Heimsmynd - 01.06.1992, Page 34

Heimsmynd - 01.06.1992, Page 34
LEIKHÚS UMALVORU- MANNESKJUR au standa á tímamótum í lífi sínu leikaraparið Sóley og Hilmar. Annað barn á tveimur árum er nýkomið í heiminn, önnur stúlk- an, og þau eru að leikstýra stofu- drama. Hann er leikstjórinn en hún aðstoðarleikstjórinn. Hann lék eitt aðalhlutverkið í vinsæl- asta leikriti vetrarins, Kæru Jelenu. Hún leikur aðalhlutverkið í lífi hans og eins árs dóttir leikritaskáldinu tala bandarískir gagnrýnendur um leikritið Brennist sem come back, svo mikið lof hefur það fengið vestra. Hilmar þýddi verkið og leikstýrir því en Sól- ey er aðstoðarleikstjórinn. Aðrir sem leggja hönd á plóg eru Ari Matthíasson, Þórey Sig- þórsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson og Gunnar Helgason. Allt fremur nýútskrifaðir leikarar sem langar til að búa til eigið leikhús á sínum eigin forsendum. Ástæðan fyrir því að þau þeirra Gígja ásamt nýjasta litla leikaranum. En auk þess lék Sóley eitt af aðalhlut- verkunum í kvikmyndinni Sódóma Reykjavík sem tekin var upp síðasta sumar. Oskar Jónsson leikstýrir myndinni og ef allt gengur upp verður hún frumsýnd í ágúst. Ameríska stofudramað sem hér um ræðir er með kómísku ívafi og verður á fjölum Lindar- bæjar í sumar, eða frá og með miðjum júlí. Það nefnist á frummálinu Burn This en hefur fengið íslenska heitið Brennist. Höfundurinn er bandaríska verðlaunaskáldið Lanford Williams sem hlaut á sínum tíma Pulitzer verðlaunin fyr- ir leikritið Tallies Follies. Eftir mikla lægð hjá drógu sig saman er að sögn Hilmars lítið svigrúm í at- vinnuleikhúsunum. Finnur Arnarsson sér um leikmynd- ina, María Ólafsdóttir um búningana og Ásmundur Helgason er við- skiptafræðingurinn í hópnum og sér um fram- kvæmdastjórn. „Ungt fólk hefur lítið að segja um það sem er að gerast í atvinnuleikhúsunum. Draumurinn er að vera í sínu eigin leikhúsi á sínum eigin forsendum. Við viljum öll vinna við það sem við kunnum. Leiklistin er okkar bens- ín, ástríða okkar, segir Hilmar. Hann segir þetta leikrit hefðbundið stofu- drama sem gæti sómt sér eins vel á stóra svið- inu og í litlu leikhúsi. Þau Sóley og Hilmar eru með eigið leikhús í uppsiglingu en þau eru bæði önnum kafnir leikarar og hafa eignast tvö börn á tveimur árum. 34 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.