Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 72
annarra skyldra stofnana var lokað og
sjúklingarnir sendir út í lífið með lítið
annað í veganesti en lyfseðil í næsta
apótek. Þetta folk er meðal þeirra sem
fylla flokk heimilislausra. Geðsjúkir ein-
staklingar hafa í sumum tilvikum framið
hroðalega glæpi.
I annan stað hefur neysla fíkniefna
aukist svo á síðastliðnum áratugum að
réttara er að tala um plágu en vandamál.
Þegar fólk er bókstaflega á valdi fíkni-
efna verður það gersamlega ófært um að
hugsa um annað, og afleiðingin er sú að
það getur hvorki hugsað um sjálft sig né
aðra og verður því byrði á hinum. Við
þetta bætist svo stórfelldur niðurskurður
stjórnvalda á framlögum til húsnæðis-
uppbyggingar af hálfu hins opinbera svo
sífellt fleiri Bandaríkjamenn eiga engan
annan samastað en götuna. I stjórnartíð
Reagans voru fjárframlög til húsnæðis-
mála skorin niður um áttatíu prósent.
A sama tíma og framboð á leiguhús-
næði fyrir láglaunafólk hefur bókstaflega
hrunið, studdi ríkisvaldið með skatta-
ívilnunum svonefnda enduruppbyggingu
á borgarhverfum, kostaða af einkaaðil-
um. Þessi enduruppbygging er í daglegu
tali nefnd „gentrification", en það hug-
tak mætti þýða lauslega „upparnir taka
yfir“. Enduruppbyggingin felst í því að
fasteignaeigendur hafa sagt fyrrum leigu-
tökum upp, lagfært húsnæðið og leigt
það síðan aftur á tvöfalt til þrefalt hærra
verði. I New York er til dæmis ekki óal-
gengt að þriggja herbergja íbúð sem fyrir
enduruppbyggingu var leigð á 20 þúsund
íslenskar krónur fari upp í 60 þúsund ís-
lenskar krónur. Fyrir dæmigerða fjöl-
skyldu sem er með árstekjur sem jafn-
gilda opinberum fátækramörkum (tæpar
í 60 þúsund íslenskar krónur.
Fyrir dæmigerða fjölskyldu sem er
með árstekjur sem jafngilda opinberum
fátækramörkum (tæpar 700 þúsund ís-
lenskar krónur) eða þaðan af minna, er
erfitt að láta þetta dæmi ganga upp. Nú-
verandi ríkisstjórn hefur fetað dyggilega
í fótspor Reagans og haldið áfram niður-
skurði til félags-, heilbrigðis- og mennta-
mála og jafnframt lagt sífellt meiri byrð-
ar á fylkis- og borgarstjórnir. Efnahags-
kreppa undanfarinna missera hefur enn
frekar ýtt undir þessa þróun. Gjaldþrot
fyrirtækja og stórfelldur samdráttur hef-
ur einnig leitt til stóraukins atvinnuleys-
is. Síðan þessi yfirstandandi efnahags-
samdráttur hófst hefur
tala atvinnulausra aukist
um 2,1 milljón og eru
rétt tæpar níu milljónir
Bandaríkjamanna nú at-
vinnulausir eða sem nemur um 7 pró-
sentum. Upp undir tuttugu og fimm
milljónir manna drýgja nú afkomu sína
með svokölluðum matarmiðum (food-
coupons). Matarmiðar eru eins og nafnið
bendir til eins konar gjaldmiðill sem ein-
göngu er hægt að kaupa mat fyrir. Þetta
form félagslegrar aðstoðar sem veitt er
fólki undir ákveðnum lágmarkstekjum
var til skamms tíma einungis notað af