Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 46
VINNUPRÓFUNIN
BAR GÓÐAN ÁRANGUR
Þ
etta hófst með því að ráðgjafi frá
VIRK sem starfar á Ísafirði hafði
samband við mig og spurði hvort ég
væri tilbúinn að taka í vinnuprófun
einstakling sem hefði verið í samstarfi við
VIRK og væri að leita sér að vinnu. Ég var
til í þetta. Ég, ráðgjafinn og viðkomandi
einstaklingur settumst niður og gerðum
plön um hvernig vinnuprófuninni skyldi
háttað,“ segir Steingrímur R. Guðmundsson
verslunarstjóri hjá Pennanum á Ísafirði.
FÆRST HEFUR Í VÖXT AÐ FÓLK FÁI TÍMABUNDNA RÁÐNINGU Í FRAMHALDI
AF VINNNUPRÓFUN. STEINGRÍMUR R. GUÐMUNDSSON VERSLUNARSTJÓRI
HJÁ PENNANUM Á ÍSAFIRÐI VAR MEÐ EINSTAKLING Í VINNUPRÓFUN Í
SAMSTARFI VIÐ VIRK. SÚ VINNUPRÓFUN BAR GÓÐAN ÁRANGUR.
„Þetta byrjaði hægt, einstaklingurinn kom
til vinnu fyrst í fjóra til sex tíma á viku.
Það gekk fínt. Markmiðið var að þessi
einstaklingur myndi enda sem fastur
sumarstarfsmaður hjá okkur. Samstarfið
hófst fyrir ári, eða í mars 2015.“
Markmiðið náðist
Hvernig gekk að ná markmiðinu?
„Markmiðið náðist. Starfsmaðurinn fékk,
eftir vinnuprófunina, fastar vaktir hjá
okkur og vann sem starfsmaður í fullri
vinnu hjá okkur í fyrrasumar og er enn
hlutastarfsmaður hjá okkur meðfram námi
sem hann stundar.“
Krafðist þetta ferli mikillar
skipulagningar?
„Nei, svo reyndist ekki vera þegar til kom.
Ég vissi svo sem ekki fyrst hverju ég átti von
á. Við höfum áður tekið við starfsmönnum í
ferli sem kallað var; atvinna með stuðningi
og var í samstarfi við Ísafjarðarbæ. Þetta var
líkt því að ég hélt - en þegar til kom var
þetta talsvert öðruvísi.
46 virk.is