Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 80

Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 80
eitt sinn á björtum degi gekk hann út úr veitingahúsinu Að- alstrætismegin [Svínastíunni] og ætlaði að kasta af sér vatni upp við húsvegginn, en það veittist örðugt fyrir þá sök að hann tók alltaf bakfall út frá veggnum og ætlaði að detta aftur á bak; gekk svo hvað eftir annað uns hann tók það þjóðráð að snúa sér við og styðja bakið upp að veggnum. Þetta var síðdegis en þó bjart og var fjölfarið um götuna, bæði af konum og körlum, og varð af þessu hið mesta hneyksli. . . Fyrstu árin við skólann þoldi Hall- dór drykkjuskapinn miklu betur og var þá sjaldan fullur fyrr en síðdegis; en engan vissi ég þann dag frá því ég kom suður hingað vorið 1863 og til dánardægurs hans að hann yrði ekki fullur ein- hvern tíma á sólarhringnum. . .“ GRÖNDAL REKINN Benedikt Gröndal skáld var einn af hinum drykkfelldu kennurum við Lærða skólann og leiddi drykkjuskapur hans til þess að hann var rekinn frá skólanum árið 1883. Hann taldi sig órétti beittan því að aðrir kennarar sem ekki voru reknir, voru að hans mati ekki síður drykkfelldir en hann. Hann segir í Dœgradvöl að Gísli Magnússon og Halldór Guðmundsson hafi þráfaldlega verið drukknir í kennslutímum og veturinn 1876 til 1877 hafi aldrei runnið af þeim. Þeir hafi verið drukkn- Svínastían var helsta kráin í Reykjavík og mátti því kalla hana bæjarkrána. Hún var nefnd ýmsum nöfnum, svo sem Greifakráin (Jörgensen, eigandi hennar, hafði verið þjónn Trampe greifa), Gildaskálinn eða einfaldlega krá Jörgensens. Skólapiltar töluðu um að fara til Jörundar frænda en það nafn sem varð þó lífseigast var Svínastían. Ýmsar lýsingar eru til á kránni. Svo lýsir Geir Sigurðsson skipstjóri henni: „Við Aðalstræti var hin óæðri stofa í húsinu, svo kölluð „Svínastía“, og var þar nokkurs konar „bar“ með háu skeinki- borði, er náði þvert yfir stofuna, og drukku menn brennivín úr hálf- og heilpelamálum við borðið og sumir keyptu öl til þess að blanda með. Tveir bekkir voru fyrir utan borðið og hvíldu menn sig þar til skiptis. Maðurinn sem stóð fyrir sölunni er enn á lífi og skýrir hann svo frá að brennivínstunna hafi verið sett á stokk um morg- uninn og tvær fötur hafi svo verið fylltar með brennivíni, dýfði hann svo málunum niður í föturnar og fyllti þau jafnóðum og drukkið var og drakk svo hver eins og hann vildi.“ Þorfinnur Kristjánsson prentari hefur lýst Svínastíunni eins og hún leit út á fyrstu árum aldarinnar. Jiann segir: „„Stían“ var ekki stór, það var „diskur“ yfir þvert herberg- ið, fyrir innan hann stóð stór skápur, fullur flöskum með ýmis Skúli Thoroddsen, alþingismaður og ritstjóri, tók ópíum reglulega inn sem lækningameðal. Hann taldi 20 dropa í teskeið og var það hans skammtur. Þórður Thoroddsen læknir, bróðir Skúla, hafði áhyggjur af ópíumneyslu Skúla. Hér er Skúli um borð í eimskipinu Ceres sumarið 1911. ir hér um bil hvern virkan dag. Benedikt Gröndal segist hafa farið til Bergs Thorbergs landshöfðingja til að reyna að fá leiðréttingu sinna mála: „. . .ég sagði meðal annars: „Halldór Guðmundsson drekk- ur þó ekki minna en ég.“ „Hann fer öðru vísi að því,“ sagði Thorberg - því Halldór kom alltaf í skólann, þó hann væri blindfullur, en ég var aldrei kenndur í kennslustundunum; bæri svo við, þá kom ég ekki. . . Aðrir embættismenn eru látn- ir sitja óáreittir, þótt þeir drekki eins og svampar og séu blind- fullir og óhæfir til allra verka, og mætti nefna til þess bæði sýslumenn, presta og lækna - þótt þeir gefi vitlaust recept og valdi dauða manna, sem oftar en einu sinni hefur komið fyrir, og þó að fólkið kvarti yfir þessu, þá er því ekki sinnt - land- læknir og háyfirvöld vilja ekki gera þessum sínum dýrðlingum neitt - en þegar ég kom ekki í nokkra kennslutíma, þá var far- ið að við mig eins og væri ég ómerkilegur fjósastrákur. . .“ FULLAR FÖTUR AF BRENNIVÍNI Benedikt Gröndal var lítt um höfðingja bæjarins gefið og þegar hann fór á drykkjutúra klæddist hann í sína verstu larfa og fór beint niður í Svínastíu og drakk þar með dónunum, en svo voru drykkfelldir alþýðumenn kallaðir. Túrar hans vöruðu oft í heila viku. konar víntegundum. Öðrum megin skápsins var hlemmur inn til eldhússins, en þaðan kom kaffi og smurt brauð. Við „disk- inn“ keyptu menn öl, kaffi, vín og smurt brauð. Ö1 var selt bæði á flöskum og í ölkrúsum, þ.e. stórum ölglösum, er kost- uðu 20 aura, og önnur minni kostuðu, að mig minnir, 10 aura. Þá var líka öl og Porter blandað saman, og þótti sérstaklega góður drykkur og „fínn“. Margir drukku öl og brennivín við „diskinn“, flestir fluttu sig þó að borðunum, en þau voru ekki nema þrjú eða fjögur, og við þau nokkrir stólar og bekkir. Þetta var allt úr góðum við (eik), og því lítil hætta á að stólar og borð brotnuðu þó að róstusamt yrði. . . Ég er sannfærður um það, að ekki myndi ég nú una hag mínum lengi á slíkum stað sem „Stíunni“. Öl- og vínþefurinn var óþolandi og á þann ódaun bættist tóbaksreyk- urinn, sem stundum var svo mikill að naumast sást frá öðrum enda „Stíunnar“ til hins. Þessir drukknu menn slangruðu eftir gólfinu og ráku sig hver á annan og þegar leið á kvöldið sváfu sumir við borðin og var oft örðugt að vekja þá.“ ÞJÓÐFRELSISHETJA OG FYLLIRAFTUR Margir af frægustu og dáðustu foringjum íslendinga á síð- ustu öld voru forfallnir drykkjumenn. Þannig var um Benedikt Sveinsson, föður Einars Benediktssonar skálds, sem talinn var 80 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.