Heimsmynd - 01.06.1992, Side 67

Heimsmynd - 01.06.1992, Side 67
lífsmunstur, eigi þegar barn. Þegar sambönd enda með þess- um hætti kostar það oft leiðindi og sorg sem einnig bitnar á börnunum, bæði vegna þess að börnin eru oft orðin tengd mönnunum og ekki síst vegna þess að sorgin tekur sinn toll af þeim sem í hlut á. Við hana þarf að glíma. í þessu sambandi get ég ekki á mér setið með að tíunda samtal sem ég átti við ágætan vin minn. Hann gefur sig út fyrir að vera frjálslyndur í skoðunum og er sæmilega upplýstur maður, en hefur reyndar aldrei verið gefinn fyrir börn. Hann var engu að síður kominn á kaf í ástarsamband við konu með ungt barn. Ég spurði hann hvernig gengi. „Vel“, sagði hann með sælubros á vör. En hvernig gengur að ná sambandi við barnið? „Ég þarf ekki að velta því fyrir mér strax“, svaraði hann. Þú hlýtur þó að hafa einhver afskipti af barninu, er það ekki? „Jú“, sagði hann, „en ég veit ekki hvort mér líkar við það.“ Hvað áttu við með því, spurði ég, hefurðu nokkuð reynt nálgast það? „Nei“, svaraði hann, „ég er ekki tilbúinn til þess enn.“ Maður spyr sig bara þegar maður fær svona svör: Er ekki eitthvað bogið við samfélag sem framleiðir svona þenkjandi menn? Menn sem eru varla tilbúnir til að leggja nokkuð á sig og gera bara það sem þeim þykir þægilegast hverju sinni, eða hver sem skýringin kann svosem að vera. Ristir frjálslyndið ekki dýpra en þetta? Við þetta vaknar spurningin um hvað sé í raun á bak við frjálslyndi fólks. íslendingar eru einhver frjálslyndasta þjóð í heimi samkvæmt skoðanakönnunum. Það eru helst að menntastéttir Vestur-Evrópu komist með tærnar þar sem ís- lendingar hafa hælana hvað varðar frjálslyndi í skoðunum á ýmsum málum sem áður voru viðkvæm. Er þessu frjálslyndi kannski líkt farið og afstöðu manna til annarra kynþátta? ís- lendingar segjast til dæmis ekki hafa fordóma gagnvart lituðu fólki. Ein skýringin á því gæti verið sú að Islendingar hafa aldrei verið í neinu nánu samneyti við litað fólk. Því geti þeir svarað spurningunni um hvort þeir hafi fordóma gagnvart lit- uðu fólki neitandi vegna að þeir vita ekki betur. Til er fróðleg kenning um að þeir sem eru menntaðir - Is- lendingar teljast til menntuðustu þjóða heims - séu það upp- lýstir að þeir viti hvernig eigi að koma vel fyrir, þeir viti að fordómar og þekkingarleysi séu af hinu illa en frjálslyndi, með umburðarlyndi og jafnréttishugsjónir að leiðarljósi, af hinu góða. Því svari þeir eins og þeir séu frjálslyndir án þess að það risti djúpt, án þess að þeir hugsi sínar frjálslyndu hugsanir til enda, án þess að geta staðið undir þeim. Að sama skapi held ég að þekking manna á sálrænum þætti þess að vera ein með barn á íslandi risti ekki djúpt. Að minnsta kosti eru til alltof margar konur, sérstaklega þær sem hafa kornungar eignast barn einar sem aldrei hafa náð sér á strik í lífinu. Þær eru óánægðar, búnar að eiga í margvíslegum og misheppnuðum ástarsamböndum. Þær verða bitrar og gefast upp á að reyna njóta lífsins og börnin verða tætt. Við búum að minnsta kosti ekki til betri heim þar sem börnin bera aldrei sitt barr eftir að hafa gengið í gegnum ýmsa meiriháttar erfiðleika með mæðrum sínum (eða feðrum). A hinn bóginn eru auðvitað til margar sterkar konur sem neita að gefast upp, berjast og verða jafnvel meiri og betri mann- eskjur á eftir. Persónulega tel ég það ekki vitlausa hugmynd að Islending- ar hættu að heimta fleiri börn, að minnsta kosti af ungum stúlkum. Ég tel það ágætis frammistöðu af þjóðinni að hafa fjórfaldast frá 1850! Viturlegra væri að þjóðin legði meiri rækt við þá einstakl- inga sem vaxa hér úr grasi og snéri sér að því fræða unga fólk- ið um ábyrgðina sem fylgir því að eignast barn - með hvaða hætti það kann svosem að vera, til dæmis með því að koma fræðslu um ábyrgðina inn í skólakerfið. Með öðrum orðum snúa þróuninni við - segja fólki eins og er, að æskilegast sé að reyna að treysta samböndin áður en fólk fer að hugsa um að bæta börnum í heiminn - kenna ungum mönnum og konum þá lexíu að börn séu vandmeðfarin, að aðgát skal höfð í nær- veru sálar. Byrja á byrjuninni. Mér verður stundum hugsað til bændasamfélagsins og ka- þólsku kirkjunnar í þessu samhengi. Islendingum hefur löng- um fundist hugmyndir þeirra afturhaldssamar. I báðum þess- um samfélögum þótti það ekki, og þykir ekki, sjálfsagt mál að konur eignist börn utan hjónbands enda var fólki skipað fyrir í kynferðismálum. I bændasamfélaginu munaði þó lítið um einn munn til viðbótar inn í þær stórfjölskyldur sem þegar voru undir sama þaki og allir sáu sameiginlega um uppeldi barn- anna. Islenska nútímasamfélagið kemur því hins vegar inn í vitund ungra kvenna að sjálfsagt sé að þær eignist einar börn en tekur hins vegar enga ábyrgð á þessari skoðun sinni. Eru hinar afturhaldsömu raddir ekki bara raunsærri eftir allt sam- an? Þær segja að minnsta kosti ekki ungum konum að ráðast á þennan háa garð áður en þær eru í raun og veru tilbúnar sjálf- ar.B HEIMSMYND 67

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.