Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 91

Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 91
I ar ráðstafanir áður en hún kom til lands- ins. „Sterkar pylsur eru mikið notaðir í matreiðslu Cajuna, þær fást ekki hér á landi. Islendingar eru ekki miklir pylsu- gerðarmenn. Þegar íslendingar tala um pylsur hér þá er yfirleitt þrennt sem kemur til greina; pylsur, bjúgu eða med- isterpylsur. Ég hef meira að segja ekki séð medisterpylsur síðan ég kom heim. Cajunar nota pylsur sem heita An- douille sem eru raunar nauðaeinfaldar pylsur. Uppistaðan í þeim er hakkað svínakjöt, síðan ræður maður fitumagn- inu. Þær eru vel kryddaðar, settar í hólka og reyktar.“ En það er einmitt ástæðan fyrir því að reykofninn er úti á svölum hjá Hjördísi. Hún býr til og reykir pylsur. Hún segir þetta svo einfalt að það sé raunverulega hlægilegt: „Ef þú býrð til þínar eigin pylsur þá veistu að minnsta kosti hvað er í þeim. Því stundum þegar fólk heyrir minnst á pylsur sér það fyrir sér fitugar pylsur sem léttast um jafn- þyngd sína þegar þær eru steiktar.“ Það voru ýmis ljón í veginum þegar Hjördís ætlaði að komast yfir garnirnar sem nota þarf til pylsugerðar. „I Amer- íku er hægt að kaupa svínagarnir í metravís en hér er þeim öllum hent því það er ekki talið svara kostnaði að vinna þær“. Hún þarf því að notast við gervi- garnir sem hún segir ágætar, að minnsta kosti ætar en þær fær hún hjá Valdimar Gíslasyni. „Til þess að stunda pylsugerð þarf gamlan handhakkara og pylsuhólk sem hægt er að þræða görnina upp á og troða maukinu í. Svo er þetta reykt. En það er líka hægt að gera annars staðar en úti á svölum heima hjá sér.“ Hjördís hefur hugsað sér að leggja meira fyrir sig pylsugerð í framtíðinni. Og þegar eru margar vinkonur hennar búnar að biðja um að komast í læri til hennar. Hjördís segist sakna ýmislegs sem hún hafði við hendina í Bandaríkjunum, þar á meðal betra grænmetis og meira úrvals af ferskum kryddjurtum. „Fyrir mér að fara á grænmetismarkaðinn í Bandaríkj- unum er eins fyrir golfara að fara á golf- völlinn. Það er þó ýmislegt hægt að rækta í stofuglugganum, meðal annar myntu, basilikum, koríander, salvíu, steinselju, graslauk og timjan." Hjördís er þegar farin að velta fyrir sér armenskri matargerð, hver veit nema það verði eþíópísk næst?B Gumba að hætti Cajun búa Kjúklinga-Gumbo 1 msk salt 1 /2 tsk ceyenne pipar 1 /2 tsk svartur pipar 1 /2 tsk hvítur pipar 1 kjúklingur ca. 2 kg. 2 stórir laukar, smátt saxaðir 2 paprikur, smátt saxaðar 3 sellery-stilkar, smátt saxaðir 3 /2 lítri soð 1 kg. reykt svínapylsa, skorin í 1 cm þykk- ar sneiðar 1 búnt vorlaukur eða púrrulaukur tabasco sósa eftir smekk Til þess að geta búið til Gumbo þarf áður að búa til Roux og svínapylsu, An- douille. Kjúklingurinn er skorinn niður í smáa bita. Helmingnum af þurrkryddinu er blandað saman í skál og kjúklingabitun- um nuddað upp úr því. Þá er olía sett á pönnuna og kjúklingurinn steiktur. Hann er tekinn af pönnunni. Rouxið er sett á pönnuna ásamt helmingnum af öllu grænmetinu. Hrært vel og látið sjóða í smá stund. Þá er kjúklingnum blandað saman við og afgangurinn af grænmet- inu. í lokin er því sem eftir er af þurr- kryddinu blandað saman við. Þetta er látið malla í 45 til 60 mínútur. Hjördís lætur sér yfirleitt nægja 45 mínútur, ann- ars verður kjúklingurinn mauksoðinn. Með þessu borða Cajunar hrísgrjón og kartöflusalat. Roux 2 bollar jurtaolía 3 til 3 /2 bolli hveiti Olían er hituð vel. Best er að athuga hvort olían sé orðin nógu heit með því að skvetta örlitlu hveiti á olíuna. Ef það heyrist smá hviss er olían tilbúin. Hveitið er sett út í og hitinn minnkaður. í þessu þarf að hræra stanslaust í 30 til 45 mínút- ur þar til jafningurinn verður millibrúnn. Jafningurinn geymist í allt að tvær til þrjár vikur. Andouille, svínapylsan 2 msk hakkaður laukur 2 msk salt 1 tsk rauðar piparflögur 2 tsk ceyenne pipar 3 tsk paprika /4 tsk ground mais 2 tsk timijan 1 tsk nítrít salt 2 /2 kíló svínahakk /2 bolli kalt vatn Nítrítið hefur Hjördís fengið í SS en garnirnar til að setja í pylsumaukið hjá Valdimar Gíslasyni. ÖUu þessu er blandað saman og hnoð- að. Geymist í ísskáp yfir nótt. Þá er þetta sett í handhakkara með pylsuhólk og görnin sett framan á. Þegar pylsurnar eru tilbúnar þarf að setja þær í reyk. Hjördís hefur gjarnan sent sínar pylsur í Reykofninn í Kópavogi. Tilvalið er að gera nóg af þessari pylsu því hún geymist vel í frysti.B Lasta og. .. framhald af bls. 36 Bæði karlmenn og kvenmenn undir þrítugu eru að minnsta kosti með þrjá í takinu og það þykir ekkert tiltökumál. Allir vita af því og nánast enginn æsir sig, andrúmsloftið er afslappað. Það þyk- ir eðlilegt að fara út með þessum í kvöld og hinum á morgun. Smokkurinn er mik- ið notaður, fáir taka áhættu. Heitust í Bandaríkjunum um þessar mundir er leikkonan Sharon Stone sem leikur tvíkynhneigðan töffara í kvik- myndinni Basic Instinct, einni þeirra mynda sem útnefnd var til Óskarsverð- launa á dögunum. Þetta er myndin sem hommar og lespíur í Bandaríkjunum urðu æf yfir og mótmæltu harðlega fyrir utan húsið þar sem Óskarsverðlaunin voru afhent.B Tímaklukka. . . framhald af bls. 39 Einnig þurfa starfsmenn og atvinnurek- endur að prófa sig áfram með vaktakerfi. Rannsóknir sýna að vaktir sem breytast með klukkunni fara mun betur með starfsmenn en vaktir sem færast á móti klukkunni. Það verður þó ávallt undir hverju og einu okkar komið að finna út hvað hent- ar hverjum best. Þegar kemur að því að sofa og hvílast eru ekki til neinar algildar reglur. Við getum þó tekið lítil börn til fyrirmyndar. Það þarf ekki að kenna þeim að meta nauðsyn og gildi svefnsins. - þau bara sofa. Það myndum við öll gera ef við semdum okkur betur að lög- málum náttúrunnar og hlustuðum á okk- ar eigin tímaklukkur.B - Jóhanna H. Oddsdóttir Káta ekkjan. . . framhald af bls. 63 í fimm hundruð fermetrar. Það seldi hún fyrir þremur árum og nú býr hún í eitt hundrað og fimmtíu fermetra íbúð í stór- hýsi með vörðum, leikfimissal og sund- laug: „Ég var svo ánægð þegar ég fann þessa íbúð að margir héldu að ég væri lent á sjens.“ Einn vinur hennar neitaði að trúa því að íbúðin væri það eina stóra sem væri að gerast í lífi hennar, svo vel liti hún út. HEIMSMYND 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.