Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 90

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 90
„Af hverju verður fólk ástfangið? Af hverju lætur það ekki bara venjulega kynhvöt ráða og hættir að hugsa um þessa rómantísku ást? Þetta virðist spretta af þörf sem við getum ekki skýrt en grípur okkur svona sterkt. Ætli trúin sé ekki einhver útrásarþörf og aðdráttarþörf jafnframt. Við finnum að tilveran endar ekki þar sem þekkingin nær, það er til eitthvað miklu fjarlægara sem við leitum. " - Þú hefur alla tíð haft töluverð tengsl við ungt fólk, Svein- björn. .. Já, það er rétt. Kannski má segja að ég sé opnari gagnvart yngra fólki en því eldra. Sumt það sem ég hef gert með ungu fólki hefur verið í tengslum við skáldskap og skáldskaparlegar hugmyndir, beint eða óbeint. Ég hef stundum verið fenginn til að kveða á samkomum þar sem rokkhljómsveitir eru að spila. Ef við styttum þetta í rímur og rokk þá er einhver skyldleiki þarna á milli, kringumstæður aðrar og uppbygging allt önnur. En ég hef haft gaman af því að kynnast fólkinu sem flytur þessa tónlist. Og það er gaman að koma fram með því, það dettur allt í dúnalogn og verður steinhljóð á meðan ég er að kveða. Mér hefur fundist fólk taka því mjög vel, það er alls ekki hneykslað á þessari tilbreytingu. Það skemmtilega við nútímann er að hann getur tekið á móti ólíkum hlutum, hvort sem þeir eru tengdir fornöld eða nútíð, og auðvitað er öll nú- tíð tengd fornöldinni líka, jafnvel rokkið. Á seinni tímum blandast inn í þessi samskipti umræður um ásatrú og hugmyndafræði hennar, ungt fólk er mjög forvitið um þá hluti. Yngra fólk hefur mikinn áhuga á dulrænum fræð- um frá ýmsum sjónarhornum. Þetta er bylgja sem gengur yfir, en samt kemur þarna margt fram sem er forvitnilegt og lyftist stundum yfir þetta fáfengilega kukl, spádómadútl og þess háttar. Þetta vekur ýmsar hugsanir og gæti komið eitthvað gagnlegt út úr því. -Hvernig kom það til að þú gerðist ásatrúarmaður? Hugmyndirnar um trúna fékk ég í mig gegnum skáldskap- inn, ekki síst annarra skáldskap; hann þlandar sér inn í allt sem ég geri, hvort sem það er að trúa, vinna eða annað. Þær hafa síðan samlagast mínu hugarfari og orðið að því sem ég kalla ásatrú og eru einhvers konar trúarbrögð. Skáldskapurinn hefur að minnsta kosti gert mér kleift að hugsa þetta og hagnýta sem trúarbrögð og ég hef reynt að færa það í þann stíl sem því hæfir. Trúin hefur orðið til að auka mér og jafnvel öðrum kjark, hún hjálpar mönnum til að gera sér grein fyrir gildi þeirra, hvers fyrir sig. Mér finnst það vera viðhorf ása- trúarmanns að hann sé ekki varnarlaus og máttlaus gagnvart goðunum heldur sé hann fullgildur aðili í viðskiptum sínum við þau. Goðin eru ekki almáttug og það er maðurinn ekki heldur. En það má sækja ýmislegt gott til goðanna. Og ef menn trúa ekki á þau geta þeir sótt til þeirra hugmyndir sem trúin hefur byggt upp. Þannig er það líka með skáldskapinn, þótt hann sé ekki raunverulegur byggir hann upp krafta og hugmyndir sem menn geta haft gott af. Þannig er trúin og skáldskapurinn eitt og hið sama. -Á trúin miklu fylgi að fagna um þessar mundir? Ég efast um að fólk hafi nokkurn tíma verið trúaðra en ein- mitt núna. Það trúir kannski ekki eins kerfisbundið og áður var þegar allt var gert eftir fyrirskipun, að svo miklu leyti sem það var hægt. En mér virðist af því fólki sem ég hef einhverja hugmynd um, bæði hérlendis og í nálægum löndum, að þar sé einhvers konar trú ekki síður sterkur þáttur í tilfinningum og hugmyndum fólks heldur en áður var. Það lýsir sér í einhverri leit. Fólk skynjar þessa hluti sem tengjast trúnni, það fær ekki beinar vitranir kannski, það hefur aldrei verið mikið um slíkt. En það skynjar þó að rök tilverunnar enda ekki þar sem þekk- ingin nær. Og það er að leita. Það fer nokkuð hver sína leið og reynir að hafa stuðning af öðrum, en trúarþörf og trúarlöngun er ekki síður ríkjandi nú en áður var. Það er alltaf einhver hópur sem þykist vera eða er á móti allri trú og sér ekkert í henni nema grillur, en sá hópur er ekki fjölmennur. Maðurinn virðist ekki geta verið án einhverrar trúar. Jafnvel þótt hann reyni að afneita því öllu getur hann ekki lifað án þess að hafa einhverja trú. Ég útskýri það fyrir mitt leyti þannig að það séu einhver öfl, ef til vill nokkuð fjarlæg, sem hafa áhrif á mannlíf- ið og jafnvel allt líf á jörðinni. Þetta skynja menn og það verð- ur þeim að trú af því þeir vita ekki hvað það er. Þetta sam- band er ekki síður sterkt núna en áður var. Fólk er ákaflega mikið að leita, reyna að sjá út fyrir þennan venjulega sjóndeildarhring. Það gerir sér grein fyrir því að til- veran er ekki öll eins og við sjáum hana. Þessi skynjun býr í öllu fólki, bæði frumstæðu fólki og öðru. Hinsvegar hefur vís- indastefnan lengi verið að drepa hana niður. Það bar kannski meira á því framan af þessari öld að allt átti að skýra út frá vísindalegu sjónarmiði. Ef menn komu með kenningar um lrf- ið og tilveruna á víðara sviði voru þeir mjög harðir á því að þetta væru vísindi en ekki trú, þó mikið af því hafi síðan ekki reynst nein vísindi. En það eru margir sem trúa því að til séu aðrir heimar. Sumir hafa fundið einhverja staðfestu í trúnni en gjarnan skorðast dálítið óþyrmilega og lokast um leið fyrir öllu öðru. Megnið af fólki er samt horfið frá trúleysinu og unir ekki við það. Stundum finnst manni að trúin á fyrri tímum hafi drepið niður trúna, þ.e.a.s. hin stjórnskipaða trú, fest í rammar skorð- ur af páfum, klerkum og valdsmönnum sem notuðu hana til að stjórna fólki. En það drap niður hina raunverulegu trú og trúarleit, menn fóru þá að trúa eftir einhverju kerfi. -En hvað fær fólk til að leita svo ákaft að öðrum heimi, ann- arri tilveru? Er það ósátt við þann heim sem það býr í eða er þetta mönnum eðlislægt? Það væri gaman að geta skýrt þetta. Af hverju verður fólk ástfangið? Af hverju lætur það ekki bara venjulega kynhvöt ráða og hættir að hugsa um þessa rómantísku ást? Þetta virðist spretta af þörf sem við getum ekki skýrt en grípur okkur svona sterkt. Ætli trúin sé ekki einhver útrásarþörf og aðdrátt- arþörf jafnframt. Við finnum að tilveran endar ekki þar sem þekkingin endar, það er til eitthvað miklu fjarlægara sem við leitum. Þörfin fyrir samfélag er takmarkalaus eins og vísindin segja okkur að heimurinn sé. Við eigum okkur engin takmörk. Við erum samt auðvitað takmörkuð, bundin blettinum sem við stöndum á og starfsvettvangi. En hin eiginlegu takmörk eru ekki til. Þetta verður okkur að trú og samskonar hug- myndum. Þekking á einu sviði kallar bara á fleiri spurningar. Sá maður sem reynir að bæla niður hjá sér trúhneigðina hlýtur að vera eins og blóm undir dalli sem hvolft hefur verið yfir það. Það getur sótt næringu til rótanna en vantar það sem þarf að hafa frá loftinu og það vantar birtuna. Þetta kann þó að vera ýkt samlíking því maður sem afneitar öllu og viðurkennir ekkert nema það sem er vísindalega sannað er samt ekki laus undan þessari tilfinningu, hann getur ekki alveg lokað fyrir hana. Hann getur talað og skrifað þannig, en hann sleppur ekki við hana. 90 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.