Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Síða 28

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Síða 28
VIRK Á Í GÓÐU SAMSTARFI VIÐ FAGFÓLK UM ALLT LAND EN ÞAÐ ER LIÐUR Í AÐ TRYGGJA FJÖLBREYTTA OG EINSTAKLINGSMIÐAÐA ÞJÓNUSTU FYRIR EINSTAKLINGA Í STARFSENDURHÆFINGU. ALLT FRÁ UPPHAFI HEFUR MIKIL ÁHERSLA VERIÐ LÖGÐ Á AÐ NÝTA FAGFÓLK Á HVERJU SVÆÐI FYRIR SIG OG STARFA SÉRFRÆÐINGAR VIRK OG RÁÐGJAFAR UM ALLT LAND NÁIÐ MEÐ ÞJÓNUSTUAÐILUM Í ÞEIM TILGANGI AÐ ÞRÓA SAMAN ÚRRÆÐI SEM HENTA ÞEIM FJÖLBREYTTA HÓP SEM NÝTIR ÞJÓNUSTU VIRK. RÁÐGJAFI VINNUR NÁIÐ MEÐ FAGFÓLKI Á ÞVÍ SVÆÐI SEM UM RÆÐIR OG RÆÐST ÞVÍ FRAMBOÐ AF ÚRRÆÐUM Í MÖRGUM TILVIKUM AF ÞEIRRI ÞEKKINGU SEM ER TIL STAÐAR. ÞJÓNUSTUAÐILAR Í STARFSENDURHÆFINGU UM ALLT LAND RAGNHILDUR BOLLADÓTTIR verkefnastjóri hjá VIRK B oðið er upp á heildstæð einstaklingsbundin úrræði sem mæta þörfum einstaklinga í samræmi við matsferil VIRK. Lögð er áhersla á fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu sem tekur mið af aðstæðum þeirra einstaklinga sem njóta þjónustu VIRK. Til þess er keypt þjónusta fagfólks sem er starfandi á hverju svæði fyrir sig. Um er að ræða m.a. starfsendurhæfingarstöðvar, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, símenntunaraðila og annað fagfólk sem býður fjölbreytta og faglega þjónustu fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu í kjölfar heilsubrests. Þessir aðilar gegna allir mjög mikilvægu hlutverki í starfsendurhæfingarþjónustu hér á landi. Bæði er um einstaklings- og hópúrræði að ræða en einnig er stuðst við netið til að sinna einstaklingum í dreifðum byggðum. Rík áhersla hefur verið lögð á að bæta aðgengi að slíkum úrræðum um allt land. Ráðgjafar VIRK eiga í góðu samstarfi við ofangreinda aðila sem og atvinnurekendur og stofnanir á sínu svæði. Á árinu voru ferlar vegna samstarfs við þjónustuaðila þróaðir enn frekar samhliða ISO 9001 gæðavottunarferli. Unnið var markvisst birgjamat ásamt því að formlegar hæfniskröfur voru skilgreindar og innleiddar að fullu. 28 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.