Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 73

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 73
þeim sem voru á félagslegri framfærslu en það heyrir sögunni til. Ef heldur fram sem horfir bendir allt til að fátækt aukist og í kjölfarið verði heimilisleysi hlut- skipti enn fleira fólks. Ef litið er aftur, sérstaklega á New York borg, kemur i ljós að hér eru í gildi lög frá eftirstríðsárunum sem banna hækkun á leigu, nema því sem nemur verðbólgu svo lengi sem sömu leigutakar eru í húsnæðinu. Mörg dæmi eru um að eldra fólk búi í húsnæði sem er í raun orðið allt of stórt fyrir það en þetta fólk hefur ekki efni á að flytjast í minna. Pví ef fólk er með áratuga gamlan leigu- samning er leigan oftast nánast hlægilega lág, meðan litlu íbúðirnar sem hafa skipt miklu hraðar um leigjendur hafa stöðugt hækkað í verði. Pessi lög ásamt stórhækkuðu fasteigna- verði hafa leitt til þess að gírugir fasteignaeig- endur hafa gripið til ör- þrifaráða. í von um að fasteignaverðið hækki í hverfinu hafa eigendur sagt upp leigjendum. A meðan beðið er eftir þessari hækkun leyfa þeir húsunum að grotna niður eða hreinlega kveikja í þeim til að fá peninga út úr trygging- um. I New York borg getur að líta heilu og hálfu borgarhverfin mannlaus en dæmi um það er Lower East Side á Manhattan þar sem fjöldi húsa hefur „orðið eldinum að bráð“. Sömu sögu og verri er að segja af hverfum eins og Suður-Bronx og austurhverfinu í Brook- lyn en þessi hverfi líkj- ast fremur Beirút eftir borgarstyrjöldina en velferðarríkinu Amer- íku. Áætluð tala þeirra íbúða sem ekki er búið í af þessum sökum eða öðrum er um eitt hundrað þúsund. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Hátt á annað hundrað þúsund manns eru heimilislausir í New York. Heimilisleysi er vandamál sem er orðið svo aðkallandi hér í borginni að maður flettir varla dagblaði án þess að rekast á grein um málið. I yfirstandandi efnahagskreppu og niðurskurði karpa stjórnmálamenn hver við annan. Yfir- völd fylkisins karpa við alríkisstjórnina í Washington, borgaryfirvöld þrefa við fylkisstjórnina og virðist sem hver varpi ábyrgðinni yfir á hinn. Pó stjórnir borgar og fylkis greini á um leiðir eru þær þó sammála um að brýn nauðsyn sé til að stemma stigu við vandanum. Vissulega er verið að reyna. En um leið og vandinn eykst dag frá degi virðast lausnirnar því miður alltof oft einhverskonar plásturs- lækningar. Pað er til dæmis álitamál hversu mikil lausn er í því fólgin að senda út aukalið lögregluþjóna til að reka heimilislaust fólk út úr lestum og af lestarstöðvum ef það sér ekkert annað athvarf en guð og gaddinn. Það hreinsar þessi óþœgindi úr augsýn okkar hinna, sem um fara, en er í raun varla annað en tilfærsla á vandanum. Er þá í engan stað að venda fyrir þetta fólk? Jú, borgin hefur á sínum vegum neyðarathvörf sem tekið geta á móti um þrjátíu þúsund manns. Um tíu þúsund manns eru í athvörfum sem ætluð eru einstaklingum og eru karlmenn þar í yf- irgnæfandi meirihluta. Hin tuttugu þús- undin eru fjölskyldur með börn. Álgeng- ast er að þetta séu ungar, einstæðar mæður með tvö til þrjú börn, allt frá hvítvoðungum til barna sem eru að nálg- ast unglingsaldur. Auk opinberra yfir- valda hafa kirkjur og samkunduhús Gyð- inga víðsvegar um borgina tekið höndum saman og sett upp gistiathvörf í kjöllur- um sínum og hýsa þar um fimmtán hundruð manns daglega. Neyðarmötun- eyti, svonefnd soup-kitchen eða súpueld- hús, þar sem þetta fólk getur íengið mat eru starfrækt af borginni, góðgerðars’am- tökum og söfnuðum. Pó ótrúlegt megi virðast þá hefur um fimmtungur heimilslausra atvinnu, ýmis heils- eða hálfsdagsvinnu, en launin eru of lág til að mæta leigukostnaði. Áætlað er að í New York borg séu einnig um hundrað þúsund fjöl- skyldur sem búa inn á annarri eða öðrum fjöl- skyldum, þar sem tvær til þrjár fjölskyidur hreiðra um sig í íbúð einnar. Oft er þetta fyrsta skrefið í átt að neyðarathvarfi, enda hefur það sýnt sig að um helmingur þeirra fjölskyldna sem í at- hvörfin koma hafa búið við þess konar aðstæð- ur. Athvörfin sem ætl- uð eru til skammtíma- dvalar verða oft á tíð- um langtíma bústaðir margra, hvort heldur fjölskyldna eða ein- staklinga. Ekki er óal- gengt að fjölskylda dvelji í rúmt ár í at- hvarfi. Á þessum tíma er þeim gjarnan þvælt á milli mismunandi staða, og mál þeirra veltast um í kerfinu á meðan hugmyndin um heimili er ekki nema fjarlægur draumur. Mikill styr hefur staðið um rekstur þess- ara athvarfa og sýnist sitt hverjum. Til skamms tíma ægði sam- an ólíkasta fólki, þar sem börn voru höfð innan um geðsjúklinga og eiturlyfjaneytendur. Opinber yfirvöld hafa undanfarið tekið hönd- um saman og gert átak í því að setja upp neyð- arathvörf handa geð- sjúkum og finna eitur- lyfjaneytendum og eyðnisjúklingum samastaði. Framlag góðgerðasamtaka til málefna heimilislausra hefur líka verið ómetanlegt. Ennfremur liggur fyrir frumvarp frá meirihluta borgarastjórnar þar sem meðal annars er lagt til að öll umferð eiturlyfja og áfengis verði strang- lega bönnuð og þeim sem eiga við fíkni- efna- eða áfengisvanda verði vísað á meðferðastofnanir. Flestir eru einnig framhald á bls. 94 Þó að ótrúlegt megi virðast þá hefur um fimmtungur heimilis- lausra atvinnu, en launin eru of lág til að mæta leigukostnaði . HEIMSMYND 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.