Heimsmynd - 01.06.1992, Side 84

Heimsmynd - 01.06.1992, Side 84
í ljós kom að aíi hennar haíði einnig misnotað þrjár aí ijórum systrum hennar og nokkrar írœnkur þeirra. hafði heitið því að segja aldrei frá því sem gerst hafði en eftir að hún tók að starfa með sjálfshjálparhópnum og var farin að taka virkan þátt í baráttu gegn kynferðislegri misnotk- un ákvað hún að segja fjölskyldunni frá, þá tuttugu og þriggja ára. „Ef sjálfshjálparhópurinn hefði ekki komið til veit ég ekki hvernig væri komið fyrir mér í dag.“ Hún hristir höfuðið. „Ég var komin svo ofboðslega langt niður andlega þegar ég leitaði mér hjálpar.“ Ólíkt ýmsum stúlkum sem hafa staðið í hennar spor- um, leitaði hún ekki í áfengi eða önnur vímuefni til að deyfa tilfinningar sínar, en hellti sér þess í stað út í íþróttir. nglingsárin eru flestum erfið og ekki einfaldar það málin þegar sjálfmynd viðkomandi er veik vegna áralangrar misnotkunar. Pað er samdóma álit flestra þeirra sem fengist hafa við þennan mála- flokk að kynþroskaaldur reynist flestum þol- endum sérlega erfiður tími. Pá virðist skipta miklu hvernig fyrsta reynsla viðkomandi af kynlífi er. „Pegar ég fór að lifa kynlífi á ný um sautján ára aidur“, segir hún en stoppar um leið og hún hefur látið þessi orð falla, horfir framan í mig og segir: „Hugsaðu þér að maður skuli hafa þurft að lifa kynlífi sem barn.“ Hún heldur áfram. „Ég var sautján ára þegar ég svaf fyrst hjá strák. Við unnum á sama stað og eftir vinnu eitt kvöld fór ég með honum heim. Hann var búinn að drekka og fannst sjálfsagt að það yrði eitthvað meira úr þessu. Þetta var ömurleg lífsreynsla fyrir mig. Ég var hrædd og vildi ekki sofa hjá honum en sagði ekkert og því miður gerðist það.“ Hún kynntist síðar manninum sínum og þau eignuðust fljótlega stúlku. „Þá var eins og ég félli í trans, hætti nánast að taka án þess að ég tæki eftir því.“ Hún trúði manni sínum fyrir því hvað afi henn- ar hafði gert henni en hann virtist hafa lítinn skilning á því sem hún hafði þurft að ganga í gegnum og sýndi því tak- markaðan áhuga. „Ég hef

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.