Heimsmynd - 01.06.1992, Page 10

Heimsmynd - 01.06.1992, Page 10
STJÓRNMÁL FARMIÐIINN I 21. ÖLDINA einhversstaðar austur í Kyrrahafi er ríkiskríli, sem við íslendingar höf- um vel efni á að gera grín að - að minnsta kosti svona við fyrstu sýn. Það heitir Nauru, er 21 ferkíló- metri að stærð og er sjálfstætt lýðveldi innan breska samveldisins. Ibúarnir eru átta þúsund að tölu. Þeir lifa góðu lífi á þessari paradísarey sinni á því að moka skít, sem þeir svo skola af sér ásamt svitanum í ylvolgum öldum Kyrra- hafsins. A kvöldin og um helgar geta þeir svo slappað af undir pálmatrjánum, eða dansað húla-húla í blómskrýddum lundum á hinum byggða helmingi eyjarinnar. Eina auðlind Nauru-manna og útflutningsat- vinnuvegur er lag af fosfati, sem liggur um eyj- una þvera og endilanga nokkuð undir yfirborði. Sá galli er á auðlind þessari að fletta verður þunnu lagi af frjósamri gróðurmold ofan af fos- fatinu og grefst það síðan undir soraefnunum, sem eftir verða við vinnsluna og eru gersam- lega ófrjó og breytist það landsvæði því í eyði- mörk, þrátt fyrir hagstætt loftslag og önnur ytri skilyrði. Nú munu eyjarskeggjar þannig búnir að éta undan sér um helming sinnar heimaeyjar en restin er talin munu endast töluvert fram eftir næstu öld. Sá mun vera helstur munur á "•‘7 lU^frr; / ** Naurumönnum og okkur íslendingum, að þess- ar staðreyndir eru allar ljósar fyrir þeim, og þeir hafa því gert í tæka tíð ráðstafanir til að sjá sér fyrir öðru lífsviðurværi þegar þeir eru í bók- staflegum skilningi búnir að grafa eyjuna sína undan sér. Alllangt er síðan Naurumenn hófu að fjár- festa víðsvegar um heim fyrir hagnaðinn af skítnum sínum. Þannig munu þeir eiga stærstu bygginguna í Melbourne í Ástralíu, Nauru-hús- ið, auk skýjakljúfa og annarra stórhýsa í borg- um eins og Tókýó, New York, Singapore, Hong Kong, að ógleymdri móðurborg breska sam- veldisins, London. Ekki leggja þeir þó allt sitt í fasteignir, þótt þær hafi eðlilega forgang hjá fólki, sem horfir fram á það að hafa innan skamms enga jörð til að ganga á. Þeir hafa líka augastað á arðvænlegum verðbréfum hvers konar á hinum ýmsu kauphallarmörkuðum heimsins og hafa komið sér upp gagnaneti með fjarskiptasambandi um gervihnött til að geta gripið inn í gang mála fyrivaralítið á viðkvæm- um augnablikum og keypt eða selt sér til ábata eða til að firra sig tapi eftir því sem við á. Af sjálfu leiðir að þeir Naurumenn hafa neyðst til að mennta allmarga úr sínum hópi á sviði hag- fræði, viðskiptafræði, endurskoðunar og bók- haldskúnsta hverskonar, sem að gagni mega koma við svo umsvifamikla eignaumsýslu sem spannar allan hinn viðskiptavædda hluta hnatt- arins. Þeir fylgjast því vel með framvindu heimsmálanna og einkanlega hugsanlegum áhrifum þeirra á viðskipti hverskonar og hvern- ig líklegt sé að atburðirnir muni endurspeglast í kauphöllum og á verðbréfamörkuðum. Það læt- ur að líkum að þetta eru vinsælustu umræðu- efnin undir sveigðum krónum pálmatrjánna og á milli sundspretta í safírbláum sænum - að ógleymdum kaffi- og matartímunum í fosfat- námunni þeirra sælu. Jafnframt munu Nauru- menn orðnir einhverjir víðförlustu heimsborg- arar jarðkringlunnar á stöðugum þeytingi til umsjónar með eignum sínum. Þótt tölvur séu góðar eru þær ekki einhlítar. Eignamenn þurfa helst að vera forvitri og sjá fyrir viðbrögð manna á markaðnum, svo að þeir megi halda sínum hlut. Því hafa þeir Naurumenn á sínum snærum flugfélag, sem ekki mun gefa Flugleið- um eftir hvað snertir flugvélakost og víðáttu leiðakerfis og halda um víða veröld til að kynna sér háttu manna og siði til að vera við- búnir viðbrögðum þeirra í hinum ýmsu krepp- um, sem ríða yfir heiminn af og til. Naurumenn eru með öðrum orðum búnir að koma sér upp fyrirtæki, sem getur áfram haft þá á launaskrá þótt þeir sjálfir kippi núverandi afkomugrundvelli sínum undan sér með iðju sinni. Islendingar eru svo lánsamir að þurfa ekki að selja undan sér landið eða breyta því í eyði- eftir ÓLAF HANNIBALSSON 10 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.