Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 44

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 44
ÚRRÆÐI VIRK REYNDUST VEL VIÐ KULNUN Við höfðum rætt þetta áður en hún varð alvarlega veik. Kulnun í starfi er ekki eitthvað sem kemur skyndilega. Þetta vindur upp á sig, fólk er betra um tíma en svo versnar því á milli, einkum ef ákveðnar aðstæður skapast, svo sem óvenjulega mikið álag. Halldóra hefur alltaf verið mjög áhugasöm, tilbúin að taka að sér verkefni og full af góðum hugmyndum. Það er kannski viss tilhneiging til þess að bæta verkefnum á fólk sem hefur reynst vel og lýsir sig tilbúið til að bæta á sig vinnu. Þá kann í dagsins önn að gleymast að viðkomandi er þegar með mikið á sinni könnu. En það er auðvitað mjög gott að hafa starfsfólk sem býður fram krafta sína þegar mikið liggur við. Við Halldóra höfðum lengi átt mikið samstarf þar sem hún var á þessum tíma minn staðgengill hér á Hringbraut. Við ræddum því oft saman á föstum fundum og þess utan líka.“ „ÉG HAFÐI TEKIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ HALLDÓRA EYJÓLFSDÓTTIR VÆRI TEKIN AÐ LÝJAST Í STARFI ÁÐUR EN HÚN VARÐ AÐ TAKA VEIKINDAFRÍ.“ RAGNHEIÐUR S. EINARSDÓTTIR yfirsjúkraþjálfari á Landspítala Háskólasjúkrahúsi 44 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.