Heimsmynd - 01.06.1992, Side 97

Heimsmynd - 01.06.1992, Side 97
þjóðina og tengdist sjálfstæðisbaráttunni. Brennivín var þá mjög ódýrt og fékkst í hverri búð. Par var jafnvel algengt að gefa mönnum staup af brennivíni í kaup- bæti eða til að liðka fyrir viðskiptum. Margir litu því á brennivínið sem mark- vissa eitrun fyrir þjóðina til þess að slæva hug hennar og koma í veg fyrir að hún risi upp gegn erlendum yfirboðurum. Hún væri eins konar ópíum fólksins, eins og Karl Marx sagði um trúarbrögðin. Gömlu brennivínsberserkirnir héldu að vísu flestir áfram að drekka sér til óbóta - eða taka inn ópíum - en nú fór unga fólkið að hafna þessum meðölum. Blaðið Fjcillkonan sagði svo frá fyrstu stúkustofnuninni í Reykjavík: ood-templars(bindindis) félag er stofnað hér í Reykjavík fyrir forgöngu Bjarnar Pálssonar frá Ak- ureyri. Gengnir í það um 50 manna. Þetta er mjög þarft og lofsvert fyrirtæki. Reykjavík hefir lengi verið drykkjurútabæli og eyðileggingarkví margra ungra manna sem hafa látið sig veiða í freistinganetum víndrykkjunnar. Pað er vonandi að sem flestir gangi í félag þetta og tala félags- manna margfaldist á skömmum tíma og þeim fari daglega fækkandi sem með sið- ferðisspilltri umgengni ganga fram hjá skyldum sínum við konu og börn til að svala víngræðgisþorsta sínum í eitur- brunni ofdrykkjunnar. Menn af öllum stéttum ættu að finna hvöt hjá sér til að styrkja félag þetta; einkum væri það þýð- ingarmikið fyrir útbreiðslu félagsins ef embættismenn gengju í það því þeir hafa jafnan mikil áhrif á lífernisstefnu hinna lægri stétta og hafa því miður allt of marg- ir gefið alþýðumönnum miðlungi gott for- dæmi með Bakkusardýrkun sinni.“ Góðtemplarar beittu sér fyrir nýjum og hertum lögum um áfengissölu og hófu áróður gegn því að kaupmenn seldu vín í búðum sínum. Smám saman fór því að draga úr drykkjuskap og má segja að sú þróun hafi náð hámarki sínu með vín- banninu sem gekk í gildi á nýársdag 1915. En það stóð ekki lengi og spyrja má hvort við stöndum í sömu sporum nú og við gerðum fyrir 1885.■ EF ÞÚ GERIST ÁSKRIFANDIAÐ FÆRÐ ÞÚ ÞRIÐJA HVERT BLAÐ FRÍTT! - ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERA ÁSKRIFANDI - ÁSKRIFTARSÍMI622020 HEIMSMYND 97

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.