Heimsmynd - 01.06.1992, Side 28

Heimsmynd - 01.06.1992, Side 28
SAMKVÆMISLÍFIÐ Fegurðarsérfræðingurinn Stefán Hilmarsson að velta fyrir sér hver stúlknanna sé fegurst. Fegursta hatt kvöldsins bar Birna Sigfúsdóttir. Við hlið hennar situr Sigurveig Lúðvíksdóttir. Katý kroppatemjari, Katrín Hafsteinsdóttir ásamt vel tömdum vini. Fyrrum fegurðardrottning Guðrún Möller, sem margir vilja meina að sé ein sú kvenlegasta sem fyrir- finnst og sögulegi sérfræðingurinn í fegurðardrottningum íslands, Heiðar Jónsson snyrtir. GLAUMUR OG GIRND tímamót Orðið glamor fékk skyndilega innihaldsríka merkingu að kveldi síðasta vetrardags er fegursta fljóð íslands var kjörið enn einu sinni. Að þessu sinni hreppti gullfalleg Reykjavíkurmær titilinn, María Rún Hafliða- dóttir. Hún var sannkölluð drottning kvöldsins, hávaxin, teinrétt og örugg í fasi og framkomu. Af öðrum stúlkum ólöstuðum bar þessi stúlka af. Sennilega vegna þess að búið var að steypa allflesta hina þátttakendurna í sama mótið. En María Rún hafði eitthvað fram að færa sem hinar höfðu ekki. Stúlkurnar hafa sjálfsagt allar sín sérkenni en þetta kvöld var meginþorri stúlknanna með ljósa liði í hárinu og bú- ið var að breikka varir þeirra með þartilgerðum farða. All- ar litu þær því þannig út að leikmaður gat ómögulega þekkt þær sundur á einu kveldi. Hótel ísland var þéttsetið og margur var greinilega áhugasamur um íslenska feg- urð 1992, hafði hún eitthvað breyst? Eru stúlkurnar með stærri brjóst eða minni en áð- ur? Hafa mjaðmirnar breikk- að? Eru þær hærri eða minni, greindari, fallegri, með fal- legri botna, fallegra hár, bet- ur klæddar, önnur áhugamál? Er þetta allt öðruvísi en áð- ur? Er fegurðarstandardinn eins eða hefur eitthvað breyst? Pessum spurningum og fleirum velti fólk fyrir sér á kvöldi fegurðarinnar. Heyra mátti háværar raddir í hverju horni um lendar og brjóst stúlknanna, allir voru í dómarasæti eins og ekkert væri eðli- legra. Margar ungar meyjar sem sátu yfir sjón- varpinu og fylgdust með ákváðu þetta kvöld að þegar þær yrðu stórar ætluðu þær að verða feg- urðardrottningar. Fegurðardrottningarnar föngulegu Heið- rún Anna Björnsdóttir sem varð í öðru sæti, María Rún Hafliðadóttir, Ungfrú ís- land í kjól af Guðrúnu Möller, og Þórunn Lárusdóttir, sú þriðja fegursta. Hún er lík móður sinni, Sigríði Þorvaldsdóttur sem einu sinni var einnig fegurðardrottning. Kynnir kvöldsins, Sigursteinn Másson, tjáði salnum að stúlkurnar sem öttu kappi saman á þessu spennuþrungna kvöldi hefðu lagt allan sinn metnað að undanförnu í uppbyggingu lík- amans og fegurð húðarinnar, annað væri þeim meðfætt. Stúlkurnar, sem flestar eru undir tvítugu, voru greinilega margar hverjar að stíga í fyrsta sinn í háa hæla og gengu um salinn eins og þær hefðu verið að stelast í skó mæðra sinna. Kjól- arnir smellpössuðu enda máttu foreldrar feg- urðardísanna ekki afhenda þeim páskaeggið fyrr en að aflokinni keppninni. Það er erfitt að vera fallegur. Greinlegt er að drottning- arnar - Díana er ennþá bara prinsessa þó hún sé drottn- ingarlegri en þær flestar - eiga foreldra af þeirri kyn- slóð þar sem í tísku var að skíra börnin sín tveimur nöfnum, María Rún, Erla Dögg, Malen Dögg, Hrefna Björk, Helga Rún, Hanna Valdís, Linda Karen, Ragn- heiður Erla, Pálína Sigrún, Jóhanna Dögg, Heiðrún Anna. Aðeins fjórar stúlkn- anna báru eitt nafn. Á hápunkti kvöldins er nafn fegurðardrottningar Islands var kunngert og kynnirinn titr- aði og skalf leyndu vonbrigðin sér ekki í andlitum þeirra sem ekkert hásæti hlotnaðist. Bros- ið sem hafði verið frosið á stúlkunum allt kvöldið féll, spennan slaknaði í andlitum þeirra og þær urðu aftur þær sjálfar. Maturinn var með ágætasta móti, skemmti- atriðin alls ekki ógleymanleg, dómnefndin farin að eldast, fegurðardrottningin falleg, sokkabux- urnar pössuðu og auglýsingarnar með mesta móti. There is no buisness like show buisness.B - Guðrún Kristjánsdóttir 28 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.