Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Qupperneq 10

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Qupperneq 10
Lok þjónustu Í lok þjónustu fara flestir einstaklingar í virka þátttöku á vinnumarkaði. Þeim sem ekki útskrifast frá VIRK með fulla starfsgetu er boðið að fara í starfsgetumat þar sem fagaðilar leggja formlegt mat á starfsgetu sem byggir bæði á gögnum og upplýsingum í starfsendurhæfingarferlinu sem og klínísku mati þeirra lækna og annarra sérfræðinga sem koma að matinu. 1346 einstaklingar luku þjónustu hjá VIRK á árinu 2015 og er það mesti fjöldi sem hefur útskrifast frá VIRK á einu ári. Það sem einkum einkennir þann hóp sem útskrifaðist frá VIRK á árinu 2015 er eftirfarandi: • Hlutfallslega fleiri ungir einstaklingar útskrifuðust á árinu 2015 en árin þar á undan. Þetta er í takt við þá þróun í aldursdreifingu sem kemur fram í mynd 5. • Um er að ræða nokkuð stóran hóp sem hefur verið lengi í þjónustu VIRK og vandi þeirra því fjölþættur og flókinn. Þetta má m.a. sjá á mynd 6 sem sýnir tímalengd í þjónustu VIRK eftir útskriftarári. Þess má einnig geta að ýmsar breytingar í vinnuferlum hjá VIRK hafa leitt til þess að auðveldara er nú að taka ákvörðun um lok þjónustu en áður. • Færri stöðugildi einstaklinga eru með laun á vinnumarkaði við útskrift miðað við árin þar á undan. Þetta orsakast m.a. af stöðu þessa hóps við upphaf þjónustu og alvarleika þeirra vandamála sem þessir einstaklingar hafa glímt við eins og fram kemur m.a. í myndum 3 og 4. Ef hins vegar eru teknar saman upplýsingar um vinnumarkaðsþátttöku einstaklinga (en ekki stöðugildi) við lok þjónustu þá er hún svipuð á árinu 2015 og árin þar á undan eða um 75%, eins og sjá má á mynd 7. Þ.e. svipað hlutfall einstaklinga fer í einhverja þátttöku á vinnumarkaði á árinu 2015 og árin þar á undan en fleiri fara þá í hlutastarf eða í nám að hluta á móti öðrum greiðslum. Ástæða þessa er m.a. sú að fleiri einstaklingar með flóknari vanda hafa bæði leitað til VIRK og útskrifast frá VIRK á undanförnum tveimur árum en var árin þar á undan. Starfsemi VIRK er mjög ung, þjónustan hefur einungis verið veitt í um 7 ár. Það er eðlilegt í þróun á starfsemi sem þessari að hlutfallslega fleiri útskrifaðir einstaklingar fari í vinnu í upphafi starfseminnar en þegar frá líður því í upphafi starfseminnar er stærri hópur útskrifaður sem þurfti minni þjónustu og styttri þjónustutíma. Þeir einstaklingar sem glíma við flóknari og fjölþættari vanda og þurfa lengri tíma útskrifast ekki á fyrstu árum starfseminnar en hafa verið að útskrifast í meira mæli á síðustu tveimur árum. Þess má líka geta að eftir setningu laga nr. 60/2012, þ.e. á árunum 2013- 2015, hefur mun stærri hópur komið í þjónustu VIRK sem hefur litla eða enga sögu á vinnumarkaði og ekki hefur alltaf verið mögulegt að auka vinnugetu þessara einstaklinga. Árangur VIRK Hlutverk VIRK er skýrt - það er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfs- endurhæfingarþjónustu. Markmiðið er síðan að koma fleiri einstaklingum í virka þátttöku á vinnumarkaði í samstarfi við aðra aðila velferðarkerfisins. Það er hins vegar flókið að meta árangur af starfsemi eins og VIRK. Til að unnt sé að gera það þá þarf bæði að finna rétta mælikvarða á árangur starfseminnar og eins að vera mögulegt að greina áhrif VIRK á einstaklinga í flóknu samspili við fjölda þjónustuaðila innan velferðarkerfisins. Kerfið inniheldur þar að auki ýmsar hindranir sem koma stundum í veg fyrir að einstaklingar fari í virka þátttöku á vinnumarkaði í kjölfar starfsendurhæfingar eins og nánar verður vikið að hér á eftir. 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0 Aldursdreifing einstaklinga sem hefja þjónustu hjá VIRK hlutfallsleg skipting innan hvers árs 2011 2012 2013 2014 2015 <25 25-34 35-44 45-54 55-64 65+ 5 19 26 25 22 34 21 26 27 20 2 7 22 26 24 18 2 11 26 27 20 15 16 29 23 20 12 11 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0 Hve lengi eru einstaklingar í þjónustu hjá VIRK? Tímalengd eftir útskriftarári 2012 2013 2014 2015 0-3 mán 3-6 mán 6-12 mán 12-18 mán 18-36 mán yfir 36 mán 4 10 31 23 31 0 13 34 19 28 3 12 32 23 25 5 9 26 26 33 5 3 3 1 Mynd 5 Mynd 6 10 virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.