Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 12

Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 12
mörk með lífsstarfi sínu. Ættu þeir um svo skýra kosti að velja hefðu þeir kannski á marg- an hátt hagað sér öðruvísi á undanförnum ára- tugum. Við höfum ekki valið þann kostinn að fjárfesta erlendis, enda eru heimsviðskiptin okkur flestum sem lokuð bók. Við höfum valið þann kostinn að fjárfesta á eyjunni okkar í mannvirkjum og tækni, sem litlum eða engum arði skila. Hvarvetna blasir við augum eyði- mörk offjárfestinga, sem eru jafn arðlausar og fosfatsorinn, sem þeir Naurumenn moka upp á eyjuna sína. Líklega höfum við varið einum 100 milljörðum í ónýtta eða vannýtta fjárfestingu í útgerð, í fiskvinnslu, í verslunar-, skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði, í landbúnað, í monthallir, sem ýmist snúast eða snúast ekki, að ógleymdum orkugeiranum sem hefur gleypt þriðjung þess- arar upphæðar til þess eins að snúa hverflum, sem ekkert annað tengist við. Pað köllum við að virkja orku fallvatnanna og sjáum eftir hverjum dropa vatns, sem til sjávar rennur óvirkjaður. í þessu fjárfestingaræði höfum við getað komið nær öllum íslendingum á launa- skrá, sem vettlingi geta valdið. Nú hefur þeirri launaskrá verið lokað - og það sem meira er: kjörorð hagræðingar er að útrýma öllu duldu atvinnuleysi, hreinsa af launaskránum alla, sem ekki geta sannanlega skilað arði með sínu bjástri. í þeim skilningi erum við byrjaðir að éta undan okkur landið eins og þeir Nauru- menn. Kannski hefðum við betur fjárfest þessa 100 milljarða króna erlendis, eins og þeir, og skapað allnokkur atvinnutækifæri við eigna- umsýslu víðsvegar um heiminn auk arðs til út- deilingar meðal innbyggjara landsins. Pví miður virðast veruleg rök hníga að því að stór hluti þeirra, sem að öllu eðlilegu hefði átt að auka íbúatölu landsins á næstu árum, verði að koma sér á launaskrá annarra þjóða framvegis; að við þurfum að vísu sárlega á að halda „farmiða inn í 21. öldina“ - en einungis aðra leiðina.B EKKI KLÆÐSKIPTINGAR Isíðasta tölublaði HEIMSMYNDAR var myndasyrpa undir yfir- heitinu AGNES OG ÖSP af tveimur ungum karlmönnum sem voru í eggj- andi kvenfatnaði. Þeir sem sátu fyrir á myndunum hafa komið fram á skemmtistöðum í Reykja- vík í svonefndum „Drag-Show- um“ og hafa verið kallaðir „Drag Queens“, sem ekkert ís- lenskt orð virðist ná yfir. Menn- irnir sem hér áttu hlut að máli brugðust hins vegar ókvæða við texta í inngangi þar sem talað var um klæðskiptinga. Enska heitið yfir klæðskipting er „transvestite" sem í ensk-ís- lenskri orðabók útleggst: klæð- skiptingur, karlmaður sem klæð- ist kvenfötum (eða öfugt), oft kynhverfur. Ungu mennirnir sem sátu fyrir á þessum myndum telja gróflega að sér vegið með notkun þessa orðs í tengslum við þá. Úr texta má lesa að þeir sem þarna sitja fyrir séu sjálfir klæðskiptingar. Pað var ekki sú hugsun sem lögð var til grundvallar heldur hitt að þessi myndaröð væri af karl- mönnum í kvenfötum og orðið klæðskiptingur notað samkvæmt því, alveg eins með tilliti til Agn- esar og Aspar, hinna ímynduðu persóna. Engar dýpri sálfræði- legar merkingar voru lagðar til grundvallar. Af hálfu ritstjórnar kom ekki til greina annað en að nöfn ein- staklinganna sem sátu fyrir kæmu fram í texta. Voru þeir látnir vita af því sem og að mynd af öðrum þeirra yrði á forsíðu. Þeir halda því á hinn bóginn fram að þeim hafi verið lofað nafnleynd en við það kannast ritstjórn HEIMSMYNDAR ekki. A það má einnig benda að þessir ungu menn hafa lengi komið fram opinberlega í svona búningum án þess að nokkur færi í grafgötur um hverjir væru þar á ferð. Þá fengu þeir að skoða allar myndir sem teknar voru af þeim og engin mynd var birt, sem þeir höfðu ekki sam- þykkt áður. Mennirnir sem hér eiga hlut að máli gengu einnig út frá því að textinn snerist um þessar kvenpersónur sem þeir leika á myndunum. En það varð einnig að vera ljóst að hér væru karl- menn á ferðinni í kvenklæðum og í því sambandi var orðið klæðskiptingur notað. Ætlunin var að birta léttan og gaman- saman texta í samræmi við eðli myndanna en þar sem auðvelt virðist að lesa annað og fleira úr þeim texta er HEIMSMYND ljúft og skylt að biðja mennina og alla aðstandendur þeirra af- sökunar á orðalagi textans. Það var ekki ætlunin að vega að þessum ungu skemmtikröftum. En Ijóst er af þessu að sá mis- skilningur sem þarna réði ferð- inni getur leitt til mistúlkunar og ritstjórn HEIMSMYNDAR harmar það. -Ritstj.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.