Heimsmynd - 01.06.1992, Page 95

Heimsmynd - 01.06.1992, Page 95
leikkonuna frægu sem var í sömu veislu. „Hún virkar mjög mannleg á mig og er afar glæsileg kona.“ Goðið sitt, Paul Newmann, fékk hún tækifæri til að heilsa upp á á góðgerðar- samkomu fyrir örfáum mánuðum. „Ég varð svo stressuð loksins þegar ég hitti hann að ég guggnaði á því að heilsa upp á hann. Mér fannst svo tilkomumikið að sjá hann að ég gat bara hreinlega ekki heilsað upp á hann.“ Hún hefur sjálfsagt nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki þorað. í flestum tilfellum finnst henni heldur hversdaglegt að hitta fyrir öll stórstirnin. Svo oft gerist það í lífi hennar. En hún getur ekki orða bundist yfir glæsileik Óskarsverðlaunaafhendingarinnar sem hún var aðnjótandi að á dögunum: „Ég hef alltaf fylgst grannt með afhendingu Óskarsverðlaunanna og fundist mikið til þessarar hátíðar koma. Þetta var algjört æði“, segir hún og íslendingurinn kemur sterkt fram í henni. „Ég hef alltaf verið límd við sjónvarpið þegar afhendingin hefur farið fram en að fá að upplifa hana fannst mér enn tilkomumeira. Sérstak- lega hvernig öllu var fyrirkomið. Hátíðin var haldin á torgi sem búið var að breiða tjald yfir. í loftið höfðu verið settir silfur- litir þræðir sem bærðust um og minntu mig á Norðurljósin,.öll atriðin voru stór- glæsileg, bókstaflega allt var miklu meiri upplifun en ég átti von á.“ höllu Linker var boðið sem ræðismanni íslands á há- tíðina í tilefni þess að ís- lensk mynd var að keppa til úrslita. „Ég var svo spennt að ég var eins og tíu ára gamall krakki. Stundum þegar maður hlakkar svona mikið til verður maður skúffaður þegar maður kemur á staðinn. En ég verð að segja að í þessu tilfelli var þetta miklu meira en ég bjóst við. Manni var ekið um á limósínu með íslenska og bandaríska flagginu á. Á þessari stundu varð mér hugsað til þess hvað það býr stórkostleg þjóð á íslandi. Hugsunarhátturinn er að þeim finnst þeir geta gert allt, þess vegna geta þeir gert allt.“ Halla sá Börn náttúrunnar þegar hún kom hingað til landsins í febrúar en þá hafði hún heyrt heilmikið jákvætt um myndina í Los Angeles. Dagurinn í lífi Höllu Linker minnir mann óneitanlega á líf ríku kvennanna í bandarískum bíómyndum. Hún byrjar oft daginn með því að fá sér hádegisverð á veitingastað með vinkonum sínum. Auk þess stundar hún góðgerðarstarf- semi ásamt mörgum fínum frúm: „Þetta eru allt konur sem eiga mjög vel efnaða menn. Þær þurfa ekki að vinna fyrir sér.“ Hún segir góðgerðarstarsemina geta ver- ið fulla vinnu. Stundum fara vinkonur hennar af stað klukkan níu á morgnana og komi ekki heim fyrr en klukkan fimm á kvöldin. „Ég þekki engar konur sem þurfa að vinna fyrir sér. Tíðarandinn er þó svipaður hjá yngri konunum í Banda- ríkjunum og á íslandi. Ungar konur þurfa og vilja vinna fyrir sér.“ halla stundar einnig há- skólanám í spönsku, frönsku og fornleifafræði og sækir frá tveimur upp í fimm tíma á viku í hverju fagi og er að auki elsti nemandinn í þessum fögum í háskóla er nefnist UCLA, virtum háskóla sem er skammt frá heimili hennar í Los Angel- es. Hún segist skemmta sér konunglega með unga fólkinu. Áhuga á fornleifa- fræði fékk hún á ferðalögum sínum um heiminn og er að vonast til að komast í námsferð út í heim með samnemendum sínum. Hún segir ungar íslenkar konur mjög líkar þeim bandarísku: „Mér finnst ís- lenskar konur halda sér nokkuð vel, alla vega minn árgangur.“ Raunar finnst henni íslenskt þjóðfélag alltaf vera að líkjast því bandaríska meir og meir. „Það er af sem áður var þegar mikið var lagt upp úr því að konur væru góðar hús- mæður. Nú er setið yfir sjónvarpinu og pizzan borðuð og sveskjugrauturinn er eldaður úr pökkum jafnt hér á landi sem í Bandaríkjunum.“ Henni finnst margar íslenskar konur hafa mjög ranga mynd af amerískum konum. Þær haldi að þær amerísku lesi aldrei bók: „Ég þekki margar amerískar konur sem eru miklu myndarlegri en nokkur íslensk húsmóðir sem ég þekki. Ég þekki til að mynda eina konu sem saumar allt á sjálfa sig, saumar gardínur í stofuna og gerir upp mublur. Sú kona er afskaplega dugleg sem og margar aðrar bandarískar konur sem ég þekki.“ En hún tjáir mér að þetta séu konur sem ekki séu útivinnandi. ó Höllu finnist mikið til þjóðar sinnar koma segir hún í hreinskilni að hún gæti ekki hugsað sér að flytjast hingað til lands, líf sitt í yfir fjörutíu ár hafi hún skapað erlendis. En Halla er kona sem kann að njóta lífsins, að því leyti stendur hún framar flestum kynsystrum sínum. Og hver veit nema að hún standi við ræt- ur mesta ævintýris lífs síns nú?B Glæsilegt úrval af úrum, klukkum og loftvogum, ennfremur gull og silfurvörum. Önnumst viðgerðir á allskonar klukkum og úrum. Sérsmíðum gler á allar tegundir úra. Póstsendum. VEITUSUNDI3 ö, v/Hallærjsplan S: 13014 HEIMSMYND 95

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.