki hót á skautum, því það er ekkert inntökuskilyrði. Verra
er ef menn kunna ekki að dansa. Þá eru menn hafðir útundan
og ekki kosnir í nein embætti félagsins. En þeir sem dansa
best eru gerðir að formönnum, varaformönnum og þess hátt-
ar. Þess vegna eru líka Skautafélagsböllin fyrirmynd allra
balla og ekki síst að tala um að neinum takist að láta sér leið-
ast þar. Ég held nú síður - leiddist ykkur kannski á laugardag-
inn? En ég ætla nú að segja ögn frá því, svo að þeir sem ekki
voru við en lágu og hrutu heima í rúmum sínum, viti hvers
þeir fóru á mis.“
Ingimundur, eða öllu heldur Kristján Linnet, segir síðan frá
því að á ballinu hafi frú Zoéga fyrst séð um að koma öllum í
gott skap með fyrirtaks mat og gnótt ljúffengra vína til að
iK[iTiliM.||.M°I.M-l-l-|.|.|i|ii|.i.|.|.|.|.|.^l.l.l.l.l.l.rg
Skautafélag
REt/kjauíkur
'yba.u>ii«.’ap m ■
BljöBfærasláttífif-i dag
í
kL-Z.
v ríA.-’r*
Kueikt á Bllum lömpum kl,
Aögangseyrir: 0.25 fyrir fulloröna, 0.10 fyrir börn.
Félagsmenn greiða engan aðgangseyri, en beðnir eru þeir að
sýna félagsskírteini sin í hvert sinn.
Þeir er ganga vilja í félagið, geri svo vel að gefa sig fram við
hr. Hallgrím Benediktsson í verzi. Eöinborg eða
y hr. L. Miiller í Brauns verzlun.
Vetrar-kort sem gilöa frá 1. nóv. til 30. okt. kosta aðeins 2 kr.
<1
Menn eru kurteislega beðnir að fara rækiiega eftir þeim fyrir-
mælum félagsstjórnar, er nú skal greina:
1) Stefnið alörei gegn straumnum;
2) Hringbrautin er ætluð eingöngu til hraðhlaupa, en eigi til
svighlaupa né annara fimleiksrauna (sbr. »herrasving«,
»ðömusving« o. fl.). — Stanöið eigi i hópum á hring-
brautinni;
Gætið þess vanölega, er þér renniö yður á hringbrautinni,
að koma ekki í bága við þá menn, er temja sér hrað-
skrið til unðirbúnings væntanlegum kapphlaupum. Víkið
ætíð fyrir hraðskriðsmönnum, er þeir mælast til þess.
4) Fleygið alörei frá yður á svellið elöspýtum, vinðlastúfum,
ávaxtahýði, blöðum né öðru, er spiila má skeiðinu.
3)
Sfjórnin.
a.|.|.M.liM.I.I.I.8.1.l.l.iaM.Mg|.I.I.B.».|.|.|.|.|.|.|.-|ii|il
Auglýsing frá Skautafélagi Reykjavíkur veturinn 1907 til 1908.
84 HEIMSMYND