Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Side 40

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Side 40
SKÓLARBÓKADÆMI UM KULNUN „Svona er þetta núna en árið 2013 var svo komið fyrir mér að ég var gjörsamlega „búin á því“, bæði andlega og líkamlega. Búin að keyra mig áfram í vinnu mjög lengi. Hafði fundið fyrir mikilli þreytu og varla geta dregist áfram en fór samt alltaf í vinnuna, stóð mína plikt, eins og sagt er.“ Hvað varð til þess að þú fórst í samstarf við VIRK? „Ég var farin að sofa mjög illa, vaknaði klukkan fjögur á nóttunni og gat ekki sofnað aftur. Ég taldi sjálfri mér trú um að þetta væri vegna þess að ég væri komin á breytingaskeiðið, ég nálgaðist óðfluga fimmtugsafmælið. Þetta ástand átti sér í raun langan aðdraganda. Ég hef alltaf verið hamhleypa til vinnu og skorpumanneskja. Alltaf haft óbilandi áhuga á starfi mínu. Ég hóf störf hér á Landspítalanum árið 2002 á endurhæfingardeild 14 D, þar er bækistöð okkar. Ég byrjaði á almennri skurðdeild, síðan á krabbameinsdeild en fór svo að sérhæfa mig í því sem ég starfa við nú. Þegar ég byrjaði að vinna á LSH var ég nýlega búin að eignast fjórða barnið, átti VIÐ HITTUM HALLDÓRU EYJÓLFSDÓTTUR RANNSÓKNARSJÚKRAÞJÁLFARA Í SKRIFSTOFU HENNAR Í KRINGLU LANDSPÍTALANS VIÐ HRINGBRAUT. HÚN ER GLAÐLEG OG HLÝLEG KONA, ÖRYGGIÐ UPPMÁLAÐ OG MARKVISS Í HUGSUN OG FRAMSETNINGU ÞEGAR RÆTT ER UM SAMSTARF HENNAR OG VIRK. ÓTRÚLEGT VIRÐIST AÐ HÚN HAFI UM TÍMA VERIÐ SVO ILLA HALDIN AF OFÞREYTU OG KVÍÐA AÐ HÚN HAFI ORÐIÐ AÐ TAKA SÉR LANGA HVÍLD FRÁ STÖRFUM – EN EINS OG Í ÞESSU EFNI SEM ÖÐRUM ER EKKI ALLT SEM SÝNIST. HALLDÓRA EYJÓLFSDÓTTIR rannsóknarsjúkraþjálfari Ég starfa nú sem sér- fræðingur í meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun og sinni bæði sjúklingum og stunda rannsóknir,“ segir Halldóra Eyjólfsdóttir. fjögur börn á níu árum, og hafði því mikið umleikis. Það var því strax þá mikið álag á mér. Ég kom af stað sérhæfingardeild fyrir fólk með vandamál í grindarbotni og árið 2004 fór ég fyrst að finna fyrir veikindum. Ég var á leið í vinnu akandi þegar ég fann fyrir hröðum og óreglulegum hjartslætti, gáttaflökti. Ég fór þá beint á bráðamóttöku og var greind þar með mikinn háþrýsting. Það þurfti í framhaldi af þessu að stuða hjartað í réttan takt. Ég hafði áður fundið fyrir óþægindum frá hjarta en aldrei þannig að það lagaðist ekki fljótlega. Eftir rafvendinguna fór ég á lyf en var eftir þetta viðkvæm fyrir hjarta. Átti erfitt með að segja nei Ég tók frí í þrjár vikur eftir þetta en fór svo að vinna og var fljótlega komin í mikið álagsástand aftur. Ég hélt þó mínu striki, tók að mér allskonar verkefni í vinnunni, var fljótust af öllum að bregðast við ef einhver þurfti hjálp eða var veikur. Alltaf gat ég bætt á mig. Ég hef átt erfitt með að segja nei, það er, held ég, grunnurinn að mínum veikindum. 40 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.