Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 88

Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 88
þær mæðgur voru ekki kallaðar í viðtal fyrr en móðirin hafði að eigin sögn rifist og skammast til að koma málum áfram. Að því búnu var stúlkan send í læknis- skoðun niður á Landsspítala þar sem kom í ljós að ódæðismaður- inn hafði skaddað hana, með fingrum og einhverjum hlutum. „Þetta er ekkert vafamál. Ekkert átta ára barn gæti búið til sögur eins og þær sem hún segir. Hann þuklaði hana, sleikti og tróð ein- hverju upp í kynfæri hennar þannig að hana verkjaði marga daga á eftir.“ Það tekur á móður- ina að þurfa að segja frá þeim óhugnaði sem dóttir hennar þurfti að þola. egar hún hugsar til baka man hún eftir ýmsu í fari dóttur sinnar sem hún getur skýrt núna en gat ekki þá. „Ég fór til dæmis með hana til læknis í febrúar 1989 vegna magaverkja. Hún fór allt í einu að fá svo mikla maga- verki og martraðir á næturnar. Heimilislæknirinn fann ekkert sem gæti skýrt verkina svo að tveimur mánuðum seinna var hún lögð inn á Landakot. Þar voru teknar af henni röntgen- myndir hátt og lágt og athugaður botlanginn en það datt náttúru- lega engum í hug að þetta gæti verið eitthvað andlegt. Nú eftir að hún hefur sagt frá eru erfið- leikar hennar og vanlíðanin yfir- þyrmandi, stundum er ég nánast komin að því að gefast upp. Það brjótast fram ofsafengnar tilfinn- ingar hjá henni, hún er skapstygg, grætur og þarf mikla hlýju. Það er ekki lengur nóg að fara með fað- irvorið og eina litla bæn heldur verðum við oft að halda utan um hana þangað til hún sofnar. Hún á hrikalega erfitt og við erum meira og minna allan sólarhring- inn á fullu í kringum hana. Það er fyrst núna sem mér finnst eins og að hún sé farin að róast dálítið." Stúlkan hefur gengið til sál- fræðings, Aðalsteins Ingólfssonar, sem þær mæðgur telja að hafi hjálpað mjög mikið. Jafn ótrúlegt og það kann að hljóma þá verða foreldrar barnsins að bera kostn- að af sálfræðiþjónustu auk alls annars sem til fellur. Móðir stúlk- unnar varð að skipta um starf vegna þess að hún gat ekki lengur sinnt fyrri vinnu sinni sem var mjög krefjandi og þoldi ekki miklar fjarvistir. Fjárhagur fjöl- skyldunnar hefur versnað af þess- um sökum og nefnir hún sem Jaín ótrúlegt og það kann að hljóma þá verða íoreldr- ar barnsins að bera sjálíir allan kostnað aí læknis- og sálírœðiþjón- ustu. dæmi að vikuleg laun hennar sem voru að jafnaði átján til tuttugu þúsund krónur útborguð laun fari nú allt niður í sjö þúsund ef hún hefur þurft að vera mikið fjarver- andi vegna dóttur sinnar. „Ég hef orðið að taka frí til að fara með hana í læknisskoðun, til sálfræð- ingsins eða bara vegna þess að henni líður svo illa að ég get ekki farið frá henni. Maður lætur barn- ið ganga fyrir þegar það á svona bágt. Þetta er vissulega mikill kostnaður, en mér er alveg sama, ég myndi fara með hana til sál- fræðings þótt það kostaði tíu þús- und í hvert sinn en ekki tvö þús- und og átta hundruð.“ Hún viður- kennir þó að sér finnist þetta mjög óréttlátt, nær væri að láta þá sem brjóta gegn barninu borga. „Ég lofaði dóttur minni því að hún þyrfti aldrei að sjá þennan mann aftur meðan hún væri að vaxa úr grasi. Þess vegna hef ég þvertekið fyrir að hún beri vitni gegn honum í málinu, eða eins og lögreglan stakk upp á, bendi á hann í hópi nokkurra karlmanna. Nú spyr hún oft á dag, af hverju hann sé ekki í fangelsi því hún er alltaf hrædd um að hann komi. Hann hefur ekki verið settur í gæsluvarðhald, ekki í fimm mín- útur. Fyrst neitaði hann öllu. En þegar ég sagði lögreglunni frá því að síðastliðið sumar hefði hann orðið uppvís að því að reyna að nauðga þrettán ára dóttur vinnu- félaga síns í útilegu viðurkenndi hann að hafa nokkrum sinnum þuklað dóttur mína í gegnum föt- in. Þessi tilraun til nauðgunar var ekki kærð, en hann var handtek- inn af lögreglu og eftir að þetta gerðist hefur hann ekki verið vel- kominn inn á mitt heimili. Kona hans, sem er náskyld manni mín- um, kom hins vegar oft með strákana. Ég held að hún hafi aldrei haft hugmynd um hvernig í pottinn var búið enda flutti hún með drengina til móður sinnar þegar hún frétti þetta og hefur ekki talað við hann síðan.“ Mað- urinn sem um ræðir tengist að sögn móðurinnar skemmtistað í bænum þar sem hann hefur að- gang að stórum hópi ungra stúlkna, þrettán til fjórtán ára. Hún telur sig vita að hann notfæri sér þessa aðstöðu óspart. Hún tel- ur fulla ástæðu til að taka hart á máli hans og bendir á að hann sé ekki veikur og hafi fulla stjórn á eigin lífi. „Þessir menn eru að mínu mati bara ótíndir glæpa- menn. Mér finnst ljótt að segja við barn sem hefur lent í þessu að maðurinn eigi bágt. Það er gert svo lítið úr barninu með því að segja þetta, það á bágt, ekki sá 88 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.