Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Side 18
MANNAUÐUR VIRK
UPPSPRETTA
ÁRANGURS
VIRK ER METNAÐARFULLUR VINNUSTAÐUR ÞAR SEM LÖGÐ
ER ÁHERSLA Á JÁKVÆÐAN STARFSANDA SEM EINKENNIST
AF STERKRI LIÐSHEILD. VIRK KAPPKOSTAR AÐ SKAPA
JÁKVÆÐA MENNINGU MEÐ TRAUSTU STARFSFÓLKI.
GILDI VIRK ERU FAGMENNSKA, VIRÐING OG METNAÐUR.
STARFSFÓLK, RÁÐGJAFAR OG SAMSTARFSFÓLK ER HVATT
TIL AÐ HAFA GILDIN AÐ LEIÐARLJÓSI Í STÖRFUM SÍNUM.
AUÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR sviðsstjóri mannauðs og gæða hjá VIRK
H
já VIRK Starfsendurhæfingarsjóði
starfa 32 starfsmaður í 29 stöðu-
gildum, 27 konur og 5 karlar.
Menntunarstig er hátt en 23
starfsmenn eru með háskólapróf og stór
hópur þeirra er einnig með framhaldsgráðu
á háskólastigi.
Mikil áhersla er lögð á að ráða hæft og
áhugasamt fólk í samræmi við gildandi lög,
reglur og kröfur. Þegar nýir starfmenn hefja
störf hjá VIRK skila þeir inn leyfisbréfi eða
prófskírteini til staðfestingar á menntun
sinni. Einnig skila þeir inn sakavottorði og
eru þessi gögn vistuð rafrænt ásamt ferilskrá
þeirra.
Móttaka nýrra starfsmanna er markviss og í
boði eru samkeppnishæf starfskjör sem taka
mið af verkefnum starfsfólks sem og þróun
á vinnumarkaði. Starfslýsingar eru til fyrir öll
störf hjá VIRK en þar koma fram meginþættir
starfs, umfang, ábyrgðarhlutverk og einnig
er tilgreint hvaða menntunar- og hæfnikröfur
eru gerðar til hvers starfs.
Við leggjum áherslu á öflugt upplýsingaflæði
og skýrar boðleiðir og vikulega er fundur með
framkvæmdastjóra og einnig fundar hvert svið
saman vikulega. Starfsfólk VIRK heldur einnig
reglulega fundi með tengiliðum ráðgjafa,
heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, Vinnu-
málastofnun, TR, lífeyrissjóðum, félagsþjón-
ustu og geðdeildum svo eitthvað sé nefnt.
Einnig eru haldnir upplýsingafundir með
stéttarfélögum einu sinni á ári þar sem farið er
yfir ávinning af starfi VIRK og rýnt í tölur þess
stéttarfélags sem fundað er með.
Frammistöðusamtöl eru haldin á hverju ári
þar sem farið er yfir starfsánægju, starfsanda,
líðan starfsfólks, samskipti, upplýsingaflæði,
almenna frammistöðu sem og óskir starfsfólks
um þróunarþarfir og viðbrögð við þeim. Það
er síðan sameiginleg ábyrgð starfsfólks og
stjórnenda að viðhalda faglegri þekkingu og
efla hæfni í starfi með því að fjárfesta í fræðslu
og þjálfun.
Árið 2016 hófst með metnaðarfullri liðs-
heildarþjálfun sem allir starfmenn VIRK
taka þátt í. Byrjað var á kröftugu erindi um
hvað einkennir góða liðsheild, hvers vegna
hún er svo eftirsóknarverð og hvað þarf til
að vera í framúrskarandi liði og viðhalda því.
Því næst fór starfsfólk í persónuleikapróf þar
sem styrkleikar hvers og eins voru kortlagðir
og farið yfir hvernig hver og einn getur aukið
framlag sitt til liðsheildarinnar. Í framhaldi
munu svo fara fram leiðtogavinnustofur með
stjórnendum og vinnustofur með starfsfólki
þar sem áherslur framúrskarandi liðs eru
þjálfaðar.
Það er mjög mikilvægt að hver og einn starfs-
maður sé þátttakandi í þróun og vegferð
VIRK. Að starfsmenn hafi kjark og styrk og
upplifi traust og virðingu alls samstarfsfólks.
Við vitum að á því veltur árangur VIRK til
samfélagsins alls og þannig horfum við
björtum augum til framtíðar!
Það er mjög
mikilvægt að
hver og einn starfsmaður
sé þátttakandi í þróun og
vegferð VIRK. Að starfsmenn
hafi kjark og styrk og upplifi
traust og virðingu alls
samstarfsfólks.“
18 virk.is