Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 55
listarheiminum.“ Það sama segir hún um Todmobile og Syk-
urmolanna: „Þetta er allt fólk sem er að gera mjög góða hluti
og gæti alveg átt góða möguleika erlendis en það vantar bara
fjármagnið til að koma þeim á framfæri. Helstu möguleikarnir /'
felast í því að eitthvert stórt útgáfufyrirtæki fá trú á þeim eins |
og gerðist með norsku hljómsveitina A-ha á sínum tíma. \
Frami þeirra byggðist á óbilandi trú útgáfufyrirtækisins.“
Sigríður á líka sína drauma. Hún er ákveðin í því að eldast
sem söngkona og byrjaði ung að raula þó hugmyndir um sál-
fræði- eða jafnvel viðskiptanám hafi einnig skotið upp kollin-
um á unglingsárunum. Fjölmiðlafræðin hefur líka heillað
hana:
„Það blundaði alltaf í mér að verða söngkona. Ég var sídill-
andi mér sem barn og syngjandi þótt enginn utanaðkomandi
mætti í mér heyra. Ég lærði á píanó í þrjú ár en síðan fikraði
ég mig sjálf áfram í tónlistinni enda hafði ég ekki eirð í mér til
að vera undir þessum lærdómsaga."
Hvorki systkini Siggu, sem eru alls sjö talsins, né foreldrar
hennar þau Beinteinn Asgeirsson dúklagningamaður og Svava
Markúsdóttir húsmóðir hafa lagt stund á tónlist. En það var
píanó á heimilinu. Tónlistarrætur hennar má þó rekja til föð-
urættarinnar. Þar er að finna nokkur skyldmenni sem hafa
fiktað eilítið við tónlist: „Hvað sem bakgrunni mínum líður
var mér greinilega ætlað að snúa mér að tónlistinni. Þar hefur
allt gengið eins og í sögu. Frá því ég byrjaði að syngja opinber-
lega 18 ára gömul er eins og ég hafi fengið allt upp í hendurn-
ar, „ segir hún og virðist hissa á öllu saman. Ég skýt því að
henni að það hljóti að vera hennar hæfileikum að þakka: „Það
má kannski segja það,“ segir hún og setur upp hálf undarlegan
svip eins og hún hafi ekki gert sér grein fyrir eigin hæfileikum
fyrr og bara haldið að hingað til hafi velgegni hennar byggst á
heppni.
NO NAME
COSMETICS-
Sigríður er sannkallað náttúrubarn enda ljón í húð
og hár en ljón eru meðal annars samansett af blíðu
og metnaði, dugnaði og leti og svolitlum egoisma:
„Eg er dæmigert ljón með alla þessa eiginleika.
Þetta er besta merkið," fullyrðir hún. „Er ekki sagt
að ljónin séu athyglissjúk? Vilji alltaf vera í miðj-
unni. Nei annars, ég er ekki athyglissjúk. í bransa-
um er sagt að maður þurfi alltaf að vera að láta sjá
sig hér og þar til þess að fólk taki eftir manni. Ég
hef aldrei verið fyrir það. Þetta er bara eins og
hvert annað starf og þegar ég er ekki að vinna þá
líður mér best heima hjá mér í ró og spekt.“
Að undanförnu hefur verið lítill friður heima hjá henni og
þurfti hún nýlega að verða sér úti um leynisímanúmer: „Það
var allskonar lið hringjandi í mig allan sólarhringinn, krakkar
að biðja um þetta og hitt í tengslum við hljómsveitina og karl-
ar að bera fram bónorð." Ein stúlka hefur til dæmis sent til
hennar bréf á þriggja vikna fresti þar sem hún tjáir Sigríði
raunir sínar. Og nýlega hringdi í hana sjómaður sem sagði
hana ákkúrat sína týpu: „Hann vildi giftast mér og sagðist eiga
nóg af peningum. Og ekki alls fyrir löngu fékk ég símhring-
ingu frá virðulegum stórfyrirtækjaeiganda hér í bæ sem ég
ætla ekki að nafngreina en hann vildi endilega fá að hitta mig.
Hann sagðist hafa hugsað mikið um mig og við ættum örugg-
lega vel saman.“ Hún segir hann hafa hringt frá kaffistofu á
miðjum degi í miðri viku og vildi hitta hana í kaffi: „Hann var
ekki fullur á einhverjum dansleik á laugardagskvöldi,“ bætir
hún við. „Maður skilur ekki hvað sumt fólk er að hugsa. Og
aumingja amma mín og nafna sem er orðin 78 ára gömul. Fólk
er síhringjandi í hana haldandi að hún sé ég þrátt fyrir að í
símaskránni standi Sigríður Beinteinsdóttir húsfrú. Ég er sko
engin húsfrú,“ segir hún og hlær sem fyrr.
A unglingsárunum vaknaði tónlistaráhuginn fyrir alvöru og
þrettán ára gömul var hún búin að eignast sín fyrstu hljóm-
flutningstæki enda byrjaði hún fljótlega að vinna sér inn aur
hjá föður sínum sem er dúklagningamaður. Sigríður hefur
einnig starfað sem dúklagningamaður um tíma þó hún hafi
enn ekki lokið prófi í þeirri iðn: „Það var mjög þægilegt að
framhald á bls. 93
FEGURÐ MEÐ h
Is 1
HEIMSMYND 55