Heimsmynd - 01.06.1992, Page 75

Heimsmynd - 01.06.1992, Page 75
Konur og börn eru í aukinni hœttu og sá hóp- ur sem alnœmi kemur til með að herja á í auknum mœli nú á nœstunni. Stóra spurning- in nú er hvort sama mynstrið verði upp á ten- ingnum hér eítir tíu ár eins og í Aíríku nú, seg- ir Sigurður Guðmundsson lœknir, sem sjálíur varð íyrir því að stinga sig á sprautu íullri aí blóði alnœmissjúklings og kynntist þeim skelíilega ótta sem íylgir smithœttunni. Ótrúlega lítið hefur farið fyrir alnæmisfárinu hér á landi ef miðað er við önn- ur vestræn ríki. Það er líkt og umræðan og um leið óttinn hafi dottið niður rétt eftir að mesta nýjabrumið var farið af sjúkdómnum. Höfum við sofnað á verðinum? Er alnæmisfárið tímasprengja - enn bundið að mestu leyti við homma og dópista en gæti hent hvern sem er innan skamms? Gæti hugsast að hér væri fjöldi fólks smitaður án þess að hafa hugmynd um það? í stórborgum Bandaríkjanna þykir sýnt að kynhegðun venjulegs fólks hef- ur breyst mjög mikið. Óttinn við alnæmið hefur náð að festa rætur. Frægt fólk hefur dáið úr þessum sjúkdómi og enn frægara fólk leggur baráttunni gegn alnæmi lið. Á Óskarsverðlaunaafhendingunni nýverið báru allir rautt merki í barminum sem og á nýafstaðinni Grammy verðlaunaafhendingu. eftir Herdísi Þorgeirsdóttur HEIMSMYND 75

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.