Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 93

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 93
Spurningin sem við stöndum uppi með er einfaldlega þessi: Eru hér á ferðinni tveir ósamrýmanlegir heimar þar sem annar er dæmdur til að lúta í lægra haldi eða geta þeir lifað í sátt og samlyndi og trú, „á sauðkindina og heilaga jómfrú“? Omengúð fortíðarhyggja er auðvitað best geymd á minjasafni. Eins er hætta á að hin nútímalega tæknihyggja, með allri sinni glerhýsadýrkun, muni hrynja til grunna eða stirðna sem saltstólpi, sæki hún sér ekki andlegan styrk í fortíð, sögu og menningu þjóðanna.B Barnið í forsjá. . . framhald af bls. 35 að leita þarf samþykkis aðila utan heim- ilisins þegar ákvarðanir eru teknar um hagi barnsins?. Því verður ekki neitað að barnið hlýtur að mynda sterkustu tilfinn- ingatengslin við það foreldri sem það býr hjá mestan hluta ársins. Þá er hugsanlegt að ósætti um hvernig haga skuli uppeld- inu leiði til togstreitu sem síðan kemur niður á barninu. Ef til vill er hér ekki um að ræða stökkbreytingu frá ríkjandi fyrirkomu- lagi. Abyrgð og dagleg umönnun er enn á hendi annars aðila, í flestum tilfellum móðurinnar. Það er hún sem fylgist hvað nánast með þroska og þeim breytingum sem verða hjá barninu. Væntanlega væri það hennar að hafa samband við föður- inn, sem í flestum tilfellum væri fyrrver- andi maki eða sambýlismaður, og bera mál upp við hann. Þetta kann að vera æði tímafrekt, jafnvel kostnaðarsamt og getur valdið óþarfa tilfinningaflækjum. Það getur verið afkáralegt fyrir aðila sem hafa tekið ákvörðun um að slíta samvist- um að þurfa að hafa mjög mikil sam- skipti og það væri bagalegt ef raunin yrði sú að kona væri meira og minna bundin af vilja þess manns sem hún hefur slitið samvistum við vegna réttar hans til að hlutast til um uppeldi barnsins. Þá má benda á að ákvæði sem þetta getur sett frelsi þess foreldris skorður sem barnið á lögheimili hjá. Vilji það til dæmis fara ut- an til náms verður það væntanlega að fá samþykki fyrrum maka því samþykki hans þarf fyrir búseturöskun barnsins. Atriði sem þessi verður vissulega að gaumgæfa þótt ætíð skuli bera hag barns fyrir brjósti. Réttarstaða þess foreldris sem barnið býr að jafnaði hjá verður eins og ein- stæðs foreldris til dæmis hvað skattalög og forgang að dagvistarrými varðar. Það tekur líka við meðlagsgreiðslum nema ef foreldrar vilja semja sérstaklega um ann- að. Sameiginleg forsjá er valkostur sem foreldrum stendur til boða. Það verður enginn neyddur til að ganga að slíku samkomulagi, né heldur skuldbundinn til að lúta því ef á daginn kemur að það reynist ekki heppilegt. Engu að síður má benda á að því geta fylgt vankantar ef þess er ekki nægilega gætt að uppfylla þörf barnsins til að tilheyra og vera hluti af heimili. Þá verður að gæta þess að setja ekki frelsi einstaklinga sem ákveðið hafa að slíta samvistum of þröngar skorður.B Sigga ■ ■ ■ framhald af bls. 55 vinna hjá pabba þegar maður var að byrja tónlistarferilinn, upp á það að geta fengið frí til þess að sinna tónlistinni." Og hún segir frá leyndarmáli sem hún hefur ekki opinberað áður: „Það er ekki bara Bjarni Arason sem hlustaði á Elvis Presley í æsku ég gerði það einnig,“ segir hún með áherslu. „Ég hlustaði rosalega mikið á hann þegar ég var að æfa mig sjálf heima í stofu. Ég reyndi að ná upp samskonar víbring í röddina og hann gerði. Hann var einnig mín fyrirmynd að mörgu öðru leyti þó ég hafi aldrei látið það uppi. Ég held að ég hafi átt hátt í 40 plötur bara með honum en ég vildi aldrei tala um þennan áhuga minn sennilega af því ég skammaðist mín fyrir að vera hlusta á svona gamlan karl. Það geri ég ekki lengur enda var maðurinn snilling- ur.“ Sigríður hefur alla tíð verið haldin krónískri bfladellu. Allt frá því að hún fór að hafa burði til pantaði hún að fá að þvo bfla föður síns. Sérstaklega fannst henni gaman að þrífa bflinn og bóna þegar hann var grútskítugur eftir sumar- ferðalögin. Og hún var ekki orðin 17 ára gömul þegar hún eignaðist sinn fyrsta bfl - Fiat 127: „Ég hef ekki tölu yfir allan þann fjölda bifreiða sem ég hef átt í gegn um árin. Þeir eru örugglega orðnir 15, ef ekki fleiri.“ Hún er af þeirri kynslóð sem hélt við á Hallærisplaninu um helgar, kynslóðinni sem hafði í engin skemmtihús að venda og varð því að ganga eða aka hring eftir hring um miðbæinn í leit að fjöri: „Ég minnist þess þegar við vinkonurnar sótt- um Hallærisplanið stíft hér á árum áður. Þá átti ég bflgræjur sem voru örugglega helmingi dýrari en bílinn minn. Ég er al- veg hissa að þeim hafi ekki verið stolið úr bflnum. Við keyrðum ævinlega niður í bæ um helgar með galopna glugga og tónlistina í botni og ærðum alla nær- stadda. Við vorum stundum reknar af Hallærisplaninu af löggunni því bílinn var farinn að menga svo umhverfi sitt. Slíkir bflar væru teknir úr umferð í dag.“ Hún er nýbúinn að skipta um bfl en það var vegna litsins á þeim gamla sem henni líkaði aldrei. Hann var grásanser- aður. I dag ekur hún um á glænýjum Colt, dökkbláum að lit. Hann stóð glans- andi fyrir framan íbúðina hennar sem er í nýrri en lítilli blokk. Eini karlmaðurinn sem býr í þeirri blokk er einnig tónlistar- maður. Hann er veitingamaður á Tveim- ur vinum og söngvari í hljómsveitinni Is- landsvinunum. Allir aðrir sem þar búa er makalausar konur, ungar sem aldnar. Næsta stóra verkefni Siggu Beinteins nálgast óðfluga en það er auðvitað Júr- óvisjónkeppnin sem haldin verður í Mal- mö í Svíþjóð 9. maí: „Það verður erfitt að standa undir fjórða sætinu. Nú ætlast fólk til meira af manni en áður. Við ætl- um auðvitað að reyna gera þetta eins vel og hægt er og höfum fengið til liðs við okkur enskan útsetjara sem tekur að sér að lagfæra lagið, útsetja það og stjórna því í keppninni. Hann kemur til með að hraða laginu og þar af leiðandi þarf að hanna nýtt myndband. Við þurfum því að hafa hraðann á.“ Það verður nóg að gera hjá henni næstu daganna því auk þessa er hún á fullu í plötuupptökum með Stjórninni sem tekið hefur stakkaskiptum og fengið reyndari liðsmenn í sínar raðir þá Friðrik Karlsson og Jóhann Asmundsson úr Mezzoforte og Halldór Hauksson sem er trommuleikari að norðan. „Við vildum fá eldri og reyndari tónlistarmenn til liðs við okkur sem væru til í að leggja mikið á sig og skilja að þetta er ekkert nema vinna og aftur vinna ef maður ætlar að ná árangri. Við stefnum hátt,“ segir hún ákveðin í að ná árangri fyrir utan land- steinanna enda verður varla hærra kom- ist á Islandi. En hvernig hafa tónlistar- menn það hér á Islandi? Hún segist ekki þurfa kvarta á meðan nóg sé að gera: „Venjulegur meðaltónlistarmaður hefur hins vegar ekki mikið meira en verka- mannalaun á mánuði. Sé maður þekkt andlit fær maður ýmis auglýsingatilboð en ég vil alls ekki leika né syngja í of mörgum auglýsingum. Þá fær fólk leið á manni.“ Hljómsveit Sigríðar, Stjórnin, mun verða baksviðs í Malmö og kemur Grét- ar Örvarsson til með að verða meira inn á sviðinu en í upphaflegu útgáfunni. Nú vita þau Grétar að hverju þau ganga og ætla þau því að vera duglegri við að koma sér á framfæri en síðast. Hún telur þarna þurfi að fara fram svipuð kynning og Friðrik Þór var með þegar hann kynnti Börn náttúrunnar dómnefndar- mönnum vegna Óskarsverðlaunaafhend- ingarinnar. „Maður þarf að reyna að fá sem mesta athygli alls staðar frá.“ Og hún laumaði því að mér að spákona ein hefði sagt við sig að hún og Sigrún Eva Ármannsdóttir, sem sumir hafa viljað líkja við hina norsku Júróvisjón sigur- vegara Bobbysoks, ættu eftir að komast ofar en í fjórða sætið. Sigga Beinteins trúir nefnilega á forlögin en mátulega: „Það er ótrúlega margt sem þessi spá- kona sagði við mig sem nú er að koma fram. Ég trúi ekki mikið á spádóma en þessi hefur verið ansi nösk.“ Það væri gaman ef Júróvisjón spádómurinn rætt- ist.B HEIMSMYND 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.