Heimsmynd - 01.06.1992, Side 18

Heimsmynd - 01.06.1992, Side 18
að er deginum ljósara nú þegar birta tekur að fólk er orðið þreytt á næturlíf- inu. Skyldi nokkurn undra, aðra eins útreið og það hefur fengið þann vetur sem nú er blessun- arlega að baki. Þeir staðir sem hafa verið áberandi undanfarið ár eru Ing- ólfscafé, þar sem Bjarni Breiðfjörð hefur ráðið ríkj- um, Casablanca. en þangað fer yngra fólkið og svo loks Amma Lú. Síð- astnefndi staðurinn hefur tapað svolítið á slakri tón- hstarstefnu. Þeir hljóta að hafa skipt um plötusnúð því margir undir fertugu hafa flúið í Ingólfscafé. (Allir yfir þrítugt eru eins og afar og ömmur í Casa- blanca). En þeir sem fóru frá Ömmu Lú yfir í Ing- Dóra Einars á góðri stundu með Brynju Nordquist og Svövu Johansen. Bjarni Breiðfjörð hefur verið afar áberandi í sam kvæmislífinu. Hér er hann ásamt Sissu Ijósmynd ara. LA DOLCE VITA í REYKJAVÍK Simbi og Biggi segja frá ólfscafé hafa kannski vaðið úr öskunni yfir í eldinn. Ef liðið í Ömmu Lú talar of mikið í stað þess að dansa og skemmta sér er fólkið í Ingótfscafé of upptekið í leit sinni að ást og snert- ingu. Dóra Einars sem fjallar um lífið dag og nótt í Pressunni varð æf út í Bjarna Breiðfjörö þeg- ar hann notaði mynd af henni í auglýsingu, sem við skiljum mjög vel. Dóra lítur mun betur út en myndin gaf til kynna. En hún náði sér niðri á Bjarna í útvarpspistli sín- um á Bylgjunni, titlaði hann ýmsum nöfnum en þau voru ekki fyrr orðin vinir aftur en þau fengu bæði þessa rosalegu út- reið í New York tímarit- inu Village Voice. Blaðið gerði líka þetta stólpagrín að þeim og samt höfðu þau verið svo elskuleg að fylgja sumu af þessu New York liði eftir meðan á dvöl þess stóð á íslandi. Látum slíkt van- Takið eftir þeim, ungar, frískar og upprennandi. Þær eiga án efa eftir að setja svip sinn á bæjarlífið. Tvö svakalega sæt, Andri Haraldsson og María Rún, nýkjörin Ungfrú ísland. Anna Gulla fatahönnuður, Þorkell Ijósmyndari á Morgunblaðinu og Inga Ragnarsdóttir. 18 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.