Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 62

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 62
GRÁAR FJAÐRIR til Nú ætti bleyjuinnkaup og leikskólabasl að vera að baki og farið að sjá fyrir endann á greiðslum af lánum til húsnæðiskaupa. Þegar loks gefst tóm til að líta upp fyrir önnum rennur sú staðreynd upp fyrir mörgum að starfsævin er að verða hálfnuð og draumarnir hafa sjaldnast ræst að fullu. Vonbrigði kunna að grípa um sig meðal þeirra sem ekki hafa náð jafn langt í starfi og þeir hefðu kosið því yngri menn og konur, full metnaðar, hafa bæst í hóp þeirra sem slást um bitana á vinnumarkaðnum. Það tóm sem skapast verð- ur mörgum tilefni til að staldra við, líta yfir farinn veg og huga að framtíðinni. Örvæntingafull tilraun sumra til að grípa síðasta tækifærið til að teyga af brunni æskunnar get- ur orðið allt að því hjákátleg og á tæplega upp á pallborðið nú á dögum. Þessi árátta hefur þótt loða við karlmenn um fimmtugt og oft verið nefnd „grái fiðringurinn“, sérkenni- leg tilraun til að upplifa tíma sem er liðinn og sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir séu ennþá ungir. í dag er í tísku að horfast í augu við aldurinn en gera það sem hugur- inn býður burt séð frá því hvað kennitalan segir. I þessari afstöðu til sjálfs sín og aldurins felst ef til vill helsta að- dráttarafl þessa aldurshóps. Þetta er kynslóðin sem var á unglingsárunum þegar John F. Kennedy var skotinn til bana og fylgdist með blóðbað- inu því sem Bandaríkjamenn stóðu að í Asíu. Sambúð austurs og vesturs hafði kólnað mjög eftir síðari heimstyrj- öldina og Kaldastríðið var í algleymingi. Aðeins þeir yngstu tóku þátt í róstrum hippakynslóðarinnar, hinir fylgdust aðeins með. Þetta voru bítlabörnin. John, Paul, George og Ringo, voru fyrir mörgum nánast heilagar kýr. Það er tímanna tákn að fólk í þessum aldurshópi sem ekki finnst það hafa fengið það út úr lífinu sem það hefði kosið, telur sig hafa möguleika á að hefja nýjan starfsferil, jafnvel nýtt líf. Þetta fólk er ekki tilbúið til að eldast á sama hátt og foreldrar þess gerðu. Það þykir sjálfsagt að halda sér í formi, klæðast samkvæmt tískunni hverju sinni, þótt með árunum þyki við hæfi að klæðast vandaðri fatnaði úr betri efnum. Þá má ekki gleyma andlitslyftingunum, sem reynd- ar eru ekki lengur ókeypis hér á landi, en þykja ekki lengur tiltökumál. Hvers vegna ekki að notfæra sér þá möguleika sem vísindin bjóða upp á ef það má verða til þess að auka lífshamingjuna?B 62 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.