Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 67

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 67
 VIRK líka legið að baki þeirri ákvörðun að mæta „veikur“ í vinnu eins og t.d. fjárhagslegar ástæður, fjölskylduaðstæður eða aðrar persónutengdar ástæður. Síðan getur líka viðhorf starfsmannsins til vinnunnar haft áhrif og einnig menningin á vinnustaðnum þegar litið er niður á það að taka veikindadaga. Þátttakendur í rannsókninni voru spurðir í spurningakönnunni hvort þeir hefðu orðið fyrir þrýstingi frá einhverjum sem varð þess valdandi að þeir mættu síðast „veikir“ í vinnuna. Niðurstöður sýndu að flestir þátttakenda svöruðu því til að þeir hafi mætt vegna þrýstings frá þeim sjálfum eða rúmlega 66%. 24.7% töldu sig ekki hafa orðið fyrir þrýstingi neins staðar frá, 14.4% mættu vegna þess þeim fannst þeir verða fyrir þrýstingi frá yfirmanni sínum og 11.7% höfðu fundið fyrir þrýstingi frá samstarfsmönnum sínum. Í rannsókn Robertson og félaga (2012) kom einnig fram að flestir þátttakenda (67%) mættu í vinnuna „veikir“ vegna þrýstings frá þeim sjálfum en 20% þátttakenda sögðust hafa fundið fyrir þrýstingi frá yfirmanni sínum (Robertson, Leach, Doerner, & Smeed, 2012). Mikilvægt er að hafa í huga að fjöldi og gerð fyrirtækja og stofnana sem tóku þátt í verkefninu Virkur vinnustaður var takmarkaður og því er ekki hægt að yfirfæra niðurstöður almennt yfir á opinberan og almennan vinnumarkað. Auk þessa voru einnig fleiri konur sem svöruðu spurningakönnuninni (75% konur á móti 25% karlar) og flestir karlar sem tóku þátt unnu á einkareknum vinnustöðum (88% á einkareknum en 12% á opinberum vinnustöðum) (Tafla 1). Ályktun Samkvæmt niðurstöðum þessarar rann- sóknar þá eru marktæk jákvæð tengsl á milli veikindaviðveru og veikindafjarveru og er því mikilvægt fyrir stjórnendur að hugleiða þessi tengsl þegar þeir reyna að ráða við veikindafjarveru á vinnustaðnum. Niðurstöður annarra rannsókna hafa sýnt að þegar starfsmenn temja sér að mæta „veikir“ í vinnuna þá er það bæði slæmt fyrir vinnustaðinn og starfsmanninn því við það aukast líkurnar á því að hann fari í langtímaveikindi í framtíðinni. Vinnu- veitendur geta því notað veikindafjarveru sem leiðbeinandi þátt við að finna þá einstaklinga sem eru í aukinni hættu á að fara af vinnumarkaði vegna veikinda því erfitt getur verið að greina veikindaviðveru á áreiðanlegan máta. Þannig gætu vinnu- staðir komið markvisst inn með viðeigandi íhlutun fyrir starfsmanninn í vinnunni og þannig hugsanlega dregið með því úr líkum á því að hann hverfi af vinnumarkaðinum vegna veikinda. Starfsmenn þurfa einnig að vera meðvitaðir um hugsanlegar afleiðingar mikillar veikindaviðveru á aukna veikinda- fjarveru þeirra í framtíðinni og þeirri hættu sem getur fylgt því að temja sér að mæta „veikur“ í vinnuna með tilliti til þróunar alvarlegra sjúkdóma. Eins og fram hefur komið hér í greininni er slæm heilsa ekki eina ástæðan fyrir því að starfsmenn ákveða að mæta „veikir“ í vinnu þegar þeir ættu frekar að vera heima og sama á við um fjarveru af vinnustað vegna veikinda. Persónulegar ástæður sem og skipulagslegir þættir á vinnustaðnum geta haft marktæk áhrif á báðar þessar ákvarðanir (þ.e. að mæta „veikur“ í vinnu eða vera heima veikur). Atvinnurekendur ættu því ekki eingöngu að einbeita sér að forvarnaverkefnum sem eru ætluð til að draga úr ákveðnum sjúkdómum heldur ættu þeir einnig að reyna að hafa áhrif á vinnuaðstæður og ýmsa sálfræðilega vísa sem hafa áhrif á ánægju og árangur í starfi. Þannig væri hægt að hafa áhrif á t.d. starfsánægju sem rannsóknir hafa sýnt að hefur áhrif á bæði þá ákvörðun að mæta „veikur“ í vinnu eða vera fjarverandi frá vinnustað vegna veikinda. Heimildaskrá Aronsson, G., & Gustafsson, K. (2005). Sickness presenteeism: Prevalence, attendance-pressure factors, and an outline of a model for research. J Occup environ Med, 958-966. Aronsson, G., Gustafsson, K., & Dallner, M. (2000). Sick but yet at work. An empirical study of sickness presenteeism. J Epidemiol Community Health, 502-509. Avdic, D., & Johansson, P. (2013). Gender Differences in Preferences for Health-Related Absences from Work. Bonn, Germany: Institute for the Study of Labour (IZA). Bergström, G., Bodin, L., Hagberg, J., Lindh, T., Aronsson, G., & Josephson, M. (2009). Does sickness presenteeism have an impact on future general health? Int Arch Occup Environ Health, 1179-1190. Böckerman, P., & Laukkanen, E. (2010). What makes you work while you are sick? Evidence from a survey of workers. Eur J Public Health, 43-46. Goetzel, R. Z., Long, S. R., Ozminkowski, R. J., Hawkins, K., Wang, S., & Lynch, W. (2004). Health, absence, disability, and presenteeism: Cost estimates of certain physical and mental health conditions affecting U.S. employers. J Occup environ Med, 398-412. Gosselin, E., Lemyre, L., & Corneil, W. (2013). Attendance dynamics at work: The antecedents and correlates of presenteeism, absenteeism, and productivity loss. J Occup Health Psychol, 75-86. Gustafsson, K., & Marklund, S. (2011). Consequences of sickness presence and sick- ness absence on health and work ability. A Swedish prospective cohort study. Int J Occup Med Environ Health, 153-165. Hansen, C. D., & Andersen, J. H. (2008). Going ill to work: What personal circumstances, attitudes and work-related factors are associated with sickness presenteeism? Soc Sci Med, 956-964. Hansen, C., & Andersen, J. H. (2009). Sick at work - a risk factor for long-term sickness ab- sence at a later date? J Epidemiol Community Health, 397-402. Hemp, P. (2004). Presenteeism: At work - but out of It. Harv Bus Rev, 49-58. Janssens, H., Clays, E., De Clercq, B., De Bacquer, D., & Braeckman, L. (2013). The relation between presenteeism and different types of future sickness absence. J Occup Health, 132-141. Johansen, V., Aronsson, G., & Marklund, S. (2014). Positive and negative reasons for sick- ness presenteeism in Norway and Sweden: a cross-sectional survey. BMJ Open, 1-6. Jónína Waagfjörð (2015). Virkur vinnustaður: Þróunarverkefni VIRK. Ársrit VIRK Starfsendur- hæfingarsjóðs, 38-44. Kivimäki, M., Head, J., Ferrie, J. E., Hemingway, H., Shipley, M. J., Vahtera, J., & Marmot, M. G. (2005). Working while ill as a risk factor for serious coronary events: The Whitehall II Study. Am J Public Health, 98-102. Robertson, I., Leach, D., Doerner, N., & Smeed, M. (2012). Poor health but not absent: Prevalence, predictors, and outcomes of pres- enteeism. JOEM, 1344-1349. Schultz, A. B., & Edington, D. W. (2007). Employee health and presenteeism: A systematic review. J Occup Rehabil, 547-579. 67virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.