Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Side 47

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Side 47
 VIÐTAL Ég fékk þarna inn fullorðinn og sjálfstæðan einstakling sem smám saman þróaðist upp í að hafa fulla starfsgetu. Að vísu tók það nokkurn tíma fyrir hann að venjast því að falla inn í vinnuskipulagið hjá okkur. En þetta kom allt og gekk ágætlega.“ Hvað var viðkomandi einstaklingur látinn gera? „Hann fékk sömu verkefni og aðrir, var í afgreiðslu og áfyllingu frammi í versluninni og ekkert komið öðruvísi fram við hann aðra. Maður hafði þó kannski bak við eyrað að þarna var um að ræða einstakling sem ekki hafði verið á vinnumarkaði í nokkuð langan tíma.“ Reglulegt samband við ráðgjafa VIRK Hvernig líkaði samstarfsfólkinu þetta? „Það tók þessu mjög vel. Það gerði sér líklega varla grein fyrir að þetta væri sérstakt verkefni. Fyrst var því sagt að viðkomandi einstaklingur væri í vinnuprófun og svo að hann væri ráðinn í hlutastarf. Svo þegar leið að sumri var tilkynnt að einstaklingurinn yrði fastur sumarstarfsmaður.“ Varstu í samstarfi við ráðgjafa VIRK meðan á þessu ferli stóð? „Já við vorum í reglulegu sambandi meðan á þessu ferli stóð og við funduðum, ráðgjafinn, einstaklingurinn og ég, saman í lok prófunartímabilsins. Þar var farið yfir málin og ekki minnist ég þess að neitt sérstakt vandamál hafi komið upp, þetta var ósköp líkt og gerist í venjubundnum starfsmannaviðtölum. Í lok þessa tímabils var einstaklingurinn, að ég held, útskrifaður frá VIRK og markmiðinu sem sagt náð.“ Hvað með laun viðkomandi einstaklings? „Hann fékk ekki laun fyrstu vikurnar frá fyrirtækinu, meðan hann var í vinnu- prófuninni. En þegar hann var ráðinn í hlutastarfið fór hann að fá laun frá okkur á sama hátt og aðrir starfsmenn.“ Bókhneigður tungumálamaður Bókaverslun er nokkuð sérhæfður vettvangur, hentaði þetta starf einstaklingnum vel? „Já, hann hefur ýmis áhugamál sem tengd eru bókum og er mikill tungumálamaður þannig að þarna var kominn einstaklingur sem hentaði vel að hafa í starfi hér, einkum yfir sumartímann þegar ferðamanna- straumurinn er hér talsvert mikill.“ Býstu við að þessi einstaklingur komi í fullt starf hjá ykkur þarna hjá Pennanum í sumar? „Já, ég býst við því. Þeir sem hafa verið hér í starfi meðfram námi hafa gjarnan komið í fast sumarstarf og líklega gegnir sama máli með viðkomandi einstakling. Þetta hefur allt gengið vel og skilað góðum árangri.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Starfsmaðurinn fékk, eftir vinnu- prófunina, fastar vaktir hjá okkur og vann sem starfsmaður í fullri vinnu hjá okkur í fyrrasumar og er enn hlutastarfsmaður hjá okkur meðfram námi sem hann stundar.“ Ég fékk þarna inn fullorðinn og sjálfstæðan einstakling sem smám saman þróaðist upp í að hafa fulla starfsgetu. Að vísu tók það nokkurn tíma fyrir hann að venjast því að falla inn í vinnu- skipulagið hjá okkur. En þetta kom allt og gekk ágætlega.“ STEINGRÍMUR R. GUÐMUNDSSON verslunarstjóri 47virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.