Heimsmynd - 01.06.1992, Side 60

Heimsmynd - 01.06.1992, Side 60
Höllu spunnið. Petta er bara tildurdrós. Trúlofuð Ameríkana í einn dag og svo er það bara búið daginn eftir.“ Hún var hrædd við gagnrýnina sem hún myndi fá á sig. Henni fannst að skömmin sem fylgdi því að hætta við yrði enn óbærilegri en að halda sig við efnið. Þarna var ekki aftur snú- ið. Við tók erfitt en jafnframt ævintýraríkt líf. Hún ferðaðist um allan heim og tók upp myndir með manni sínum og þau urðu þekkt um gervöll Bandaríkin. Halla Linker var mikið að velta fyrir sér að gefa Uppgjörið út í Bandaríkjunum því bandarískir vinir hennar vilja ólmir lesa hana, eru afar stoltir af íslenska metsölubókarhöfundin- um. Hún hefur þegar þýtt nærri alla bókina. En þegar hún fór að hugsa málið betur sá hún að til þess að bók hennar myndi seljast í Bandaríkjunum yrði hún að segja frá öllu því sem gerðist í svefnherberginu. „Ég lít svo á að sum mál séu einka- mál fólks. Til dæmis kynlíf þess.“ Hún segir tímann í kringum útkomu bókar sinnar hafa verið mjög spennandi daga í lífi sínu. „Pað var svo gaman að vera hetja dagsins," segir hún og sælubros færist yfir andlit hennar. Hún segir enn þann jákvæða öldugang vara sem fór af stað við útkomu bókar sinnar. „Líf mitt hefur oft verið mjög erfitt. Ég hugsa að margar konur hefðu auðveldlega gefist upp á að lifa því lífi sem ég lifði með Hal. En ég ákvað að fyrst ég var búin að taka mér þetta á hendur skyldi ég klára dæmið.“ Hún segir bókina hafa verið sálarhreinsun hjá sér. „Fæðingin var erfið en skrifin gáfu mér frelsi. Ég er ekki bara að kenna Hal um að hafa verið svona ráðríkur. Ég er líka að kenna sjálfri mér um að hafa leyft honum að komast upp með það. Ég myndi aldrei þola neinum að ráða yfir mér í dag.“ Hún segir Hal hafa alla tíð vitað hvað hann væri að gera. Hann sendi hana til dæmis aldrei eina heim til Islands því hann var svo hræddur um að hún myndi skilja við sig og ná sér í Islending. „A meðan hann hafði mig bundna við lærið á sér fór ég hvergi og þannig var það alla tíð.“ Sonur Höllu, Davíð, er læknir og verkfræðingur að mennt. Hann hefur náð að sameina þessi tvö fög, meðal annars með því að hanna tæki fyrir hjartasjúklinga. Hann er nú búsettur í Hollandi þar sem hann helgar líf sitt rannsóknum á stórri hjartarannsóknarmiðstöð enda ógiftur og barnlaus. Móðir hans segir hann trúboða að eðlisfari, mikinn hugsjónamann. Hann dvaldi í Noregi um 6 ára skeið við vinnu. Pegar hann kvaddi sjúklingana sína, sem margir hverjir voru ung börn, var það með slíkum sársauka að móðir hans hafði á orði við hann að hann gæti ekki verið trúboði allt sitt líf. „Hann Davíð er mjög góður maður“, segir hún af mikilli væntumþykju. „Ég held að konan sem hreppi hann verði mjög lánsöm. Hann er svo góður og skilningsríkur og svo eldar hann líka“, segir hún og glottir. Glottið breytist í hlátur. Púkinn er kominn upp í henni og hún bætir því við að hann strauji skyrturnar sínar líka sjálfur, sé vel uppalinn. Hláturinn verður enn magnaðri en móðurástin leynir sér ekki. Halla Linker minnir óneitanlega á eina frænku mína sem einnig kynnist bandarískum manni á Islandi og fluttist með hon- um í heimaland hans. Pað er eitthvað í fasi þeirra og framkomu sem gerir þær frábrugðnar íslenskum konum. Líf þeirra fjarri heimalandinu hefur hvorugri þeirra reynst auðvelt án þess þó að þær beri það utan á sér. Þær eru lausar við það sem þorri ís- lenskra kvenna virðist hafa á herðum sér, sjálfan heiminn! Á íslenskan mælikvarða myndu þær teljast uppstrflaðar frá degi til dags en hjá bandarískum konum af þeirra kynslóð og stéttarstöðu þykir ekkert eðlilegra en að vera vel tilhafður, jafnvel þó þær séu bara að fara eftir mjólk. Halla er orðin meira amerísk en íslensk. Konur sem hafa dvalist lengi í Bandaríkjunum skera sig úr á sama hátt og við getum bent á hver er útlendingur og hver ekki þegar við göngum niður Laugaveginn. Halla er útlendingur enda hefur hún búið meiri- hluta ævi sinnar í Bandaríkjunum og þó hún tali góða íslensku ber móðurmál hennar merki þess. Höllu og son hennar, Davíð, hitti ég fyrst í teiti sem haldið var þeim til heiðurs í lok aprfl. Tilefni komu þeirra hingað til lands var að færa Kvikmyndasafni Islands að gjöf þrettán klukkustunda efni sem Hal Linker hafði tekið á ferðalögum sínum um Island. Gjöfinni var vægast sagt vel tekið enda er hér um að ræða einstakar heimildir frá því áður en sjónvarpið hóf göngu sína á Islandi. Parna stóð hún beint fyrir framan mig, konan sem Islend- ingar geta endalaust gert sér mat úr. Hún virkar alveg eins á mig og í ævisögu sinni, létt í lund, hispurslaus, frískleg og svo- lítið framandi. Fáar íslenskar jafnöldrur hennar komast með tærnar þar sem hún hefur hælana hvað gott útlit varðar. Ég undra mig á því að húð hennar skuli enn vera svona falleg eftir allar hennar löngu göngur í framandi löndum í steikjandi sól og dvölina í Kaliforníu. Ekki var eins mikið vitað um skaðsemi sólarinnar á yngri árum hennar. Hún segist geta þakkað feitri húð að ekki fór verr. í dag passar hún sig á geislum sólarinnar og segist ekki einu sinni fá sér sundsprett fyrr en sólin er sest. Pennan dag er hún í svörtu kokteildragt- inni sinni. Maður myndi halda að á dragt- inni væru eðalsteinar ef maður vissi ekki betur, eyrnalokkarnir eru engin smásmíði og varaliturinn og naglalakkið upp á hár í sama lit. I Ijósa hárinu hefur hún stóra liði. Hún segist ekkert þurfa að hafa fyrir hárinu á íslandi, fari bara út í rokið og þá sé það tilbúið. Og hún hlær. Hláturinn er hennar lífselexír. davíð, sonur hennar, stendur við hlið hennar þennan merkisdag. Hann virkar eins blíðlegur og hún lýsir honum og brosið er aldrei langt undan. Hann er hennar stoð og stytta í lífinu. Prátt fyrir að hann sé búsettur í Hollandi er samband þeirra mjög náið. Þau tala saman að minnsta kosti einu sinni í viku, stundum oftar og svo senda þau hvort öðru segulbandsupptökur með skemmtilegum leyndarmálum þess á milli. Og þau hlæja mikið saman. Hann hefur auðheyranlega erft lundarfar móður sinnar en útlitið frá föður sínum þó hann sé mun hávaxnari en hann. Nokkrum dögum síðar snæðum við Halla hádegisverð sam- an á Hótel Sögu. Þegar ég kem askvaðandi inn tvær mínútur gengin í tólf situr Halla í anddyrinu með Herald Tribune í höndunum, er að Ieysa krossgátu: „Ég byrja alltaf daginn á því að leysa krossgátur með kaffibollanum", segir hún eftir að hafa heilsað mér kurteislega. Við setjumst til borðs og fáum okkur kaffi. Hún er jafn vel til höfð og fyrri daginn, íklædd hvítum jakka með gylltum töl- um og í svörtu pilsi. Eyrnalokkarnir og armböndin eru á sín- um stað, hárið er jafn vel formað og förðunin óaðfinnanleg. Þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti væri nýgenginn í garð var hálfgert vetrarveður úti. Hún sá eftir að hafa ekki tekið einn af pelsunum sínum með sér. Hvíta Álafosskápan kom að góð- um notum þennan dag: „Ég vildi ekki móðga Islendingana með því að koma hingað í pels þegar það á að heita að sumar- ið sé komið.“ Líf hennar er alltaf að taka breytingum. Höllu finnst það bæði fyndið og skemmtilegt að hún sé enn að upplifa að það sem hún sagði í gær geti breyst á morgun. Mannlegur breysk- leiki finnst henni eðlilegur, stoltið víkur fyrir einlægninni. Hún tekur dæmi um það er Hans Kristján Árnason heimsótti hana „Það sorglega við að eí ég heíði sagt við hann að hann vœri til hœgri við Atla Húnakonung þá myndi harm haía spurt hver Atli Húnakonungur haíi verið.“ 60 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.