Heimsmynd - 01.06.1992, Page 14

Heimsmynd - 01.06.1992, Page 14
Nóri er sögupersóna í metsölubókinni Á slóð kolkrabbans eftir Örnólf Árnason, sem út kom hjá bókaforlaginu Skjaldborg fyrir síðustu jól. Nóri var helsti heimildarmaður höfundar um baksvið og leynda valdaþræði viðskiptalífsins. Samkvæmt bókinni er Nóri gamall skólabróðir höfundar, rösklega fimmtugur einhleypur lögfræðingur sem býr með móður sinni og aðstoðar hana við rekstur kvennærfataverslunar við Laugaveginn. Þeir félagar Örnólfur og Nóri halda áfram að hittast og skeggræða um margvísleg málefni líðandi stundar. r vergi á Vesturlöndum er siðleysi í opinberri þjónustu liðið af eins fáránlegu umburðarlyndi og hér á Islandi, segir Nóri. Hann stendur í útskotinu það- an sem sjá má bæði upp og niður ■/ \ i ' !>I ÍAk n l/ ' m" i s ■ vjj hl r Laugaveginn en horfir ekki út fremur en fyrri daginn. Eg sit hins vegar og sýp kaffi í útskorn- um sófa undir glannalegu, sólgulu og rauðu Blöndalsmálverkinu af Reykjavíkurhöfn með smágerð og þungbúin fjöllin á myndum Þórar- ins B. Þorlákssonar og Jóns Stefánssonar á veggnum gegnt mér. Sólarglenna varpar blóma- mynstrum stórisanna inn í stofuna eins og skuggamyndum. Og það glampar á gljáfægðar borðplöturnar og stytturnar frá félögunum Bing og Gröndal. Ég er staddur á heimili gamla skólabróður míns þar sem hann hefur átt heima alla sína ævi, eða jafnlengi og móðir hans hefur rekið verslun með kvennærföt handa fínum frúm á neðri hæðinni í þessu sama húsi sem margir segja að mamma hans hafi fengið í bætur fyrir að faðir hans átti erfitt með að gangast við hon- um. Búð Kristínar átti fyrir skömmu afmæli. í>á mátti sjá í blómum skrýddum gluggunum borða með áletruninni: Brjóstahöld í hálfa öld. Frænka mín, gift okrara sem er mikill fjalla- garpur og frábær söngmaður, á ljómandi snotra dóttur, segir Nóri og lagfærir laxableikt háls- bindi með sérkennilegum bláum táknum sem ég kann ekki skil á: Stelpurófan er ljóshærð með súkkulaðibrún augu, dálítið sjaldséð, enda eru allir karlmenn vitlausir á eftir henni. Hún er afskaplega gormælt og heitir Málfríður. Skinnið litla ætlar að fara að gifta sig prúðum og huggulegum sænskum manni af aðalsættum sem gegnir áhrifastöðu hjá Sænska sjónvarpinu. nóri er á vestinu. Hvít- og blá- röndótt skyrtan hans, ættuð af Jermyn Street er auðvitað brjóst- vasalaus með tvöföldum líning- um. Hann stingur þumalfingrun- um í vestishandvegina og leikur á ósýnilega harmóníku. Nóri horfir á mig ábúðarfullur og heldur áfram: Brúðguminn tilvonandi sagði mér í kaffiboði á Smáragötunni fyrir skömmu að kollegar sínir við sænska sjónvarpið væru al- deilis forviða á því hvernig dagskrárstjóri ís- lenska sjónvarpsins notfærði sér aðstöðu sína til að mylja undir sjálfan sig. Hann tröllriði öllum eftir ÖRNÓLF ÁRNASON

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.