Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 51
51www.virk.is
VIÐTAL
Atvinnurekendur
skilningsríkir
Hlynur Jónasson atvinnuráðgjafi
Atvinna er mikilvæg fyrir allt fólk og ekki síður fyrir
þá sem veikjast af geðsjúkdómum. Hlynur Jónasson
atvinnuráðgjafi hjá IPS-verkefninu í Laugarási hefur
aðstoðað skjólstæðinga þar við atvinnuleit.
„Vinnan við að útvega störf
hefur gengið vonum framar,
eiginlega mjög vel,“ segir
Hlynur Jónasson atvinnu-
ráðgjafi.
Hvað þurfa skjólstæðingar Laugaráss að
vera vel á veg komnir til þess að þú hefjir
með þeim atvinnuleit?
„Sú hlið verkefnisins snýst um að við-
komandi hafi verið í undirbúningi með
sínum fagaðilum hjá Laugarási, svo sem
læknum og félagsráðgjöfum og fengið frá
þeim „grænt ljós“ til að fara að vinna. Nú
eða þá að fara í nám. Viðleitnin hjá IPS-
verkefninu gengur út að koma fólki sem
fyrst út í samfélagið aftur. Sú snemmíhlutun
sem fram fer í Laugarási hefur það að
meginmarkmiði að tengja einstaklinga með
geðrof sem fyrst aftur við samfélagið.“
Hvernig taka atvinnurekendur
þessari starfsemi?
„Þeir gera það mjög margir með miklum
sóma og hafa tekið vel á móti þessu
verkefni. Það hafa skapast mörg störf á
þessu eina og hálfa ári sem ég hef komið
nálægt þessu. Þeir einstaklingar sem
hér eru hafa allir, hver á sinn hátt, mikla
hæfileika og njóta sín því í hinum ýmsu
störfum. Atvinnurekendur eru tilbúnir til að
horfa til þessa og gefa þeim tækifæri.“
Skjólstæðingar vilja vinna
Eru skjólstæðingarnir tilbúnir að ganga
í flest störf?
„Já það eru þeir. Aðallega þarf að finna
góð fyrirtæki sem hafa störf á boðstólum
sem henta. Hvað starfsúrval snertir get
ég nefnt fyrirtæki í hótelgeiranum og hjá
bílaleigum, afgreiðslustörf og störf sem
snerta ferðaiðnað. Sem og hefur fólk héðan
fengið störf í menningargeiranum, svo
sem í leikhúsum og víðar – svo eitthvað sé
nefnt.“
Ert þú þá einskonar milligöngumaður?
„Já, ég er það. Ég fylgi þessari hugmynda-
fræði IPS eftir og samkvæmt henni útvega
ég, í samráði við viðkomandi einstakling,
starf og fylgi svo hverjum og einum eftir.“
Hafa komið upp erfiðleikar ef fólk
veikist aftur?
„Það hefur mjög lítið borið á því.
Almennt séð hefur þetta gengið vel. Þar
sem slík staða hefur komið upp hefur
verið almennur og góður skilningur á
aðstæðunum á vinnustaðnum. Sá sem
veikist á þá afturkvæmt í sitt starf, eins og
gerist almennt eftir veikindi.“
Hvað heldur þú að mörg störf hafi fengist
fyrir þína milligöngu?
„Ætli þau séu ekki orðin um átján hjá
hinum ýmsu fyrirtækjum.“
Hringja menn frá fyrirtækjum og
bjóða störf?
„Nei því miður er það ekki svo gott hvað
varðar IPS-verkefnið. En þó hef ég fengið
símtöl þessu varðandi gegnum almenna
starfsendurhæfingu. Þegar svo háttar til hef
ég gjarnan áður kynnt starfsemi VIRK fyrir
viðkomandi.“
Eru skjólstæðingarnir spenntir að fá
vinnu?
„Já, undantekningarlítið eru þeir það. Það
myndast líka ákveðinn vinnuandi í hópnum
hér í Laugarási og hann er hvetjandi. Fólkið
fer að tala um vinnuna sína og segja frá og
það eykur áhuga.“
Eru einstaklingarnir þá áfram að
heimsækja Laugarás eftir að þeir fara
að vinna?
„Já, en í minna mæli. Ég vil leggja áherslu
á að atvinnurekendur sem ég hef haft
samskipti við í sambandi við IPS-verkefnið
hafa sýnt því mikinn skilning og áhuga
og verið tilbúnir til að horfa á styrkleika
einstaklingsins en ekki takmarkanir. Það
skiptir öllu máli og er grunnurinn að þessu
starfi. Sem og góð tengsl einstaklings við
sitt vinnuumhverfi.“
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
V
IÐ
TA
L