Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 92

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 92
Eyðimerkurganga. . . framhald af bls. 18 upphlaup Jóhönnu er henni lofað tekju- jafnandi aðgerðum á móti, húsaleigubæt- um og öðru slíku. En það hefur ekkert sést til slíkra hluta enn. Jóhanna vill lítið um þetta ræða og segir efnahagsástandið of slæmt til að hægt sé að gera mikið í þessum málum einsog er. Og Össur og eyðimerkurkynslóðin í Alþýðuflokkn- um, sem hafði sett traust sitt á Jóhönnu, verður að horfa upp á það að hún hættir að styðja þau og situr einungis og bíður átekta. Aftur er kynslóðin munaðarlaus og sést á frægri afgreiðslu á skólagjalda- liðunum í fjárlagafrumvarpinu að þar var háð varnarbarátta. Skólagjöldin héldust inni í frumvarpinu alveg fram á síðustu stundu þrátt fyrir hótanir Össurar og hans manna. Einu sinni var Össur for- maður Stúdentaráðs Háskóla íslands. Þá gekk hann í kröfugöngu frá Háskólanum á þingpalla Alþingis og hélt þar fræga ræðu. Hann var þannig löngu búinn að halda sína jómfrúrræðu áður en hann var kosinn á þing. En það má ekki ávarpa þingheim ofanaf pöllunum - það er ekki til siðs. Það er heldur ekki til siðs að stjórnarþingmenn greiði atkvæði með breytingartillögum stjórnarandstöðunnar við fjárlagafrumvarp. En andstaðan kom einmitt með tillögu um að fella skóla- gjöldin út úr frumnvarpinu og þar sem Gísli Einarsson var á þingi fyrir Eið Guðnason og var á móti skólagjöldum þá hefðu þau fimm í þingflokki Alþýðu- flokksins getað fellt skólagjöldin útúr frumvarpinu. Þetta útspil stjórnarand- stöðunnar setti þau í mikinn vanda. Hugsanlega var Össur tilbúinn til að fara hina óhefðbundu leið en hann var ein- faldlega ekki í aðstöðu til þess. Hin hefðu ekki viljað ganga þá leið, sérstak- lega ekki Rannveig. Hann beið hinsveg- ar eftir því að Jón Baldvin færi að semja um þessi mál. En ekkert gerist, og Össur skilur ekki hvað er að gerast, vill fá svör frá Jóni Baldvin sínum nýja fóstra nótt- ina fyrir atkvæðagreiðsluna. En Jón Baldvin stendur bara upp, labbar út og segir ekki neitt. Það var ljóst að það átti - ef ekki vildi betur - að valta yfir þau í þingflokknum sem voru í andstöðu við skólagjöldin. Ekki var annað eftir en varnarleikur hjá Össuri sem félst í því að skólagjöld fengust einungis samþykkt á háskólastigi en ekki í framhaldsskólun- um. Þetta sýnir veika stöðu Össurar inn- an Alþýðuflokksins, hann kemur úr Al- þýðubandalaginu, hann er í veiku sæti í Reykjavík, Jóhanna bíður og styður eng- an á meðan og Össur situr í súpunni og þarf að halda þingflokknum saman. Þetta er líka lýsandi fyrir eyðimerkur- kynslóðina. Þar sem hún þó kemst áfram er hún ekki nógu sterk til að koma sínu fram. Það er alltaf valtað yfir hana af kynslóðinni á undan þrátt fyrir að fóstr- arnir hafi gefið eitthvað annað í skyn á einhverjum tímapunkti þar á undan. Þessvegna er þessi kynslóð svona laus í rásinni. Þessi sama kynslóð í Sjálfstæðis- flokknum valtar hinsvegar sjálf yfir aðrar kynslóðir með forsætisráðherrann í far- arbroddi. A meðan Össur á í þessum vandræðum gerast undarlegir hlutir í Al- þýðubandalaginu. Þar sem menn áður bárust á banaspjótum ríkir friður, sátt og samlyndi. Flokkurinn kom vel útúr Al- þingiskosningum eftir afhroðið í borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík og enn betur úr skoðanakönnunum á eftir. Eyðimerkurkynslóðin er tvístruð, annað- hvort farin úr flokknum eða hætt andóf- inu. Það eru einungis örfáir eftir sem eru enn í skotgrafarhernaði. Það er kald- hæðnislegt að þegar Jón Baldvin gafst upp á að sameina vinstri menn og gekk í eina sæng með Davíð þá tókst honum hinsvegar að sameina Alþýðubandalags- fólk. Flóttinn er hættur, búið að sam- þykkja ný lög og nýja stefnuskrá og ungt fólk kýs flokkinn og enginn veit af- hverju. Og ef til vill hefði Össuri bara gengið vel að komast áfram í þessum breytta flokki. En það er dílemma kyn- slóðarinnar á eyðimerkurgöngunni að horfa á grasið hinumegin girðingar. Birna Þórðardóttir og Ragnar Stefáns- son ganga sína eigin eyðimerkurgöngu þessarar kynslóðar líkt og fleiri fyrrum Fylkingarfélagar þeirra. En hið villuráf- andi einkenni kynslóðarinnar skolar þeim inní Alþýðubandalagið þar sem þau starfa í þeim anda að vera á móti þar til á landsfundinum síðastlið haust að þau lýsa því yfir að kröftum þeirra sé betur varið annarsstaðar. Þau voru mikið í andstöðu við Mörð og Má Guðmunds- son enda gerðust þeir aðstoðarmenn Ól- afs Ragnar í fjármálaráðuneytinu og fóru að berjast fyrir kerfið ekki gegn því. Alltaf má finna vafasama hluti þegar þenn komast í einhver völd, má þar nefna að ráðuneytið skuli hafa tekið gott og gilt 25 miljón króna veð í gagnagrunni Svarts á hvítu sem ríkið keypti svo nokkrum misserum síðar á litlar hundrað þúsund krónur. En Svart á hvítu er ein- mitt dæmi um erfiðleika kynslóðarinnar í viðskiptum. Þjóðlíf er annað dæmi og merkilegt að tímarit sem var búið að ná mjög mikilli útbreiðslu á Islandi fyrir fá- um árum skuli vera komið á hausinn. Þrátt fyrir vilja kynslóðarinnar til að taka markaðsöflin í sátt virðist erfiðara að læra á þau. Það er ekki nóg að hafa útbreiðslu ef menn vilja ekki borga vel fyrir góðar greinar eða halda úti blaða- mönnum að störfum. Vinstri menn eru einstaklega bóngóðir að gera hlutina fyr- ir lítið, það gengur bara ekki endalaust, á endanum hætta menn. Hinsvegar geta vinstri menn þetta líka einsog sterk staða Máls og menningar sýnir glögglega. Nú er það Alþýðubandalagið sem siglir lygnan sjó í innri pólitískum átökum- í bili að minnsta kosti - en það má búast við átökum í Alþýðuflokknum þegar fer að líða nær flokksþingi í haust. Þar er ekki ólíklegt að Guðmundur Árni Stef- ánsson ætli sér einhvern hlut þar. En hann gæti líka beðið til ársins 1994. Hann er af eyðimerkurkynslóðinni en hefur hinsvegar ekki tekið þátt í eyðimerkur- göngunni. Hann fór sveitarstjórnarleið- ina einsog Davíð. Það er ekki ólíklegt að eyðimerkurkynslóðin í Alþýðuflokknum eygi sinn Móses í Guðmundi Árna en það bíður haustins.B Lifir stjórnin?. . . framhald af bls. 12 standendur þessarar stjórnar ætluðu henni einmitt langt líf. Þeir töldu það hlutverk þessara tveggja flokka að leysa upp ríkisafskiptakerfið, sem hefur eflst og dafnað á tveggja áratuga samfelldum valdaferli Framsóknarflokksins síðan 1971. Sumir töluðu um að til þess þyrfti aðra tvo áratugi með Framsókn utan stjórnar. Með sama áframhaldi hlýtur sú spurning að vakna, hvort ríkisstjórnin endist út kjörtímabilið. Margir þeir, sem að þessari stjórn standa eru einlægir aðdáendur járnfrúar- innar, Margrétar Thatchers. Þeim væri hollt að minnast þess að tvær tilviljanir voru henni hliðhollar. Þegar atvinnuleys- ið var í hámarki í lok fyrsta kjörtímabils hennar, skall Falklandseyjastríðið á og sameinaði þjóðina að baki henni. Hins vegar efldist Frjálslyndi flokkurinn á kostnað Verkamannaflokksins með þeim afleiðingum að hún fékk hreinan meirihluta þingmanna út á ríflega 40 prósent atkvæða. Engin slík gustukaverk af hálfu Forsjónarinnar eru í sjónmáli fyrir ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Hún verður að byggja lífslíkur sínar einungis á sínum innri styrk.B Viðhorf. . . framhald af bls. 20 raunir af ýmsu tagi en hvort það var fyrir fjórum öldum eða í gær skiptir þá minna en engu máli. Við eigum okkur tón, sagnatón úr djúpi tímans, og þessi tónn er samofinn frelsinu, eða að minnsta kosti skilningi okkur á því. Það hefur verið bent á þá þversögn í fari okkar sem gistum þessa eyju að ann- ars vegar sé fortíðin okkur í blóð borin en að hins vegar gleypum við nútímann einsog hrá egg. Við lifum enn í fornum sagnaheimi og tjáum okkur í sögum og enn hittum við talandi skáld sem aldrei segja viðhorf sín nema á milli línanna í meitlaðri frásögn, en á hinn bóginn er varla til sú tækni- della sem ekki brunar um strætin og gef- ur þjóðsögunni um óspilltu sögueyjuna utan við siðmenninguna langt nef. 92 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.