Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 36

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 36
FYRIR RÉTT UM ÁRI ÚTSKRIF- AÐIST KRISTJÁN RÚNAR EGILS- SON ÚR SAMSTARFI VIÐ VIRK. „ÉG HEF TVISVAR VERIÐ Í SAMSTARFI VIÐ VIRK, FYRRA SKIPTIÐ ÁRIÐ 2011 TIL 2012 OG SVO AFTUR Í EITT ÁR, FRÁ 2014 TIL FEBRÚARBYRJUNAR 2015“ SEGIR KRISTJÁN RÚNAR. HJÁ VIRK ÖÐLAÐIST ÉG STYRK KRISTJÁN RÚNAR EGILSSON nemi í prentsmíði É g leitaði fyrst samstarfs við VIRK í gegnum stéttarfélagið mitt BSRB eftir að ég lenti í vinnuslysi árið 2011. Ég skaddaðist á hendi þegar ég fékk vinnuhurð á hendina. Ég starfaði þá sem sundlaugarvörður og hafði unnið sem slíkur í eitt ár. Ég var óvinnufær eftir þetta slys, varð að fara í skurðaðgerð með hendina. Ég er frá náttúr- unnar hendi það sem kallað er „ofurliðugur“, það þýðir að ég er í meiri hættu á að fá meiðsl en gerist og gengur. Ég hef fimm sinnum farið í aðgerðir vegna áverka þessu tengdu. Starfsmaður hjá sjúkrasjóði BSRB benti mér á að leita samstarfs við VIRK. Ráðgjafi VIRK hjá BSRB vann með mér að batnandi heilsu minni með ýmsum úrræðum. Í fyrstu vissi ég ekkert um það hvað starfsemi VIRK fól í sér. Fyrstu úrræðin voru sjúkraþjálfun og einnig fór ég í sálfræðitíma. Ég fór tólf sinnum til sálfræðingsins. Það gerði mér gott. Sjúkraþjálfarinn var meira í að finna út með mér hvað ég gæti gert líkamlega til að ná vinnuþreki. Ég er fæddur 1988 og það stóð aldrei annað til af minni hálfu en að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ég og ráðgjafinn minn byrjuðum á að leita að vinnu sem gæti hentað mér. Við náðum vel saman, ég og ráðgjafinn og enduðum á þeirri niðurstöðu að best hentaði mér að fara í skóla. Ég var búinn að læra prentsmíði en ég hafði stefnt að því að verða ljósmyndari. Árið 2012, 36 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.