Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Síða 66

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Síða 66
vinnuálagið og hvort þeir mættu í vinnu „veikir“. Ef starfsmenn voru sáttir með vinnuálagið þá voru þeir ólíklegri að svara játandi þeirri spurningu í samanburði við þá sem voru ósáttir með vinnuálagið (OR=0.36, CI(0.23 – 0.55). Svipaðar niðurstöður fengust þegar skoðuð voru tengslin milli starfsánægju (óánægður/ánægður) og hvort starfsmenn mættu í vinnu „veikir“ en þeir sem voru ánægðir í starfi voru ólíklegri til að segjast mæta „veikir“ í vinnu miðað við þá sem voru óánægðir í starfi (OR= 0.45, CI(0.23 – 0.84)). Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að 56% þátttakenda höfðu mætt í vinnu „veikir“ á síðustu 3 mánuðum sem voru sömu niðurstöður og Johansen og félagar (2014) fengu í rannsókn sinni á Svíum og Norðmönnum (Johansen, Aronsson, & Marklund, 2014). Í spurningakönnuninni sem notuð var í þessari rannsókn var einnig spurt hvort þátttakendur hefðu mætt „veikir“ í vinnuna á síðustu 12 mánuðum og svöruðu 58% þátttakenda játandi þeirri spurningu. Sú spurning var hinsvegar ekki notuð við tölfræðilega útreikninga hér í þessari rannsókn þar sem hún var hluti af annarri spurningu sem fjallaði um fleira en það sem skoðað var hér. Niðurstöður sýndu jákvæð tengsl milli fjarveru frá vinnu vegna veikinda og þess að svara játandi spurningunni hvort starfsmenn mæti „veikir“ í vinnu en það er í takt við það sem erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á (Böckerman & Laukkanen, 2010; Hansen & Andersen, 2009; Aronsson, Gustafsson, & Dallner, 2000). Einnig sýndu niðurstöður að það eru frekar yngri starfsmenn sem mæta í vinnuna „veikir“ og hefur það einnig komið fram í erlendum rannsóknum (Gosselin, Lemyre, & Corneil, 2013). Samkvæmt niðurstöðum þá var algengara að karlmenn segðust aldrei hafa verið veikir á síðasta ári auk þess sem þeir sögðust sjaldnar en konur mæta „veikir“ í vinnuna og var þessi munur marktækur en erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að konur mæta frekar „veikar“ í vinnuna en karlar (Avdic & Johansson, 2013). Það var hins vegar ekki marktækur munur á milli kynjanna þegar kemur að fjölda fjarverudaga vegna veikinda þegar starfsmenn hjá opinberum vinnustöðum og einkareknum voru skoðaðir í sitt hvoru lagi. Hjá þeim starfsmönnum sem sögðust mæta „veikir“ í vinnuna þá var ekki marktækur munur á milli kynjanna hvorki á opinberum né á einkareknum vinnustöðum. Hjá þeim konum sem sögðust mæta „veikar“ í vinnuna þá var ekki marktækur munur á milli opinberra og einkarekinna vinnustaða og það sama átti við um karla. Niðurstöður sýndu einnig að það var líklegra að starfsmenn sem unnu á opinberum vinnustöðum segðust mæta „veikir“ í vinnuna í samanburði við þá sem unnu á einkareknum vinnustöðum. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að starfs- menn mæti í vinnu „veikir“ (Hansen & Andersen, 2008). Það geta verið starfs- tengdir þættir sem hafa þar áhrif eins og t.d. tímapressa, stjórn verkefna í vinnunni, tengsl við samstarfsmenn og vinnuaðstæður. Persónulegar ástæður geta Það geta verið starfstengdir þættir sem hafa þar áhrif eins og t.d. tímapressa, stjórn verkefna í vinnunni, tengsl við samstarfsmenn og vinnuaðstæður. Persónulegar ástæður geta líka legið bakvið þá ákvörðun að mæta í vinnu „veikur“ eins og t.d. fjárhagslegar ástæður, fjölskylduaðstæður eða persónutengdar ástæður.“ 66 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.