Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 36

Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 36
LÍFSSTÍLL LASTA- OG TÍSKUBÆLIÐ SAN DIEGO A götunum eru all- ar konurnar meö hatta og karlanir meö glæpahúfur. ISan Diego, hafnarborginni á suðvestur- strönd Kaliforníu, hefur enginn verið maður með mönnum undanfarin ár nema eiga nógu tættar gallabuxur og vel sjúskaða svarta leðurjakka. Ef jakkarnir hafa ekki verið nógu sjúskaðir hefur það verið ráð að velta sér upp úr strandarsandinum á kvöldin þegar fáir sjá til. Fregnir berast nú af því að þessi tíska sé á undahaldi, hún sé að verða úti. Allar flottustu píurnar í San Diego klæðast núorðið smekkbuxum, engum venju- legum smekkbuxum því skrautlegar skulu þær vera. Pví skrautlegri því flottari. Pær eru þverröndóttar í öllum regnbogans litum, rósóttar, doppóttar, og köflóttar. Allt er til og allt er leyfilegt, bara ef þetta eru smekkbuxur. Hattar eru líka inni og eru þeir eru jafn skrautlegir og buxurnar. Lagið á þeim er einnig fjölbreytt. Hattarnir eru stórir, smáir, barðamiklir, breiðir og svo mætti lengi telja. Herrarnir klæðast hnésíðum víðum bux- um og eru í nærri jafnsíðum bolum við og virka því ansi lappastuttir. Skófatnaðurinn er heldur einhliða hjá karlpeningnum því flestir klæðast þeir háum uppreimuðum striga- skóm í öllum regnbogans litum. Flestir bera þeir einnig höfuðföt en hjá þeim er tískan ekki eins fjölbreytt því allir bera þeir svokallaðar glæpahúfur. Pað eru svartar upprúllaðar húfur úr þunnu prjónaefni sem tyllt er þann- ig á kollinn að þær liggja í beinni línu frá enni aftur á hnakka. Hver einasti karlmaður er með sítt hár sem hann setur í tagl undir húf- unni. Ef ekki væri þessi aðskilda fatatíska karla og kvenna væri ógerningur að þekkja kynin í sundur, að minnsta kosti aftan frá. Fjöldi íslenskra námsmanna er búsettur í San Diego og eru þeir flestir sammála um ágæti þess að búa þar. Skemmtanalíf er öfl- ugt í borginni og fjör á hverju kvöldi, skiptir engu hvort um er að ræða laugardags- eða þriðjudags- kvöld. Alltaf er eitthvað um að vera. Sumir Islending- anna sem þarna dveljast eru í ströngu námi og geta því varla litið upp úr námsbókunum og Sharon Stone er það heitasta í San Diego í dag og þó víðar væri leitað. Hún lék tvíkynhneigðan kventöffara í kvikmyndinni Basic Instinct. þar en aðrir geta skemmt sér myrkanna á milli þeir gera það! Stutt er bæði í sjó og snjó í borginni, því er þess konar sport stundað af kappi. Þeir hörð- ustu eru á brimbrettum og einnig á svokölluð- um snjóborðum, snowboard. En snjóborð er eitt breitt skíði sem fólk þarf að beita á svipað- an hátt og brimbretti. Nýstár- legir rúlluskautar eru einnig inni en það eru rúlluskautar með nýju lagi þar sem hjólin eru eingöngu undir miðjum skónum og miklu umfangs- minni en á þeim gömlu. Þeim er hægt að beita líkt og skaut- um sem notuð eru á fryst vatn. A þessu skautar fólk um alla San Diegoborg. Svokölluð Rave hús eru inni í San Diego og reyndar víðar í Bandaríkjunum. Erfitt er að þýða orðið en það vísar til þess að að tala í belg og biðu eða bara hreinlega rugla. Réttnefni yfir þessa skemmtistaði er því sennilega Ruglhús því mikið er ruglað inni á þessum skemmtistöð- um. Flestir eru hættir að drekka áfengi (nema með góðum mat) en í staðinn er vímuefnið extacid orðið útbreytt. Samsetning þess er mismunandi en í flestum tilfellum hefur það að geyma MDMA sem meðal annars inniheldur amfetamín en hin efnin eru hkari LSD þó þau séu ekki talin eins skaðleg. Virknin er shk að amfetamínið hefur örv- _____________________ andi áhirf en hin efnin geta virkað eins og ofskynjunarlyf sé samsetningin ekki eins og hún á að vera. Fólk þarf að þekkja vel til söluaðila ann- ars er hætt við því að fólk kaupi köttinn í sekknum. Ruglhúsin eru hönnuð með neyslu þessara vímu- efna í huga, sírenu taktur- inn dynur og leyserljósgeisl- ar þjóta um allt. Mesta sportið er að fá sér sérstök gleraugu sem ekkert sést með nema geislarnir. í Ruglhúsunum sveiflar fólk sér eftir tónlistinni í sínum einkaheimi. Ef fólk gengur ekki með gleraugu felst mesta kikkið í því að snerta annað fólk og bros hvers og eins er fros- ið. Allir eru ligeglad. Peir sem ekki eru á þessum lyfjum finnst andrúmsloftið sérkenni- legt, sérstaklega allar þessar hægu hreyfingar þeirra sem eru í vímu og einnig það að allir þurfi sífellt að vera að snertast. Þetta er eins og að ganga inn í bíómynd sem er sýnd of hægt. framhald á bls.91 tímamót Skautadrottn- ingar San Diego borg- ar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.