Heimsmynd - 01.06.1992, Side 68

Heimsmynd - 01.06.1992, Side 68
VAR OFUNDUÐ AF ÞVÍ ÉG BJÓ EKKI í LEIGUÍBÚÐ OG ÓKUM Á SKÓDA Þó Anna Þóra taki lífinu létt og gantist gjarnan með viðkvæmustu mál býr mikil alvara að baki orðum hennar. Til dæmis ef maður spyr hana um samskipti hennar við barnsföður sinn, svar- ar hún gjarnan í þessum tón: „Það er eins og hann hafi dáið í stríði. Hann er bara hetja sem kom og fór. Við syrgðum hann öll í eitt ár en við finnum ekki leiðið sem við eigum að setja ljóskerið á“, segir hún hlæjandi. Eða hvernig henni finnist að búa ein með syni sínum?: „Það er fínt að vera laus við karlinn, þá þarf maður ekki að hafa á veggjunum þessar medalíur frá einhverjum knattspyrnuleikj- um í Vestmannaeyjum 1974.“ Svör sem þessi koma sjálfsagt illa við suma. En mér finnst gaman að henni því þetta er Anna Þóra. Þeir sem kunna ekki að taka henni verða bara að snúa sér að einhverju öðru í lífinu. Hún hefur nefnilega margt og mikið til málanna að leggja sem „einstæð" móðir, hef- ur velt hlutunum fyrir sér og ekki ætla ég sem ritari þessarar greinar að reyna að a fínpússa hugmyndir hennar enda ^ njóta þær sín best eins og þær koma fyrir af skepnunni. i „Mér finnst alltaf hafa verið litið á „einstæðar“ mæður sem annars flokks fólk. Það er ekki j bara ég sem hef tekið eftir því heldur hefur móðir mín, þegar hún var ein með systur mína á sjötta áratugnum, einnig orðið fyrir barðinu á þessari reynslu. Maður hefði haldið að tímarn- ir hefðu breyst og mennirnir \ með en af okkar samanburði að dæma hefur helst til lítið breyst á þessum tíma. i Það eru afskiptin af mínu einkalífi sem fara mest í taugarnar á mér, bæði af hálfu hins opinbera og annarra. Dæmi um það var þegar ég skildi og sótti um ^ mæðralaunin. Þá þurftu þeir hjá Trygginga stofnun að fá frumritið af skilnaðarpappírunum mín- um þar sem allt stendur um hvað okkur, mér og fyrrum eigin- manni mínum, fór á milli og hver fékk hvaða lampa og svo framvegis. Eg kæri mig ekki um að dreifa þessum pappírum út um allan bæ. Ég held að sönnun fyrir skilnaði hefði mátt sýna með öðrum hætti. Móðir mín vann hjá Tryggingastofnun þeg- ar hún skildi við fyrrverandi eiginmann sinn. Ekki kærði hún sig um að láta slíka persónulega pappíra liggja fyrir öllum sem þar unnu og úr varð að hún sótti ekki um mæðralaun. Þetta finnst mér niðurlæging af verstu tegund og dæmigert fyrir þá niðurlægingu sem „einstæðar“ mæður verða fyrir. Einnig varð ég vör við breytta framkomu gagnvart mér hjá fólki sem ég hafði jafnvel þekkt lengi. Allt í einu var ég komin langt fyrir neðan þeirra virðingu, bara af því að ég hafði ekki einhvern kall mér við hlið og var auk þess orðin „einstæð“ móðir. Maður má varla taka tappa úr flösku án þess að ein- hver fari að skipta sér af.“ Sex ár eru síðan Anna Þóra skildi en þá stóð hún uppi ein með eins árs gamlan dreng, Björn Leó: „Skilnaðurinn var mér 1 Anna Þóra: • Ég vard vör viö breytta framkomu sumra gagnvart mér eftir ax) ég skildi. Allt í einu var ég komin langt fyrir neöan virðingu þeirra. Fólk gleymdi ad taka meó í reikninginn að ég hef unnið meira og minna frá 14 ára aldri en fyrrum eiginmaður minn var í námi allan tímann. • Sonur minn vill eiga marga feður, ef einn fer þá eru allt- af einhverjir eftir. og syni mínum mikið áfall. Það var eins og fótunum væri kippt undan manni. Ég hafði verið heimavinnandi og við höfðum skömmu fyrir skilnaðinn fjárfest í íbúð. Þarna sat maður eftir í skuldasúpunni og þurfti allt í einu að takast á við enn fleiri hluti í lífinu. Mér tókst með góðri hjálp að halda íbúðinni. En það að ég skildi hafa haldið íbúðinni fór fyrir brjóstið á mörg- um vegna þess að flestir bjuggust við að maður myndi enda einhvers staðar í leiguíbúð á skódanum. Fólk gleymdi að taka með í reikninginn að ég hef unnið meira og minna frá 14 ára aldri en fyrrum eiginmaður minn var í námi allan þann tíma sem við vorum saman.“ Anna Þóra hefur þó sjúkraliðamenntun sem kom sér vel þegar hún stóð uppi ein með barn: „Ég leysti vandann með því að vinna 60% vinnu á kvöldvöktum. A meðan gætti móðir mín drengsins enda ekki hlaupið að því hér á landi að fá gæslu fyrir eins árs gamalt barn, að minnsta kosti ekki leikskóla- pláss.“ Margir höfðu á orði við Önnu Þóru að hún mætti þakka fyrir það að drengurinn hefði ekki verið eldri við skilnaðinn. Hann fór hins vegar ekki varhluta af því sem var að gerast og oft kom fyrir t að hann grét fyrir framan útidyra- hurðina eftir að maðurinn hafði farið út. Hann hlaut að koma inn aftur. Anna segir son sinn þó hafa I komist heilan í gegnum þessar raunir enda eigi hann að ömm- ur og afa sem sinna honum af mikilli alúð. Hann hefur hins vegar nokkuð brenglaða hug- mynd um feður, en faðir hans hefur búið erlendis í nokkur ár. ' Björn hefur lagt fram nokkuð skemmtilega og nýstárlega hug- mynd við móður sína, hugmynd um móðir hans eignaðist nokkra eigin- menn svo hann gæti átt marga pabba, ef einn færi þá væru alltaf einhverjir eftir. Mér finnst mjög algengt að feður sem búa ekki með börnunum sínum lifi á því í hálft ár ef þeir gefa barninu sínu hjól. Það er aldrei spurt hver borgaði inn- leggið í skóna eða tannlæknakostnaðinn. Þetta safnast þegar saman kemur. Sjö þúsund króna meðlag á mánuði dugir skammt.“ Hún er sammála mörgum um að hafa alltof ung játast manni frammi fyrir guði og mönnum, eða tuttugu og eins árs gömul: „Það fannst mér ekki á þeim tíma. Þeir sem voru að reyna telja mér hughvarf voru skrýtnir í mínum augum. Það á að fræða fólk um ábyrgðina sem fylgir öllu því frelsi sem manni hlotnast á þessum árum, ekki hvað síst karlmennina um að börn séu einnig þeirra höfuðverkur, ekki bara eitthvað sem hægt sé að vera stoltur af úr fjarlægð.“ Og ekki þarf að því að spyija, Anna vildi fremur vera í sam- bandi, auðvitað góðu sambandi, en að eyða lífinu ein. Hún kann þó að njóta lífsins og hefur ekki látið neitt aftra sér í því og stefnir upp á við og áfram: „Það langar engan að vera einn og vitanlega langar mig í fleiri börn en sem stendur get ég ekki hugsað mér að eignast annað barn og vera áfram cinstæð." ■ að 68 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.