Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 53

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 53
53www.virk.is VIÐTAL „Við sjáum nú æ betur að ungt fólk með geðrofssjúkdóma getur unnið meira og betur en við gerðum okkur áður grein fyrir,“ segja þau. Hvernig hefur gengið að aðlaga IPS að íslensku umhverfi? „Vissulega hefur þurft aðlögun IPS að okkar veruleika. Hugmyndin að IPS er upprunnin frá Ameríku en er að dreifa sér um allan heim. Búið er að taka þetta meðferðarúrræði upp á öllum Norður- löndunum og víðar í Evrópu. En á Norðurlöndunum er félagslega kerfið allt öðruvísi en í Bandaríkjunum. Því hafa komið upp vissir hnökrar á að samræma og aðlaga IPS því kerfi, þ.e. félags- og tryggingakerfi, sem við á Íslandi og öðrum Norðurlöndum búum við,“ segir Valur. Nanna bætir við að það þurfi að aðlaga öll meðferðarúrræði íslensku umhverfi. „En án þess að skemma módelið.“ Tryggðarskali er gátlisti Valur segir ákveðinn tryggðarskala fylgja IPS. „Hann er 26 atriða gátlisti og búið að þýða hann á íslensku. Þar eru spurningar settar fram og við fáum stig fyrir að fylgja skalanum. Eins konar einkunnar- gjöf fyrir 26 atriði, sem hvert um sig er fjölþætt. Færum við algjörlega eftir IPS hugmyndafræðinni fengjum við fullt hús stiga. En það er ekki hægt vegna ólíks umhverfis. Sé IPS ráðgjafi að sinna 20 einstaklingum fær hann toppeinkunn fyrir það, sinni hann fleirum lækkar einkunnin. Við skorum lægra af því að við sinnum fleirum. Tryggðarskali þýðir að halda tryggð við hin ýmsu atriði IPS hugmyndafræð- innar. Baldur Heiðar Sigurðsson sál- fræðingur fann þetta góða íslenska nafn á gátlista IPS hugmyndafræðinnar.“ Nanna bætir við að því færri stig sem fáist því minna sé farið eftir hugmyndafræði IPS. „Hægt er að skora 150 stig,“ segir hún. „Við Sveina Berglind Jónsdóttir sálfræðing og deildarstjóri hjá VIRK fórum til Danmerkur til að hitta kollegana og þeir sögðu okkur að við myndum skora lágt til að byrja með. Þannig væri það bara. Við vorum með 79 stig fyrir um það bil ári. Lægst mega stigin vera 74, þar fyrir neðan er ekki lengur verið að fara eftir þessu úrræði. Nú erum við hins vegar að skora 96 til 98 stig, sem er svipað og Danir gera. Við erum mjög sátt með þetta,“ segir Valur. Nanna getur þess að nákvæmni Vals og vandvirkni eigi stóran þátt í þessari góðu niðurstöðu sem nú er á borðinu. „Hlynur Jónasson atvinnuráðgjafi á vegum VIRK, sem vinnur að IPS-verkefninu með okkur, hefur mjög góða þekkingu á atvinnulífinu og góð tengsl við atvinnurekendur. Þeir fá góðar upplýsingar í upphafi og tryggingu fyrir því að við munum koma að málum ef eitthvað kemur upp á, þannig hefur skap- ast mikill og góður áhugi atvinnurekenda á IPS-verkefninu“ segir Valur. Gengur vel að finna vinnu Nanna og Valur segja þátttakendur í IPS úrræðinu vera ungt fólk sem hafi ekki mikla menntun. En flest hafi það fengið vinnu sem það hefur áhuga á, t.d. við lagerstörf, á kaffihúsum eða bílaleigum, verkamannavinnu og tölvu- og verslunarstörf. „Þetta byrjaði 2012 en á þessu tímabili hefur IPS fólkið okkar, sem við köllum svo, tekist að fá hin fjölbreyttustu störf. Nú eru þrettán manns í atvinnu, átta manns eru að skoða mögulega atvinnuþátttöku og brottfall er fjórir einstaklingar. Samtals eru þetta tuttugu og fimm manns sem hafa eða eru að tengjast atvinnumarkaðinum.“ Nanna segir hafa verið ákveðið að á meðan þessir einstaklingar séu í verk- efninu njóti þeir þjónustu á Laugarási. „Ein af grunnstoðum í verkefninu er náið samstarf við „klíniska kerfið“. Tilnefningar þeirra sem sýna áhuga á vinnu koma frá þverfaglegu teymi og síðan taka boltann Valur félagsráðgjafi, Hlynur atvinnuráðgjafi og Svanborg Guðmundsdóttir iðjuþjálfi. Viðtöl fara fram og síðan fer Hlynur í að finna vinnu fyrir viðkomandi. Hlynur og hinir í IPS teyminu halda svo áfram að hitta viðkomandi og fylgjast með og eru í góðu sambandi við vinnuveitendurna, sem er mikilvægt.“ Samstarfið við VIRK gengur vel Þau Nanna og Valur leggja áherslu á að samstarfið við VIRK gangi mjög vel, en það fer nú að miklu leyti fram í samstarfinu við Hlyn. „Hann er okkar stoð og stytta í þessu verkefni og orðinn hluti af starfseminni hér. Fyrst þegar þetta samstarf byrjaði 2012 vorum við með mánaðarlega samráðsfundi. En þeim hefur fækkað eftir að Hlynur tók til starfa við hlið okkar. Hann er tengiliður, kemur hér oft og er í afar góðu sambandi við skjólstæðinga og starfsfólk. Hann hefur líka svolítið aðra sýn en við, horfir ekki eins stíft á einkenni sjúkdómsins. Hann horfir á styrkleikana,“ segir Nanna. Valur getur þess að hann hafi verið í góðu samstarfi við Sveinu Berglindi Jónsdóttur hjá VIRK. En hvernig gengur skjólstæðingunum að vinna samkvæmt IPS úrræðinu? „Það gengur vel. Ef eitthvað kemur upp á er haft samband. Ef til dæmis einstaklingur mætir ekki er hringt í hann og ef hann er veikur er látið vita. Boðleiðirnar eru stuttar og það er áhrifaríkt. Væru ekki þessi nánu tengsl þá væri mun líklegra að viðkomandi myndi detta út úr vinnunni,“ segir Nanna. „Samskiptin við atvinnurekendur hafa verið einstaklega góð. Þeir hafa sýnt gott hjartalag. Þetta samstarf með öðru eykur líkur á því að fólk komist á vinnumarkaðinn og nái bata. Einstaklingum frá Laugar- ásnum hefur líka verið vel tekið af sam- starfsfólki. Mótttökurnar hafa verið betri en við bjuggumst við. Gott samstarf við þjónustuna hér hefur gert atvinnurekendur „Samskiptin við atvinnurekendur hafa verið einstaklega góð. Þeir hafa sýnt gott hjartalag. Þetta samstarf með öðru eykur líkur á því að fólk komist á vinnumarkaðinn og nái bata.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.