Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Qupperneq 65

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Qupperneq 65
 VIRK fjarveru kynjanna frá vinnustað vegna veik- inda á síðustu 12 mánuðum. Fleiri karlar voru hlutfallslega aldrei veikir í samanburði við konur og var marktækur munur á milli kynjanna þegar skoðað var hvort þau hafi verið fjarverandi eða ekki á síðustu 12 mánuðum (X2=9.19, p=0.002). Helmings minni líkur voru á því að karlar segðust hafa verið fjarverandi vegna veikinda á síðasta ári í samanburði við konur (OR=0.55, CI (0.38-0.82)). Hins vegar var ekki marktækur munur á milli kynjanna og fjölda veikindafjarverudaga (X2=0.80, p=0.37) (Mynd 1). Hlutfallslega fleiri starfsmenn á einkarekn- um vinnustöðum sögðust aldrei hafa verið veikir á síðasta ári í samanburði við starfsmenn á opinberum vinnustöðum og var marktækur munur á milli þessara vinnustaða (X2=8.16, p<0.004). Einnig var marktækur munur á milli opinberra og einkarekinna vinnustaða þegar borinn var saman fjöldi fjarverudaga frá vinnu vegna veikinda á síðustu 12 mánuðum (X2=13.82, p=0.0002) en starfsmenn á opinberum vinnustöðum voru líklegri til að vera með fleiri en 5 daga fjarveru frá vinnu vegna veikinda (OR=2.07, CI(1.41-3.05)). Karlmenn voru ólíklegri en konur að svara játandi spurningunni hvort þeir hafi, á síðustu 3 mánuðum, mætt „veikir“ í vinnuna (OR=0.67, CI(0.48-0.95)) en þegar leiðrétt var fyrir tegund vinnustaðar þá var ekki marktækur munur á milli kynjanna (OR=0.84, CI(0.57-1.24)). Marktækur munur var á milli starfsmanna opinberra og einkarekinna vinnustaða þegar spurt var hvort þeir hefðu mætt „veikir“ í vinnu á síðustu 3 mánuðum (X2=8.86, p=0.003) en líklegra var að starfsmaður á opinberum vinnustað svaraði játandi þeirri spurningu en starfsmaður á einkareknum vinnustað (OR=1.51, CI(1.07-2.13)). Þegar konur og karlar voru skoðuð í sitt hvoru lagi, þá var ekki munur á milli þessara vinnustaða (konur (X2=2,94, p=0.09); karlar (X2=2.77, p=0.10)) né milli kynjanna inni á sömu tegund vinnustaða (Einkarekinn (X2=1.14, p=0.28); Opinber (X2=0.23, p=0.63)). Marktæk línuleg leitni sýndi að yngri starfs- menn voru líklegri til að mæta í vinnu „veikir“ í samanburði við eldri starfsmenn (X2=31.1, p <0,0001) og á þetta við um bæði konur og karla. Mynd 2 sýnir hvernig svar við spurningunni um hvort starfsmenn mættu „veikir“ í vinnuna dreifist hlutfallslega milli aldurshópa. Marktæk jákvæð tengsl voru á milli fjölda daga fjarverandi frá vinnu vegna veikinda og að svara því játandi að hafa mætt „veikur“ í vinnu á síðustu 3 mánuðum þ.e. því fleiri daga sem starfsmenn voru fjarverandi frá vinnustað vegna veikinda því líklegra var að þeir sögðust mæta í vinnu „veikir“, sem var áfram marktækt eftir að búið var að leiðrétta fyrir kyn, aldur, menntun og vinnustað (6 – 20 veikindadagar OR=2.01, CI (1.31-3.11) og 21dagur+ veikindadagar OR=2.48, CI (1.09-6.22)). Mynd 3 sýnir myndrænt hlutfallsleg tengsl milli fjölda veikindadaga og svars við spurningunni (Já/ Nei) hvort starfsmenn mættu „veikir“ í vinnu (veikindaviðvera) hjá öllum þátttakendum. Þessi tengsl voru einnig marktæk þegar konur og karlar voru skoðaðir í sitt hvoru lagi, nema fyrir karla sem voru veikir í 21 dag eða fleiri (OR= 2.86, CI (0.17– ∞). Þeir sem voru fjarverandi vegna veikinda á síðustu 12 mánuðum (óháð hve marga daga þeir voru fjarverandi) voru mun líklegri en þeir sem voru aldrei veikir að segjast mæta í vinnu þegar þeir voru „veikir“ (OR= 4.93, CI(3.26 – 7.61)). Mynd 4 sýnir hlutfallsleg tengsl milli þess hversu sáttir/ósáttir starfsmenn voru með Mynd 3. Hlutfallsleg veikindaviðvera eftir fjölda daga fjarverandi. Mynd 4. Hlutfallsleg veikindaviðvera eftir mati á vinnuálagi. 60 40 20 0 60 40 20 0 Aldrei Ósáttur 1-5 dagar Meðallagi 6-20 dagar Sáttur 21+ dagar Veikindafjarvera Nei Já Nei Já Svar Svar Ve ik in da vi ðv er a % Ve ik in da vi ðv er a % Vinnuálag 65virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.