Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 70

Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 70
SA SEM EKKIFÆR BÖRNIN ER EINSTÆÐUR Á Það taka flestir eftir henni hvar sem hún á leið um, enda glæsileg kona sem ber aldurinn vel og það er eins og skrifað sé utan á hana: Ég er ég sjálf. Hún segist hins vegar, meira í gríni en alvöru, farin að halda að hún sé ósýnileg því að þrisvar hefur verið keyrt á hana á undanförnum fjórum mánuðum. Hún er ekki ósýnileg. Ég held fremur að mennirnir sem keyrðu á hana hafi verið blindir. En hvað um það. Hún heitir Anna Gulla og er tveggja barna sjálfstæð kona, eins og hún kýs að kalla það sjálf og svarar því gjarnan þegar hún er spurð hvort hún sé „einstæð" móðir; „Nei, ég er ekki einstæð, ég á tvö börn, við erum þrjú. Þegar maður á börnin sín að er mað- ur alls ekki einstæður“, segir hún ákveðin og bætir því við að það sé einmitt sá, sem ekki fékk börnin, sem er einstæður. Það er ekki að sjá á þessari konu að hún hafi oft þurft að taka á honum stóra sínum í lífinu, hvað þá að hún eigi tíu og ellefu ára gömul börn, Val sem er yngri og Sóleyju sem er eldri. Anna Gulla skildi við föður þeirra fyrir sjö árum. Sem stendur er hún í föstu sambandi við mjög góðan mann. Hún á íbúð og bíl og rekur sitt eigið fyrirtæki. Ekkert af þessu hefur hún fengið ókeypis: „Mér finnst eins og margir utanað- t komandi séu að reyna búa til ein hverja aumingja úr þessum þjóðfé- lagshóp - sjálfstæðum konum með börn - séu að reyna að setja á okk- ur einhvern aumingjastimpil, búa til einhverja ímyndaða manngerð sem eigi svo óskaplega bágt. Ég er alls ekki tilbúin til að taka þessum stimpli. Flestar konur í sömu spor- um og ég, að minnsta kosti þær sem ég þekki, eru harðduglegar.“ Anna Gulla lítur svo á að æskilegast _ sé að börnin eigi báða sína foreldra að 1 en í sumum tilfellum gangi það engan veg- ^ inn upp. Vegna reynslu sinnar af því að vera „einstæð“ móðir er hún ákveðin í því að ef til þess kemur að hana langar til að eignast fleiri börn þá verði það í traustu sambandi. Um fyrri reynslu sína, sem hún er ekki öfundsverð af, hefur hún meðal annars þetta að segja: „Ef það er búið að sýna sig um tíma að hjónabandið er í ólestri, börnin farin að vera taugaveikluð og óörugg með sína stöðu gagnvart öðru foreldrinu, eða foreldrum sem eiga í sí- felldum átökum, tel ég að best sé að aflétta spennunni, hvern- ig svosem það er gert. í mínu tilfelli var búið að reyna ýmis form og um tíma varð ég að stoppa alla umgengni. En nú eru þau orðin nógu gömul til að ráða því sjálf hvernig þau vilja haga sínum málum.“ Hún segist lánsöm að mörgu leyti, sé sinn eigin herra og það á fleiri en einu sviði því hún starfar sjálfstætt sem fata- hönnuður. Hefur yfirleitt nóg að gera. Vissulega mismikið en barmar sér ekki þegar illa árar: „Dauðir veraldlegir hlutir eru yfirleitt ekki efstir á mínum óskalista. Ég vil heldur fara til út- landa en að eyða peningunum mínum í parket á gólfin“, segir hún. Við það hefur hún staðið því síðastliðið sumar ákvað hún að eyða tveimur mánuðum í Bandaríkjunum, bæði við vinnu og frí, frekar en að fá sér nýtt gólfefni á stofuna: „Gólfefnið getur beðið en af tækifærum lífsins vil ég ekki missa. Þegar ég lít til baka sé ég mest eftir því sem ég hef látið ógert. Stundum Anna Gulla: • Mér finnst alltaf sem einhverjir utanabkomandi séu ad reyna aö setja á okkur ein- hvern aumingjastimpil. • Þegar égfór að vinna heima var eins og dampinum hafi vervó hleypt af gufukatli. • Eg hef aldrei lent í pví ad börnin mín hafi orðió af- brýðssöm út í ástvini mina var reyndar ekki hjá því komist barnanna vegna en stundum glutraði maður tækifærunum hreinlega niður. Eftir mistökun- um sé ég hins vegar ekki því af þeim hef ég lært.“ Að dómi Önnu er stór kostur við hennar sjálfstæða atvinnu- rekstur sá að hún vinnur innan veggja heimilisins þar sem hún getur fylgst með og sinnt börnunum sínum: „Ég hef einnig verið í fastri vinnu utan heimilisins og munurinn á þessu tvennu er mjög mikill. Þegar ég vann utan heimilisins voru börnin mun yngri en nú. Þá voru þau á þremur til fjórum stöð- um á meðan á vinnutíma mínum stóð, á morgnana hjá dag- mömmu, í skólanum eftir hádegi, síðdegis í gæslu á vegum skólans og stundum þegar ég þurfti að vinna til klukkan átta á kvöldin fóru þau á fjórða staðinn, eða þurftu að koma sér sjálf heim þar sem þau biðu eftir mér. A meðan þetta ástand varði fór ég smátt og smátt að finna hve þessi tætingur fór illa í þau, olli spennu og óöryggi, og undir lokin var ástandið orðið mjög slæmt. Þegar ég fór að vinna heima hjá mér var hins vegar eins og dampinum hafi verið hleypt af gufukatli og þau róuðust, urðu allt annað fólk. Börnin mín eru yndisleg og gefa mér mjög mikið og eru jafnframt bestu vinir mínir. Ég hef ekkert fyr- ir þeim að fela, við ræðum málin og tökum sameiginlegar ákvarðanir um allt sem við gerum. Það fylgir því hins vegar mikil ábyrgð að eiga börn og ég veit að þau bera sitt ör eftir viðskilnaðinn við föð- ur sinn. Ekki bætir úr skák að þjóð- félagið er sífellt að ala á samvisku- biti kvenna, reyndar ekki bara „ein- stæðra“ mæðra heldur allra kvenna. Á því fyrirbæri verður maður að taka líkt og ímyndinni um allar konur eiga að vera sætar, grannar og ungar með því að velta ' fyrir sér hvað manni sé mikilvægast í lífinu. _ Anna Gulla skildi við eiginmann sinn r árið 1985. Síðan hefur hún átt sína ástvini enda bara eðlileg kona og sem fyrr segir er hún nú í föstu sambandi: „Ég lít hins vegar allt- af á mig sem sjálfstæða konu og börnin verða allt- af fyrst og fremst á minni ábyrgð, enda orðin það göm- ul.“ Anna Gulla var aðeins 23ja ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn: „Ég geri mér - og gerði mér - alveg fullkomna grein fyrir því að ég hefði viljað bíða lengur með að eiga börn en lét undan þrýstingi. Það er margt sem ég hefði viljað gera áður en ég hæfi barneignir. En ég var á þessum árum undir áhrifum frá mjög ráðríkri manneskju og fékk því ekki að njóta mín sem einstaklingur þó ég hafi haft mínar sjálfstæðu hugs- anir. Ég sé það núna að ég hef þurft að ganga í gegnum nokk- uð harkalegan skóla til að öðlast það sjálfstæði sem ég hef í dag og þó ég sé núna í sambandi ætla ég samt sem áður að halda í mitt sjálfstæði og fólk í bestu hjónaböndum ætti einnig að gera það því maður hefur lært af reynslunni að það er ekk- ert gefið í lífinu. Þó það sé ofsalega freistandi að hugsa við en ekki ég þá er ekki gefið að það sem maður hefur í dag hafi maður á morgun. Fólki er hollt að vera sjálfu sér nægt, þá hef- ur maður líka miklu meira að gefa. Anna Gulla lítur svo á að nái maður því að komast í gegn- um svona erfiðleika án þess að verða bitur út í lífið og tilver- una verður maður miklu sterkari og betri manneskja: „Það framhald á bls. 96 70 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.