Heimsmynd - 01.04.1992, Side 46

Heimsmynd - 01.04.1992, Side 46
Glæsilegt úrval af úrum, klukkum og loftvogum, ennfremur gull og silfurvörum. Önnumst viðgerðir á allskonar klukkum og úrum. Sérsmíðum gler á allar tegundir úra. Póstsendum. ÚRSMIflUR VEUUSUNDI 3 b, v/Hallærisplan S: 13014 fegurð < _i 'O Brúnhærð Hófí LITAÐ HÁR kki er allt gull sem glóir og margar ljóskur eru alls ekkert ljóshærðar. Hinir má kæta með þeirri stað- reynd að brúnt hár er mjög í tísku núna svo ekki sé talað um rautt. Aflitun, í strípum til dæmis, er ekki lengur í hávegum höfð. Fagfólk mælir ekki lengur með hvítum stríp- um. Strípur í hári eru litaðar og með mildari litum en áður, jafnvel eru notaðir tveir til þrír litir á sama kollinn. Alheimsfegurðardrottningin okkar, hún Hófí, sem vann hug og hjörtu heimsins með sitt ljósa hár er orðin dökkhærð, alveg brúnhærð og ekki einu sinni með strípur.B Þrjár útgáfur af frægustu fyrirsætu heims, sem skiptir um hárlit eins og föt. FRÆGASTA LITAMEÐFERÐIN inda Evangelista, ein frægasta fyrirsæta samtímans, hefur ýtt þessari þróun af stað með því að breyta um hárlit eins og aðrir skipta um peysur. Upp- haflega var hún brúnhærð en fyrir þremur árum, þegar hún var að skjótast á toppinn lét hún klippa sig knallstutt og lita hárið á sér svart. í kjölfarið vildu allir láta klippa sig stutt. En þá lét Linda aflita svarta hárið og birtist á forsíðum tískublaðanna með glóhvítan koll. Allir urðu ljóshærðir. Fyrir ári síðan skaut hún öllum ref fyrir rass og birtist með eldrautt hár. Af hverju rautt? Jú, hún var að sýna fyrir Dior og hans blómaskeið var á stríðsárunum þegar stjörnur á borð við Rosalind Russel og Ritu Hayworth blómstruðu. Hvað næst? Ætli Linda hverfi ekki aftur til upprunans rétt eins og Hófi og birtist okkur brún- hærð, í sínum rétta lit.B 46 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.