Heimsmynd - 01.06.1992, Qupperneq 16

Heimsmynd - 01.06.1992, Qupperneq 16
norrænum sjónvarpsstöðvum, stofnunum og sjóðum þannig að enginn hefði séð neitt því um líkt fyrr. Hann Sveinn Einarsson? segi ég. Nei, ég á við Hrafn Gunnlaugsson eins og þú veist vel, segir Nóri: Sveinn heldur bara stóln- um hans volgum meðan Hrafn skýst frá að taka í skemmtilegri og betur borgaða vinnu. Sænski greifasonurinn, sem á að kynbæta fjölskylduna, sagði að spillingin á hinum Norðurlöndunum væri miklu „raffíneraðri“. Sænskir embættis- menn hygluðu kannski vinum og vandamönn- um, en varla sjálfum sér. Svo spurði hann hrútleiðinlegan ráðu- neytisstjóra, sem var að væflast þarna utan í okkur, hvernig stæði á því að yfirmenn Hrafns hjá Ríkisút- varpinu létu þennan frumstæða yfir- gang viðgangast. Ráðuneytisstjórinn sem er ættarnafnslaus og algert „nóboddf' sagði að það væri náttúrulega vegna þess að maðurinn ætti forsætisráðherrann fyrir fóstbróður. Var ekki annað á honum að heyra en að hann legði blessun sína yfir þetta fyrirkomulag og þú getur nú ímyndað þér hvernig það fór í viðkvæma fé- lagsvitund Svíans hennar Málfríðar litlu. Ráðuneytishrúturinn sagði að Hrafn væri stórkostlegur listamaður, heldur Nóri áfram, og það væri ekki nokkur leið að ætlast til þess að hann léti hæfileika sína ryðga á meðan hann fórnaði sér við að koma skipulagi á þá menn- ingarstarfsemi sem hann kæmist ekki yfir að inna sjálfur af hendi. Hrafn væri auk þess margra manna maki og því eðlilegt að hann tæki að sér margra manna starf og hefði margra manna laun. Alltaf varð Svíinn langleitari og langleitari en þó kastaði fyrst tólfunum þegar ráðuneytisstjórinn fór að segja drýgindalega frá því hversu góður kunningi fóstbræðranna hann væri og fengi stundum að vera í slagtogi við þá utan vinnutíma þegar þeir létu allan virðuleik- ann lönd og leið. Hann klykkti út með því að segja á slappri dönsku að sænskir félagshyggju- menn væru ekki hátt skrifaðir hjá íslenskum of- urmennum á sviði lista og stjórnmála. Pá var Svíanum nóg boðið og sagði að hon- um væri sannarlega ekki í nöp við Islendinga eins og best sæist á því að hann vonaðist til að eignast sem fyrst hálfíslensk börn. Hins vegar þyrftu íslendingar að athuga að það þyrfti að læra fleira en að borða með hníf og gaffli til að verða siðmenntuð þjóð. Og sumt hérlendis minnti meira á bananalýðveldi en upplýst sam- félag. Hin mörgu og ósamrýmanlegu embætti Hrafns Gunnlaugssonar ættu sér engar hlið- stæður svo hann vissi til, nema ef til vill þar sem í hlut hafa átt eiginkonur snælduvitlausra ein- ræðisherra. Eftir því sem hann vissi best væri Hrafn í senn formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, dagskrárstjóri inn- lends efnis og allrar framleiðslu RUV, persónu- lega væri hann langstærsti styrkþegi Kvik- myndasjóðs fyrr og síðar, stjórnarmaður í Kvik- myndasjóði, fulltrúi íslands þegar fjallað væri um sameiginleg sjónvarpsverkefni Norðurland- anna og um leið sá maður sem leikstýrt hefur langstærsta verkefninu af því tagi (Hvíta vík- ingnum), formaður Menningarsjóðs útvarps- stöðva sem útbýtir fé til kvikmyndagerðar á svipaðan hátt og Kvikmyndasjóður og nefndar- maður á vegum menntamálaráðuneytisins til að endurskoða kvikmyndalöggjöfina. Hvað heldur maðurinn að hann sé? ímelda Marcos eða Eva Perón? Nú kemur Kristín, móðir Nóra, inn í stofuna með háan hlaða af vöfflum og fleytifulla skál af þeyttum rjóma úr þykkum útskornum kristalli, hæfilega stóra til að lauga upp úr stálpað barn. Þessi góðviljaða kona er ekki ófríð en óneitan- lega stórskorin og luraleg. Hún hefur aldrei gifst og aldrei svo vitað sé gefið upp faðerni Nóra. Það verður hlé á samræðunum meðan Kristín setur kræsingarnar fyrir okkur. Það er auðvitað nokkuð til í því að Hrafn Gunnlaugsson er fjandi duglegur að bjarga sér, segi ég. Nóri þurrkar rjómann úr munnvikunum með harðstraujaðri, bróderaðri línservíettunni áður en hann tekur aftur til máls: Dóttursonur konu, sem einu sinni lá á sömu stofu og mamma þeg- ar verið var að saga af henni fóthorn á Landa- koti, er að reyna að hasla sér völl í kvikmynda- gerð. Hann tók magisterspróf í heimspeki við Svartaskóla áður en hann sneri sér að kvik- myndunum svo hann veit hvað hann syngur. Þessi efnispiltur segir að kvikmyndagerðar- menn skiptist í tvær fylkingar eftir því hvort þeir eru handgengnir Hrafni eða ekki. Enginn komist hjá því að taka afstöðu með eða á móti þessum Machiavelli íslensks menningar- og sjóðalífs, einkum þó eftir að hann smalaði nokkrum af helstu stjörnunum úr hópi „vinstri“ listamanna undir stuðningsyfirlýsingu við Dav- íð Oddsson í Mogganum hér um árið. Og þeim hefur öllum vegnað dæmalaust vel síðan. Þetta ku vera uppistaðan í því menningargengi sem Guðbergur Bergsson kallar „sæta liðið“. Hrafn sér um að útbýta rjómakökunum. Hættu nú þessu skollans rausi, Nóri, segi ég: Ég hef þekkt kauða frá því hann var unglingur. Það er satt að hann er fyrirferðarmikill og ætti auðvitað ekki að koma nálægt félagsstarfi eða skömmtun á opinberu fé því að hann er svo æv- intýralega mikill egóisti. Hins vegar þykir þeim, sem á annað borð þola hann, Krummi vera skrambi klár og skemmtilegur náungi. Og for- eldrar hans eru indælt og vel gefið fólk. hann er glúrinn eins og hann á kyn til, heldur Nóri áfram eins og hann hafi ekki heyrt orð af því sem ég var að segja: Og kostulegt að hitta á að gefa drengnum nafnið Hrafn. Sá fugl á ekki að heita ránfugl, þó hann leggist stöku sinnum á lömb, en hann er allra fugla skæðastur með að bera hitt og annað heim í hreiður til sín. Hvaða aðdróttanir eru nú þetta? segi ég: Fara ekki peningarnir, sem Hrafn fær úr sjóð- unum, bara í það verðuga verkefni að búa til bíómyndir um blóðsúthellingar forfeðra okkar? Nei, segir Nóri: Eftir því sem ungi, heimspaki kvikmyndagerðarmaðurinn segir, mjólkar Hrafn íslenska kvikmyndasjóðinn alveg jafnt þó að Svíar eða aðrir borgi framleiðslukostnað myndanna. Enda eru kvikmyndir Hrafns víst kynntar erlendis sem sænskar myndir þó að hann hafi þegið íslenska styrki út á þær. Þessi ungi kunningi minn segir að það sé athyglisvert hvað Hrafn sé stórtækur í fjárfestingum á fast- eignamarkaðinum og veki spurningar um hlut- verk kvikmyndasjóðs. Til dæmis segist hann framhald á bls. 90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.