Heimsmynd - 01.06.1992, Side 90

Heimsmynd - 01.06.1992, Side 90
Hvað segir. . . framhald af bls. 16 ekki skilja hvernig Hrafn hefði hugsan- lega átt að geta notað 4,5 milljón króna styrk úr kvikmyndasjóði til undirbúnings myndar um Jón Þumlung, sem hann fékk á sama tíma og hann var á kafi í að leik- stýra 500 milljón króna sjónvarpsmynd, dýrasta samstarfsverkefni Norðurland- anna til þessa. Er maðurinn þá ekki beðinn um að gera kvikmyndasjóði grein fyrir þessu? spyr ég. ]ú, segir Nóri: En hann skilar engu inn. Og við síðustu úthlutun úr sjóðnum var 42 milljónum til leik- inna kvikmynda skipt jafnt milli hans og Guðnýjar Halldórsdóttur Laxness. Guðný þurfti að láta stjórn kvikmyndasjóðs í té skriflegar staðfestingar um erlenda fjármögnun áð- ur en hún fengi eyri útborgaðan af styrknum. En þegar átti að setja sömu skilyrði fyrir útborgun til Hrafns komst stjórnin að því að hann var þegar búinn að fá að minnsta kosti 15 milljónir í hend- urnar án uppáskriftar frá sjóðnum. Þetta með Jón og séra Jón, skilurðu. Kvik- myndasjóður mun hafa beðið um skýringu frá ráðuneytinu vegna þess arna. Það er þó sérstök úthlutunarnefnd sem hlýtur að teljast ábyrg fyrir því að velja Hrafn aftur og aftur úr hópi hinna fjöl- mörgu umsækjenda um styrki, segi ég. I þeirri nefnd sitja þrjár manneskjur, maður sem þar til fyrir skemmstu var út- gáfustjóri hjá Almenna bókafélaginu og gaf út allar ritsmíðar Hrafns, kona sem vinnur á dagskrárdeild Sjónvarpsins og leikari sem oft er í aðalhlutverkum hjá Hrafni. kki trúi ég öðru en að þetta fólk reyni að vinna sitt starf af heiðarleika og samvisku- semi, segi ég. Það getur verið, segir Nóri: En hvað gerir venjulegt fólk þegar þungavigtarmenn þjóðarinnar heiðra það með símtölum og hollum ráðum? Heldurðu að ég trúi því að stjórnmála- menn beiti nefndarmenn svona grófum þrýstingi? segi ég. Dómgreindin slævist stundum á síð- kvöldum ekki síst ef verið er að dreypa á göróttum drykkjum sem fyrirmenn neyð- ast stundum til að hafa um hönd vegna embættisverka utan vinnutíma, segir Nóri, stendur upp og gengur fram í gluggaútskotið. Töfraljómi sólskinsins er horfinn og birtan í stofunni er orðin ósköp grá og miskunnarlaus. Nú skal ég segja þér dálítið, segir Nóri: Fermingarsystir mömmu, sem er afskap- lega grandvör manneskja og frábær hannyrðakona, á son sem er alþingis- maður. Hann er besti náungi en óhemju- lega andfúll. Þingmaðurinn sagði móður sinni að einn úr úthlutunarnefnd kvik- myndasjóðs hefði hringt til sín og trúað sér fyrir því að hann hefði lent í erfiðri klemmu. Nefndin var víst komin að nið- urstöðu og ætlaði að láta Guðnýju Hall- dórsdóttur fá 21 milljón og Hilmar Odds- son líka 21 milljón í myndina um Jón Leifs. Aðeins átti eftir að ganga frá þessu og tilkynna uthlutunina. Hvað skyldi þá hafa gerst? Nóri er mjög dramatískur á svip og tekur örlitla kúnstpásu áður en hann bætir við: Klukkan er fjögur um nótt og nefndar- maðurinn sefur á sitt sæta eyra. Síminn á náttborðinu hringir. Og hver skyldi þetta hafa verið? Mjög valdamikill maður að hringja í næstum ókunnugan mann klukkan fjögur um nótt! ekki vissi móðir þingmann- sins nákvæmlega hver orða- skiptin urðu í þessu undar- lega nætursímtali, segir Nóri: En daginn eftir mun nefndin hafa tilkynnt að Guðný og Hrafn fengju 21 milljón hvort. Ekkert var minnst á Hilmar Oddsson. Hann fékk þó síðar einhverja lús úr Menning- arsjóði útvarpsstöðva sem Hrafn er for- maður fyrir. Og ætli hann fái ekki ein- hver verkefni hjá Sjónvarpinu líka þegar Hrafn kemur þangað aftur eftir orlof sitt. Ég skil ekki hvernig þér dettur í hug að hafa svona fáránlegar sögur eftir fólki, segi ég: Þetta væri gífurlegt hneyksli ef satt væri. Það sagði þingmaðurinn líka, segir Nóri. Slíkir menn gefa ekki svona höggstað á sér, segi ég. Það talar hver eins og hann hefur vit til, segir Nóri: Þú ert skarpskyggn og fundvís á samherja eða hitt þó heldur. Nóri dregur stóran rauðan silkiklút upp úr buxnavasanum og snýtir sér í hann. Ég man til dæmis ekki betur en þú segðir mér að þú hafir einu sinni klöngr- ast inn um glugga á Fjalakettinum með ungum og efnilegum manni sem þú hélst að væri tilvalinn að hjálpa þér að búa til listamiðstöð þar sem atómskáld, klessu- málarar og lauslátar mussukerlingar gætu setið og þambað rauðvínsrudda úr leirkrúsum. Svo skrifuðuð þið kumpánar saman undir áskorun til bæjarstjórnar- innar um að húsið yrði keypt af Kela Valda til þessara nota. Og hvernig fór svo fyrir Fjalakettinum? Hann var rifinn á endanum, segi ég. Hver réði því? spyr Nóri. Sá sem fór með mér inn um gluggann forðum daga, svara ég. Það sýnir hvað þú ert mikill mann- þekkjari, segir Nóri. ■ Matur. . . framhald af bls. 30 Að sögn Hjördísar nota Cajunar mikið af kryddi og jurtum. Matur þeirra byggir mikið á súpum og kássum. Frægastir hafa þeir orðið fyrir rétt sem er sam- bland af þessu tvennu og kallaður er Gumbo „Það er hægt að búa til Gum- bo úr öllu mögulegu til dæmis sjávar- réttum, kjúklingum og reyndar nota þeir einnig héra og kanínur og fleira fiðurfé sem ekki fæst hér. íslenskir sjávarréttir eru kjörnir í þennan rétt þó að úrvalið mætti vera meira. Með þessu borða þeir hrísgrjón og æðislega gott kartöflusalat sem þeir búa til sitt eigið majones í.“ Cajun er að verða tískufyrirbæri í Bandaríkjunum. Upphafsmaður þeirrar bylgju er Paul Poudom sem setti á stofn veitingahús í New Orleans sem nú er orðið mjög frægt. Hann hefur gert þess- ari matreiðsluhefð hærra undir höfði en nokkur annar. I pílagrímaför sinni heimsóttu Hjördís og Olafur meðal annars þetta veitinga- hús og urðu yfir sig hrifin. Þar var þessi matreiðsluhefð upprunaleg en fullt af bastörðum af þessari matreiðsluhefð er að finna víða um Bandaríkin. Þar var einnig að finna ýmis lítil veitingahús meðfram þjóðveginum þar sem þessi tegund matargerðarlistar var iðkuð af mikilli snilld. Þar var enga hamborgara né pizzur að fá. Þrátt fyrir að Hjördís hafi komið víða við í matargerð segir hún matargerð Caj- una engu líka. Að hluta til felst það í því sem þeir kalla Roux og er einhvers kon- ar sósujafnari, búinn til úr hveiti og olíu og steikt á pönnu. Því lengur sem það er steikt því sterkari verður kássan. „Það eru einhverjar beytingar sem verða í hveitinu og olíunni sem gefa matnum al- veg sérstakt bragð. Auk þess nota þeir mikið af ýmiss konar kryddi, hvítlauk, lauk, basilikum og timijan, sellery og mikið af rauðum pipar, ceyenne eða chil- ipipar. Þetta eru alls ekki flóknar upp- skriftir ef maður hefur það við hendina sem til þarf en þær geta verið tímafrek- ar.“ Hún segir mat þeirra mjög bragðmik- inn og oft mjög sterkan. „Það er alveg sama hversu fátækur eða ríkur þú ert, það er alltaf hægt að búa til Gumbo í þann rétt er hægt að nota nánast hvaða hráefni sem er, undirstaðan er allaf áþekk.“ I mat Cajuna er einnig notað ýmislegt sem ekki fæst hér. Því gerði Hjördís sín- 90 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.