Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 22

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 22
SIÐAREGLUR RÁÐGJAFA VIRK Á vordögum 2015 vann hópur ráðgjafa og sérfræðinga hjá VIRK að gerð siðareglna fyrir ráðgjafa VIRK sem starfa hjá stéttarfélögum um allt land. Til liðs við hópinn var fenginn siðfræðingur frá Háskóla Íslands sem leiðbeindi og gaf góð ráð. Flestar starfsstéttir hafa siðareglur sem umgjörð um starf sitt. Tilgangur þeirra er að leiðbeina um góða og samræmda framkvæmd og veita leiðsögn um hvernig bregðast eigi við þegar siðferðileg álitamál koma upp í starfi. Með siðareglum viljum við styrkja fagleg vinnubrögð, efla traust og skýra ábyrgð ráðgjafa. Á fræðsludögum ráðgjafa VIRK sem haldnir voru í maí 2015 kynnti vinnuhópurinn drög að reglunum og allir ráðgjafar fengu tækifæri til að viðra hugmyndir sínar og koma með tillögur og ábendingar um hvað betur mætti fara. Siðareglurnar voru síðan gefnar út í október og innleiddar á fræðsludögum ráðgjafa haustið 2015. Þær hanga uppi á skrifstofum ráðgjafa og eru einnig aðgengilegar einstaklingum í þjónustu á starfsstöðum þeirra sem og á heimasíðu VIRK. VIRK er stolt af þessum siðareglum og hve margir áttu aðkomu að gerð þeirra. Siðareglurnar aðstoða ráðgjafa við að taka heillavænlegar ákvarðanir, efla fagmennsku í samskiptum, skerpa á hugsjónum og styrkja störf ráðgjafa VIRK um allt land. ÞANNIG VINNUM VIÐ Ráðgjafar hlusta á erindi um siðareglur. 22 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.