Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Side 43

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Side 43
 VIÐTAL Hvenær fórstu til vinnu aftur? „Ég ákvað að skella mér í fimmtíu prósent vinnu í júní 2014 í samráði við ráðgjafa minn hjá VIRK, sem ég útskrifast frá mánuði síðar, og sálfræðinginn, sem enn fylgdi mér þá eftir. Þetta gerðist í framhaldi af því að Landspítalinn hafði viðurkennt sérfræðiþekkingu mína og ráðið mig sem slíkan í maí 2014 með tilheyrandi launahækkun. En þegar ég byrjaði að vinna fann ég að ég var ekki tilbúin ennþá. Ég var í toppformi og gat hlaupið á fjöll en ég átti erfitt með að einbeita mér. Ég fann aftur fyrir kvíðanum. Lausnin var sú að ég fór á ný í veikindafrí og var heima til að jafna mig. Um haustið 2014 fór ég aftur til vinnu og fann að ég var búin að ná mér. Þá kom ég til baka á öðrum forsendum en í fyrra skiptið. Ég sleppti ýmsum verkefnum sem ég áður hafði á minni könnu, ég held að fimm manns hafi tekið við verkefnunum sem ég sagði mig frá.“ Fann neistann aftur Ég var þegar þarna var komið sögu ráðin í fimmtíu prósent vinnu sem rann- sóknarsjúkraþjálfari og vann fimmtíu prós- ent við venjuleg sjúkraþjálfarastörf. Í lok september 2014 fór ég á námskeið til Bandaríkjanna og þar fann ég neistann aftur - og hann hefur lifað með mér síðan. Ég fann fljótlega að streitan minnkaði við allar þessar aðgerðir. Ragnheiður, yfirmaður minn, átti stóran þátt í mínum bata af því að ég hafði hennar stuðning allan tímann og hún fylgdist með mér og studdi mig. Það var alltaf markmiðið hjá okkur að ég kæmi til baka til starfa. Ég hafði með sjálfri mér gefið mér ár til að skoða hvort ég þyldi fulla vinnu. Þegar árið var liðið fann ég að ég gat þetta. Og það átti ég ekki síst að þakka þeim góða stuðningi sem ég fékk frá Ragnheiði. Það hefði ekki verið gott að eiga við yfirmann sem ekki hefði skilið hvað var af mér og hefði ekki haft trú á VIRK. Ég álít það forgangsverkefni við svona aðstæður að gera atvinnurekendum grein fyrir hvað er að gerast og hvað sé til ráða. Rannsóknir hafa sýnt fram á að kulnun í starfi getur beinlínis valdið heilaskaða ef ekkert er að gert.“ Hefur þú fundið fyrir því aftur að þú værir tæp? „Já, ég fann fyrir því í sumar sem leið, þegar mest var að gera. Þá þurfti ég að bæta á mig verkefnum og fann þá fyrir kvíða, átti erfitt með svefn og það var stuttur í mér þráðurinn. Maður þarf að reka sig á til að átta sig á hvar mörkin liggja. Núna er ég steinhætt að bæta á mig verkefnum og hef lært að segja nei.“ Hafðir þú gagn af samstarfinu við VIRK? „Já, þar var prógrammið lagt upp í samráði við mig. Mér fannst þetta ferli fyrst erfitt vegna minna eigin fordóma, eins og fyrr greindi. Það hjálpaði mér þó talsvert að ég var komin með opinn huga þegar ég hitti ráðgjafa VIRK. Ég hugsaði: „Ráðgjafinn er fagmaðurinn og ég legg mig í hans hendur.“ Ráðgjafinn lagði fyrir mig alls konar próf sem ég fyllti út og sagði mér að skrifa dagbók. Ég gerði þetta allt saman af mikill samviskusemi. VIRK er að mínu mati alveg „brillíant batterí“, ef svo má segja. Sem fagmanneskja þá græddi ég mikið á að fylgjast með vinnubrögðum þar. Ég hef síðan beint ýmsum í samstarf við VIRK. Hins vegar mega fagaðilar gæta sín á að vísa ekki of veiku fólki til VIRK. Þetta er úrræði fyrir fólk sem er tilbúið til svona samstarfs og vill komast aftur út á vinnumarkaðinn. Fyrir manneskju sem var í minni aðstöðu var þetta fullkomið úrræði.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Ég ákvað að fara í frí yfir jólin en sagði góðum kollega frá ástandi mínu. Hann sagði: „Þarft þú ekki bara að leita til VIRK?“ Þá komu upp í mér miklir fordómar, mér fannst ég með engu móti geta farið „hinum megin við borðið“ 43virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.